Leita í fréttum mbl.is

ÉR ER BÓKAORMUR...

1

..það viðurkenni ég fúslega en fjaðrafokið í kringum Harry Potter, en bækurnar um hann eru flottar, er aðeins of mikið fyrir minn smekk.  Nú hefur höfundurinn skrifað aðdáendum bókanna og beðið þá að þegja yfir sögulokunum til að skemma ekki fyrir þeim sem eiga eftir að lesa.  Þvílík markaðsetning. 

Frumburðurinn er trylltur Harry Potter aðdáandi.  Hún dró Jökulinn (elsta barnabarnið ) með sér á myndina sem "alibí" þ.e. hún móðirin fórnaði sér fyrir afkvæmið og fór með honum í bíó.  Og nú er bíður hún í ofvæni eftir bókinni enda löngu búin að skrifa sig fyrir henni.  Jökull er auðvitað hrifinn af HP en ekkert í líkingu við mömmuna og ég held að honum þyki nóg um æsinginn.

Róleg bara, það er ekki eins og þetta séu heimsbókmenntir eftir Astrid Lindgren, dhö!

Súmí.


mbl.is J. K. Rowling biður aðdáendur að þegja yfir sögulokum Deathly Hallows
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hún má nú eiga það hún J.K.Rowling að hún er snillingur að selja bókina, fyrst sagan um að hún hafi grátið þegar hún skrifaði síðasta kaflann og svo þetta. Liðið verður svo forvitið að bókin rokselst

Huld S. Ringsted, 18.7.2007 kl. 20:42

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Skil ekki þetta æði í kringum þennann lúða........... langar ekkert á myndina þrátt fyrir að strákurinn sé búin að grátbiðja mig!

Sendi hann með pabba sínum ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 18.7.2007 kl. 20:45

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Að sjálfsögðu sýnir maður áhuga á því sem börnunum þykir skemmtilegt.  Hvernig dettur þér annað í hug Arna mín.

Börnin hennar Evu eiga pabba, pabbarnir eru fínir í svona spennumyndaheimsóknir. Híhí

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2007 kl. 20:59

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var að lesa bloggin þín. Þú hefur verið dugleg meðan ég svaf. Tilskipun dagsins var hvíld og meiri hvíld. Og ég hlýði.  Er semsagt á leið í rúmið fljótlega, kíki á ykkur á morgun.  Miss mín plís. Þetta með hana Jennu Unu og tunugmálið hennar, það má ekki glatast, stúlkan er gullmoli af stærstu gerð.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2007 kl. 21:39

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Verð að viðurkenna að ég er forfallinn Harry Potter aðdáandi. Er þess vegna búin að forpanta bókina á amazon og bíð spennt eftir að fá hana í hendur. Má ekki til þess hugsa að nokkur segi mér sögulokin fyrirfram þannig í guðs bænum ekki blogga um örlög Harrys.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:50

6 Smámynd: halkatla

útí Danmörku var allt að verða vitlaust yfir þessari bók, ég skildi ekki alltaf hvað var verið að segja en það var mjög oft verið að taka viðtöl við fólk um þessa bók og myndina sem átti að stytta þeim stundir meðan bókarinnar væri beðið á dönsku.... 

halkatla, 19.7.2007 kl. 00:33

7 Smámynd: halkatla

ég er að sjálfsögðu líka Harry Potter aðdáandi

halkatla, 19.7.2007 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.