Leita í fréttum mbl.is

SKUGGALEGT EF RÉTT REYNIST

Ég vissi að þeir sem reykja hass eiga á hættu að fá geðsjúkdóma en að þeir væru 40% líklegri en aðrir til þess finnst mér rosalega há tala.

Reyndar eru margir sem hafa talað um hassreykingar eins og einhvern barnaleik en það er síður en svo minna hættulegt en annað dóp.

Það er skelfileg tilhugsun að ungir krakkar skuli vera í svona mikilli hættu, reyki þau hass.


mbl.is Kannabisneysla eykur hættuna á geðsjúkdómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þetta er hræðilegt Jenný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.7.2007 kl. 17:19

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er bölvað eitur alt saman, hef alltaf sagt það.  Færslurnar hér að framan eru góðar, verð að viðurkenna að mér dauðbrá að komast að því að Ellý kúkar eins og aðrir, sá það í fyrirsögn hennar, ég hélt að það sæi einhver um svona subbulega hluti fyrir fína fólkið. Hér er ein sem sér um þetta fyrir mig, maður óhreinkar sig ekki á hverju sem er. 

Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2007 kl. 17:30

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2007 kl. 17:32

4 Smámynd: Þarfagreinir

Enn og aftur verður maður að passa sig bæði á því hver hin sanna merking talnanna er, og líka á því hvert orsakasamhengið er.

40% er hátt hlutfallslega, en hafa ber í huga að líkurnar á því að manneskja valin af handahófi fái alvarlegan geðsjúkdóm er um 1%. Hjá kannabisneytendum hækkar þetta sumsé upp í um 1,4%. Hljómar ekki alveg jafn skuggalega þannig.

Síðan er það orsakasamhengið. Ekki er hægt að útiloka að í alla vega sumum tilfellum sé fylgnin til komin vegna þess að fólk sem er veikara á geði er líklegra en annað til að reykja kannabis. Mig grunar samt persónulega að orsakasamhengi í hina áttina sé algengara; að kannabis sé í raun og veru líklegt til að valda eða ýta undir geðsjúkdóma - en þetta er erfitt að mæla eða sanna með fullkominni nákvæmni, því miður.

Þarfagreinir, 27.7.2007 kl. 17:38

5 identicon

Það þarf enga háskólamenntun til að sjá hvað þessi rannsókn er hlutdræg. Hvar er ekki sagt neitt um hversu miklu meiri líkur það er að þú leiðist í kannabisneyslu ef þú hefur ekki verið greindur með geðklofa eða hann ekki kominn fram.

Lesiði fréttina á ensku fyrst, þá sést bæði hvað visir og mbl eru glataðir í því að þýða, og líka hvað það er lítið að marka þessa rannsókn yfir höfuð. 

björn (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 17:46

6 Smámynd: Ester Júlía

1,4 % er mun skárra en 40 % ..Púff! Ég þekki þó nokkra sem hafa verið ansi  duglegir að reykja hass og þeir eru hálfgeðveikir.  Veit þó ekki hvort það er orsök eða afleiðing.

En ég man alltaf eftir viðtali sem ég sá í sænska sjónvarpinu fyrir mörgum árum, við hassreykingamann sem var búin að reykja hass í 20 ár, á hverjum einasta degi.  
Það var skelfilega óhugnarlegt að horfa á.  Hann var mjög eirðarlaus, og var endalaust að strjúka á sér fætur og hendur, gat ekki verið kyrr., var illskiljanlegur í máli . Held að það hafi verið mjög stutt í geðveikina hjá honum.  

Ester Júlía, 27.7.2007 kl. 18:06

7 identicon

Það mundi örugglega koma ykkur á óvart hversu margir eru með háskólamenntun, og/eða eiga fyrirtæki sem nota efnið vikulega, jafnvel daglega.. Málið er bara að þú heyrir ekki né tekur eftir þeim hópi, en önnur saga er um hina sem kynntust verri reynslu..

björn (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 18:18

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er ennþá mikið reykt í Christaniu

Edda Agnarsdóttir, 27.7.2007 kl. 18:22

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Látum bara 40% standa, þó það hljómi verr en 1,4%. Má líta á það sem forvörn.

Þröstur Unnar, 27.7.2007 kl. 18:28

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guð hvað þetta er sæt mynd.  Jóna, hvar er hún?  Hver er hún Muhahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2007 kl. 19:31

11 Smámynd: Sveitavargur

Þið vitið að það eitt að fæðast yfir vetrarmánuði eykur líkur á geðklofa um 10% yfir meðallagi?  Og að hafi foreldrarnir geðklofa í ættinni auki það líkurnar enn meira?

Bætið kaffidrykkju móður í dæmið og líkurnar eru komnar langt yfir þessi 40% sem hér um ræðir.

Sveitavargur, 29.7.2007 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband