Leita í fréttum mbl.is

Í DAG ÆTLA ÉG AÐ..

 

..að fréttablogga með mínu nefi ef eitthvað kemur í fréttunum sem mér finnst athygli vert.

..búhúblogga ef ég verð rosalega viðkvæm eða leið.

..fíflablogga ef fíflaandinn tekur sér bólstað í mér eins og hann gerir stundum.

..reiðiblogga ef það fýkur snögglega í mig.

..tuð- og hneykslisblogga ef fólk leyfir sér að blogga öðruvísi en mér er þóknanlegt (þennan má taka með fyrirvara, þar sem fíflaandinn réðst á mig rétt í þessu og tók stjórnina).

..gleðiblogga við öll tækifæri, sjálfri mér til sælu og ánægju.

..snúrublogga ef ég þarf að sinna bataferlinu.

..yfirhöfuðblogga ef mér dettur það í hug.. OG..

Ég ætla að láta mér í léttu rúmi liggja ef einhver ætlar að kafna úr ergelsi yfir bloggaðferðum mínum.

Samningur gerður við almættið í morgunsárið, af gefnu tilefni. 

Ég,

öll að koma til

Súmí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð.  Þetta er ágætis upptalning og dekkar svæðið svona í það heila sýnist mér.  Vantar ef til vill menningarblogg þarna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2007 kl. 07:46

2 Smámynd: Rebbý

gott hjá þér Jenný - kemur engum öðrum við hvað þú gerir inni á þinni síðu

Rebbý, 30.7.2007 kl. 08:44

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Gott hjá þér:)

Eigðu góðan dag og eins og segir í al-anon bókinni í dag: ,,í dag ætla ég að vera óttalaus, sérstaklega ætla ég að vera óhrædd við að njóta þess sem fagurt er og trúa því að veröldin gefi mér á sama hátt og ég henni"

kv. Sædís

Sædís Ósk Harðardóttir, 30.7.2007 kl. 09:23

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk, takk elskurnar.

Dúa mín, kona á tröppur sem hún fer með um allt (þarf mikið að nota þær þar sem ég er minni en flestir, arg)  Smjúts auli

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2007 kl. 09:52

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Góðan dag, elsku krúttttttt!!!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.7.2007 kl. 09:53

6 Smámynd: Garún

Þetta líst mér á....en heyrðu ég er komin með nýtt hobbý, það er að vafra um bloggsíðurnar og telja hversu margir "eðalbloggarar" hóta að hætta á moggablogginu afþví það er svo vitlaust fólk þar!  Sumir hóta að hætta oftar en aðrir, en þetta er mjög áhugavert.   

Garún, 30.7.2007 kl. 12:04

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hæ krúttin mín.  Já eðalbloggurunum er svo stórlega misboðið að við "the people" skulum voga okkur að vera að bregðast við umhverfi okkar.

Sumir eru alltaf á leiðinni að hætta.  Sumir hætta reglulega en koma svo aftur og svo eru þeir sem eru alveg við það að hætta en sjá sig um hönd, oft á dag.  Það er svo erfitt að þurfa að deila "speisi" með almúgarnum.  Hahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband