Leita í fréttum mbl.is

ÞAÐ LIGGUR Í LOFTINU!

 

Það liggur einhver rasismi í loftinu alls staðar í heiminum.  Nú er andúð á gyðingum að aukast í Evrópu.  Ætlar manneskjan aldrei að læra?  Hvað þarf að fórna mörgum mannslífum í heiminum áður en fólk fer að átta sig á því að þessi andúð á þeim sem eru öðruvísi kostar bara mannfórnir og aftur mannfórnir?  Ég er langt í frá sátt við Ísrael þegar kemur að málefnum Palestínu.  Það þýðir ekki að mér sé illa við gyðinga.  Mér finnast Bandaríkin með fáránlega utanríkispólitík en það þýðir ekki að mér sé illa við ameríkumenn.  Og svo má lengi telja.

Það þarf ekki að segja mikið neikvætt um útlendinga til að það komi fólk (oftast nafnlaust) skríðandi upp úr holum sínum og tjái hatur sitt og ótta við útlendinga.  Þetta skelfir mig. 

Mér hefur reynst heppilegast í lífinu, að meta fólk eftir framkomu þess en ekki hvaðan það kemur og hvar það er fætt.  Margir af mínum bestu vinum eru útlendingar.  Ég tel mig ríkari fyrir bragðið.  Eitt barnabarnanna minna er útlendingur (sænskur pabbi) og fyrir hennar hönd og annarra útlendinga er mér misboðið, þegar heiftin og hatrið gagnvart innflytjendum á Íslandi geisar hér eins og stórhríð á blogginu, svo ég taki nú bara nærtækt dæmi. 

Bara vegna þess að einhver gefur tóninn.

P.s. Ég ætlaði ekki að tjá mig meira um þetta málefni, fannst nóg komið en svo mundi ég eftir því að ég blogga af ákveðinni ástæðu, ég verð allavega að vera skoðunum mínum trú.  Og hananú!


mbl.is Andúð gagnvart gyðingum að aukast í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

já hananú...!

Ragnheiður , 17.7.2007 kl. 22:42

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Vel sagt Jenný.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.7.2007 kl. 22:51

3 identicon

Það þarf ekki að túlka þetta sem gyðingahatur.  Hægt er að líta á gyðinga sem kynþátt eða menningarsamfélag.  Fólki mislíkar hvernig eitt menningarsamfélag kemur fram við annað (óháð litarhafti).  Fólki er farið að þykja nóg um meðferð gyðinga á palestínumönnum og þá sér í lagi þá staðreynd að Ísraelsmenn (gyðingar) smala palestínumönnum í ghetto sem eru ekki ósvipuð þeim sem nasistar smöluðu gyðingum í fyrir ríflega hálfri öld.  Já, sumir eru fljótir að gleyma.  Svo eru allir voða hissa á því að fólki þyki nóg um.

jóhann sigurðsson (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987325

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband