Leita í fréttum mbl.is

GELGJUR

1

Oft hugsaði ég um það hérna í denn, þegar stelpurnar mínar voru á gelgjuskeiðinu, hvað það væri ofsalega freistandi að láta þær út úr bílnum og skilja þær eftir.... í smá stund, svo þær áttuðu sig.  Það var þó aldrei nema hugsunin ein og varla það og engin alvara fylgdi máli.  Ég hef stundum furðað mig á þolinmæðinni sem maður er gæddur, og sem ekki hefur látið á sér kræla við aðrar aðstæður, þegar börnin manns eru annars vegar.  Stundum rifust stelpurnar mínar heiftarlega í aftursætinu, bara svona til að láta tímann líða.  Það gat verið út af sælgæti, háralit, skóm eða litnum á himninum.  Atgangurinn var ógurlegur og sjaldan í samræmi við tilefnið.

Svo les maður þetta.  Strákur bara skilinn eftir í Frakklandi og foreldrarnir brumma áfram til Englands.

Það á að krefjast prófskírteinis á foreldra.

Ójá.


mbl.is Yfirgefinn af foreldrum í ókunnu landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Jenný ég  skil ekki í foreldrunum. að gera þetta.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.7.2007 kl. 18:02

2 identicon

Farðu að baka bananabrauðið handa mér

Var þá rangt af mér að senda strumpinn til Indlands til að vinna í skóverksmiðju?

Dúa (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 19:04

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er að fara að baka bananabrauð as we speak.  Kemurðu með Völuna eftir hádegi á morgun eða er hún enn að vinna á Indlandi? Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 19:34

4 Smámynd: Ár & síð

Dóttir vinkonu minnar var lengi kölluð ,,heimasætan" af foreldrunum. Svo komst hún á gelgjualdurinn og var í nokkur ár kölluð ,,heimasúran"

Ár & síð, 24.7.2007 kl. 19:51

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 19:53

6 Smámynd: Rebbý

Hef alltaf haldið því fram að fólk ætti að taka próf áður en þau fá að verða foreldrar, en því miður fyrir svo mörg skott þá er þess ekki krafist heldur virðast sumir geta fjölgað sér endalaust og komist upp með að láta börn sín afskiptalaus .... hef þó ekki séð annað eins og þetta sem betur fer persónulega.

Rebbý, 24.7.2007 kl. 22:05

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Almáttugur! Er með einn ungling í mótun og held mér fast vegna komandi ára . Held samt að þetta sé "extreme" tilfelli. Mig dauðlangar að vita hvað gekk á. Ætli við fáum að vita það?

Laufey Ólafsdóttir, 25.7.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband