Leita í fréttum mbl.is

SPEGILLINN TALAR

Mér hefur verið ráðlagt að brosa í spegilinn á morgnanna, jafnvel bjóða mér góðan daginn og svoleiðis, þið skiljið.  Þetta geri ég yfirleitt á hverjum morgni, þ.e. brosi flóttalega til sjálfrar mín, svona frosnu brosi en er alveg í rusli vegna þess að ég er svo full af einhverjum kjánahrolli.

Í morgun vaknaði ég fyrir allar aldir.  Ég fór beint í morgunverkin, þvoði mér í framan og burstaði tennur og dreif mig svo í brosstandið með hálfum huga, eftir að hafa tvítjékkað á svalalæsingunni, útidyrahurðinni og fjórlæst baðherberginu.

Mér brá þegar ég horfði í spegilinn.  Það var ekki af undrun og aðdáun á sjálfri mér þótt ótrúlegt megi virðast.  Spegilmyndin horfði á mig úrillum augun og sagði:

SP: Ekki flott á okkur hárið nú frekar en endranær.  Eitthvað heyrt talað um hárgreiðslustofur?

Ég: HA?

SP: Þetta ástand er nú ekki til að brosa yfir, sérðu gráu hárin hérna fremst, t.d. hér (hönd á spegilmynd beinir frekjufingri að örfínum gráum geislum við topp).  Hvernig eigum vér að brosa þegar ástandið er svona?

Ég: (Enn í áfalli) Haaa?

SP: Vér nennum ekki þessum brosleik fyrr en eftirfarandi ábendingar hafa verið lagaðar:

a) hár klippt

b) hár litað og strípað

c) augabrúnir plokkaðar

d) Lýtaaðgerð framin á augnumgjörð

Þangað til verður beitt dagsektum.

Æmstillsjeiking!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Hahahahahahahaha.......you safe my day!!!   

Varðandi brosstandið framan í spegilmyndina á morgnanna , það hef ég eitthverntímann reynt og misheppnast hrikalega.   Maður er  ekki mjög girnilegur á morgnanna svo annað hvort fer ég að skellihlægja eða það hríslast um mig kjánahrollur og brosið verður ekki mjög líkt brosi , frekar eins og ristastór krumpa á andlitinu. 

Af tvennu illu er betra að brosa framan í spegilmynd sína ÞEGAR allt er komið á sinn stað, sturtan búin og blásturinn og andlitið komið á sinn stað.  Þá er eins og sjálfstraustið hækki um nokkur millibör.

Ester Júlía, 22.7.2007 kl. 10:11

2 identicon

Ég læt eins og ég sé að taka þátt í raunveruleikaþættinum The Swan og lími fyrir alla spegla. M.a.s límt yfir hnífapörin á þessu heimili ef mér dytti í hug að reyna að spegla mig í skeiðinni þegar ég borða.

Dúa (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 13:39

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þessi sama helv. kelling var líka í mínum spegli í morgun, ég sprayaði hárlakki framan í hana og ullaði svo, þá fór hún framm og ég líka.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 13:57

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Veit það Beta en lamaðist úr ótta.  Þannig að ég fer ekki í mál við einn eða neinn að þessu sinni. Hm..

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2987316

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.