Leita í fréttum mbl.is

ÉG VERÐ AÐ HEIMAN Í NÓTT..

1

..af því ég er orðin uppiskroppa með sparifé og ætla að gista með mínu fólki í IKEA-búðinni.  Þeir munu lesa fyrir mig sögu fyrir svefninn og í fyrramálið fáum við kjötbollur í morgunmat í boði hússins.

Þetta gerði IKEA-verslunin í Olsó í síðustu viku.  150 manns sváfu í versluninni.  M.a. ein brúðhjón sem voru orðin uppiskroppa með sparifé.  Það var þarna sem ég hætti að skilja.  Þýðir það að maður geti ekki verið heima hjá sér þegar búið er að tæma baukinn? 

Annars er þetta ekki neitt til að vera hissa á, þ.e að þeir hjá IKEA hafi látið sér detta þetta í hug.  Húsbandið hefur sagt við mig oftar en einu sinni, þegar honum finnst það taka eilífðartíma hjá mér að fara í IKEA, hvort ég vilji ekki bara taka tannburstan með mér, dvelja nokkra daga og hann muni svo ná í mig þegar ég er búin.

Veikmíöppbíforjúgógó!

 


mbl.is Ókeypis gisting í verslun IKEA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Soldið sniðugt svona rétt fyrir mánaðarmótin og ætli það sé þá hægt að taka alla fjölsk með? Svo þegar þeim degi líkur má þræða verslanir og fá að smakka allt sem fagkynning er að bjóða upp á smakk af.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 28.7.2007 kl. 12:34

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 Assgotans endemis vitleysa er þetta

Jóna Á. Gísladóttir, 28.7.2007 kl. 12:35

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eigum við að hafa bloggvinapartý í IKEA?? gætum sótt um að hafa sér nótt fyrir okkur 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.7.2007 kl. 12:39

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Verst að það sé ekki IKEA búð á Ak

Huld S. Ringsted, 28.7.2007 kl. 13:04

5 Smámynd: Rebbý

langar nú ekkert að gista í IKEA en flott er myndin hjá þér

Rebbý, 28.7.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband