Þriðjudagur, 24. júlí 2007
FRESTUNARÁRÁTTA UNDIRRITAÐRAR
Ég er haldin frestunaráráttu á háu stigi. Það vita þeir sem mig þekkja. Þetta náði þó hámarki sínu á meðan ég drakk, enda allsendis ófær á því stigi máls að gera nokkurn skapaðan hlut annan, þarna í lokin, nema sitja og horfa tómum augum á vegginn. Stofuveggurinn heima hjá mér ætti að komast í einhverja heimsmetabók, það er ekki séns að þeir veggir séu til sem hefur verið starað á jafn þrálátlega og þennan heima hjá mér (jú, líka meira en á minningarvegginn yfir fallna í Vietnam), svei mér þá.
Á hverjum degi, berst ég við frestunarbölið og nú orðið með ágætis árangri. Auðvitað fer þetta frá eyra til ökkla hvað mig áhrærir, þar sem núna get ég eiginlega ekki frestað neinu, þótt líf mitt liggi við, af því þá líður mér eins og ég hafi tapað. Tapað illa og ég fæ tilfinninguna frá fyllibyttutímanum inn í hug og hjarta og mér líður skelfilega.
Í morgun varð ég að fresta. Það var full ástæða til þess en ég barðist til síðasta blóðdropa (mínir blóðdropar eru fáir, það vita bloggvinir mínir sem lásu blóðleysisfærsluna). Hin margumtalaða magaspeglun var á dagskrá í morgun. Ég, hins vegar, var með uppköst í alla nótt sem voru ekki af þessum heimi. Hita og alles. Ég stóð ekki í lappir í morgun, en hafði það af að klæða mig á klukkutíma eða svo. Ég varð að fresta. Mér líður illa bara við að skrifa það.
Ég, komin í frestunarhaminn, er ekki búin að láta vita á speglunarfyrirkomulagið. Já ég veit, ekki gott en Róm var fjandinn sjálfur ekki byggð á einum degi. Nú er ég búin að básúna þessu á bloggið og verð að fara og hringja í speglunarfólkið, biðjast afsökunar og fá nýjan tíma. Það geri ég núna. Eitthvað gott kom þá út úr játningarfærslu dagsins.
Ætli maður geti framkallað allskonar veikindi bara til að sleppa við óþægindi? Það hefur stundum hvarflað að mér en ég kæri mig ekki um fyrirlestra um yfirfærslur takk fyrir.
Súmí.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Sona nú stelpa drífa sig bara í þetta þá er búið áður en þú veist af og gangi þér vel ljósið mitt.
Kristín Katla Árnadóttir, 24.7.2007 kl. 10:08
Stuðningskveðjur, elskan!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.7.2007 kl. 10:18
Byrjaðu nú á því að láta þér batna.
Maja Solla (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 10:29
þetta er ekki eins slæmt og maður heldur, ég fór í magaspeglun fyrir mörgum árum síðan og var búin að mikla þetta mikið fyrir mér, svo þegar allt var yfirstaðið þá var ég aðaltöffarinn - hva! bara písofkeik!!
Huld S. Ringsted, 24.7.2007 kl. 11:15
Já.......minn kall fór fyrir um ári og svaf allan tímann....! Sjálf hef ég alltaf hræðst það eins og pestina að þurfa einhvern tímann að fara í svona, mér finnst aðferðin eitthvað svo óhugguleg og vegna þess að ég er með króníska fóbíu að fá eitthvað ofan í háls og geta ekki andað........ en svo segir fólk að þetta sé alltílæ..........gangi þér ótrúlega vel með þetta, þetta fer án efa allt saman vel að lokum !
Sunna Dóra Möller, 24.7.2007 kl. 11:24
Ég held að maður mikli þetta fyrir sér, ég frestaði svona aðgerð fyrir áratug og hef enn ekki farið. Það gerir ekkert til, einkennin sem ég hafði fóru bara sjálf. Láttu þér batna sæta spæta
Ragnheiður , 24.7.2007 kl. 11:38
Ég hef bloggað um magaspeglanir áður og hef farið í nokkrar. Mitt dilemma hefur verið að taka deyfingu eða taka hana ekki. Vegna míns alkóhólisma að sjálfsögðu. Við eigum það sameiginlegt Sunna Dóra að þola ekki aðskotahluti í hálsinn, þess vegna verð ég að fá róandi. Gerði það upp við mig eftir mikið "om og men" að þessu sinni að láta mig hafa stöffið og treysta á gott hugarfar mitt í bataferlinu og svo auðvitað Vog ef illa færi. Að þessu ferli öllu loknu, kemst ég svo ekki í rannsóknina. Arg vandlifað.
Sunna Dóra: á eftir ætla ég að blogga aðeins um þig. Við erum andlega skyldar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 12:04
Ég hef sjálf tilhneigngu til að fresta því sem ég tel vera óþægilegt og oftast er maður að gera sér þetta erfiðara með því. Drífðu þig bara og hertu upp hugann stelpa! Gangi þér vel
Marta B Helgadóttir, 24.7.2007 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.