Leita í fréttum mbl.is

FYRIR JÓNU ÁGÚSTU

1

..Gísladóttur, eðalbloggvinkonu mína (www.jonaa.blog.is) en mér finnst ég þurfa að útskýra hillusvipinn margfræga betur fyrir henni.

Húsbandið kýs frekar að fara með skrifaðan lista í matvörubúðir heldur en með undirritaðri.

Ástæða:  Hann heldur því fram að það komi óræður hillusvipur á frómu mig og að ég sé til alls líkleg.

Útskýring fyrir Jónu:  Bretinn þinn virðist líka telja það fjárhagslega hagstæðara að dingla um allt með miðanum fremur en þér. Alla vega, Jóna mín, þá vissirðu strax hvað hillusvipurinn þýddi.

Niðurstaða: Ég er kúl, Jóna er kúl.  Mér finnst gott að hafa húsbandið í innkaupunum en ég fer alltaf nokkrum sinnum í mánuði og lif mýtuna  "konur eru kaupóðar", ekki fer maður að eyðileggja svo útbreitt kjaftæði um konur, og svo finnst mér best að gera hlutina þannig að ég standi ærlega undir nafni.

Muhahahahahaha

Súmígæs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

LOL. Þakka þér fyrir Jenný mín. Viska mín hefur aukist til muna. Ég vona að það sé rétt hjá þér að Bretinn kjósi að ''dingla'' með miðanum af fjárhagslegum ástæðum en ekki einhverjum öðrum.

Auðvitað erum við kúl. Við erum ótrúlega kúl kvennsur. Hillusvipurinn er greinilega bara partur af kvenleikanum og útgeisluninni sem við erum haldnar á háu stigi. Ég lýsi því hér með yfir að kona án hillusvips er kona án alls kynþokka.

Jóna Á. Gísladóttir, 21.7.2007 kl. 21:42

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Í kasti, án hillusvips er engin kveleiki, ekkert sexappíl og ekki eftir neinu að bíða.  Híhí

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2007 kl. 21:44

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Shit, þetta er svipurinn sem er búinn að eyðileggja mitt líf. Sá hann á hverjum degi í 18 ár, en gerði mér enga grein fyrir hvað þetta fyrirbæri var. Takk Jenný, brennt barn...........og allt það sem á eftir kemur.

Þröstur Unnar, 21.7.2007 kl. 22:31

4 identicon

Kannast ekki við þennan svip. En man eftir því að hafa hoppað upp og niður í búð þegar ég sá rauða lopapeysu á 4.000 kall. Fattaði ekki strax að ég var að hoppa. Djísöös  Held samt að ég hafi ekki klappað saman lófunum

Dúa (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987302

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband