Leita í fréttum mbl.is

ÉG SNÆÐI LOPAPEYSUNA MÍNA..

..ef það er rétt að verið sé að borga meðlimum "Saving Iceland" fyrir að mótmæla.  Það er einfaldlega of ótrúlegt til að vera satt.  Ætli maður færi þá ekki í vinnu við að mótmæla nokkra tíma á dag til að ná sér í aukapening?  Mér finnst þetta full lygilegt fyrir minn smekk.

Nú krefjast samtökin að fréttastofa RÚV birti sannanir fyrir aðdróttunum sínum um að mótmælendur þiggi fé fyrir mótmæli og handtökur, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum í gær.

Ég hef ekki verið neitt sérstaklega hrifin af framgangsmáta þessara samtaka undanfarið, þ.e. þegar þeir hafa verið að framkvæma eignaspjöll og þar fram eftir götunum, en ég hef ekki nokkurn hlut á móti því að þeir mótmæli.  Umhverfismál eru engin einkamál hvers lands fyrir sig.  Þau koma öllum heiminum við.

Ég á reyndar ekki lopapeysu, en mun fjárfesta í einni slíkri og snæða hana ef þetta fólk er á launum við mótmælaaðgerðir.

Bætmí.


mbl.is "Saving Iceland" krefur RÚV um sannanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég efast um að Siggi Pönk sitji á gulli og geti borgað mótmælendum til að mótmæla.. þetta er auðvitað bara eins og hvert annað bull. Siggi er góður strákur by the way... og það er komin tími á að bjarga Íslandi.. hver velur svo sína leið

Björg F (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 16:09

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það kom auglýsing í blaði eða á Netinu þar sem auglýst var eftir mótmælendum en þetta var greinilega algjör grínauglýsing sem þó margir bloggarar trúa og hafa tryllst yfir. Þú hefur greinilega ekki séð þá umræðu ... sem hefur m.a. tafið mig frá HP-lestri. Sorrí, nú er ég farin inn í stofu að lesa svo að ég geti lekið endinum í þig, heillin mín. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.7.2007 kl. 16:11

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sá vitnað í þessa auglýsingu og mér fannst hún svo greinilega vera brandari. Extra mikið borgað fyrir að klifra upp í krana.  OMG ég dey.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2007 kl. 16:23

4 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Skríllinn bendir á þessa auglýsingu og öskrar "þarf frekar vitnanna við?" nötrandi af heift.

Elías Halldór Ágústsson, 29.7.2007 kl. 17:30

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég verð að sjá lopapeysusnæðinginn

Þröstur Unnar, 29.7.2007 kl. 19:31

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rétt Elías þetta er nú meiri heiftin.  Ætli það geti verið vegna þess að þetta eru að hluta til útlendingar sem eru að mótmæla?  One wonders.

ÞU þú verður kallaður til ef til kemur, þetta er sko sykurhúðu barbílopapeysa extra small.  Hahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2007 kl. 19:47

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ætlaði einmitt að upplýsa að þú ættir enga alvöru lopapeysu, ekki síðan þú bráðnaðir niður í einni á Zeppelintónleikunum!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.7.2007 kl. 20:01

8 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Hins vegar er til fólk á launum fyrir að breiða út óhróður, róg og lygar. Í stað þess að kallast "atvinnulygarar" þá heitir það að vera "fjölmiðlafulltrúi".

Elías Halldór Ágústsson, 29.7.2007 kl. 20:10

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Magnús Geir mig fer að gruna að ég þekki þig frá því í denn.  Varsu með mér á Zeppelin tónleikunum eins og obbinn af ungu fólki á Íslandi árið 1970?

Elías það má alltaf finna falleg nöfn yfir hin "ýmsustu" aktivitet.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2007 kl. 20:26

10 Smámynd: Fúll Á Móti

það er kominn tími til að bjarga íslandi..   jesús hvað þetta er heimskulegt.. .   ég er ansi hræddur um það að í heiminum séu lönd sem þarfnast meiri bjargar en ísland..  veit ekki betur en að við höfum það bara fjandi gott...    ég þekki í það minsta ekki marga frá kongo sem geta bara straujað svarta kortið sitt eins og þeim hentar og keyrt svo burt á nýja hömmernum sýnum....

Fúll Á Móti, 29.7.2007 kl. 20:51

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég hef heyrt að íslenski lopinn bragðist sérstaklega vel með soðnum gulrófum og súrsuðu slátri.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 21:01

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna (hneyksliskall), lopapeysa er aldrei borðuð öðruvísi en með finnskum hrísgrjónum á þessum heimili (hristirhausinnkall)

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2007 kl. 21:09

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ójá, sannarlega var ég fulltrúi ungu kynslóðarinnar árið 1970 og það svo fallegur og æðislegur, að þú Jenný mín hefðir aldrei gifst þrisvar, bara einu sinni, hefðir þú séð mig þá! Grunur þinn er því ekki réttur og kannski sem betur fer, hefðir þá aldrei annars kynnst þessum fínu köllum þremur í það minnsta!

En svo ber þess líka að geta, að árið 1970 var ég 4 ára!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.7.2007 kl. 00:25

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahahaha Magnús Geir, þú ert megadúlla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2007 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband