Leita í fréttum mbl.is

Í DAG...

... hef ég gert þetta markverðast..

1.  Skellt hurð svo fast að hún datt nærri því af hjörunum og ég upplifði svakalegt kikk yfir því hversu dúndrandi vel hún skelltist.

2. Bakað bananabrauð (sko eftir hurðarskellinn)

3. Grenjað úr sjálfsvorkun (sko eftir hurðarskellinn)

4. Brosað í gegnum tárin (sko ditto)

9. Lesið blogg eins og brjálæðingur (ditto)

10. Farið í göngutúr (dit..)

11.  Gert helling fyrir hurðarskell en ekkert af því skiptir máli núna enda var það ekki allt fagurt.

Ég,  með geislabaug í englabúningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem ekki er hægt að skella hurðum á mínu heimili svo góður hávaði hljótist af, þá hefur gemsinn minn ansi oft fengið að fljúga í veggi og gólf...
En hann er enn á lífi. Vonandi gerði þessi fíni skellur og atriði nr. 3 eitthvað fyrir þig.

Maja Solla (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 20:39

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hurðaskellir er minn maður, nú er þrasaskelfir minn maður en ég sjálf er sáttasækir og love U all

Ásdís Sigurðardóttir, 16.7.2007 kl. 20:48

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

.....aha! En af hverju skelltirðu hurðinni?

Hrönn Sigurðardóttir, 16.7.2007 kl. 21:05

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hurðirnar á mínu heimili sjá sjálfar um að skellast - held að það sé draugur í húsinu.

Edda Agnarsdóttir, 16.7.2007 kl. 21:07

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönnsla mín myndi ljóstra ástæðunni fyrir hurðaskellinum upp hér á blogginu ef þetta væri ekki einkamál í héraði og hefði nákvæmlega ekkert með bloggheima að gera

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 21:24

6 Smámynd: Rebbý

Stundum bara verður maður að fá útrás - skelli ekki hurðum sjálf, en hef átt það til að fella tár eða tvö í sjálfsvorkunn

Rebbý, 16.7.2007 kl. 21:25

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

.....aha! Svo þú átt þér einkalíf?

Vonandi er allt orðið gott núna

Hrönn Sigurðardóttir, 16.7.2007 kl. 21:30

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er glöð með nr. 4

Jóna Á. Gísladóttir, 16.7.2007 kl. 21:54

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Viltu vera amma mín?

Þröstur Unnar, 16.7.2007 kl. 22:06

10 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þú hlýtur að vera ung. Maður hættir að nenna að skella hurðum með aldrinum

Þórdís Bára Hannesdóttir, 16.7.2007 kl. 22:40

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aldrei of illa farið með góða hurð ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.7.2007 kl. 22:53

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Þórdís ég er ung og mun alltaf verða ung ef hurðarskellir eru mælikvarðar á aldur.

Nei Þröstur leitaðu annað, það er fullt af ömmum hérna á blogginu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 23:02

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skellti amma hans Þrastar alltaf hurðum?

Hrönn Sigurðardóttir, 16.7.2007 kl. 23:08

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég get ekki svarað fyrir Þröst en hann vantar ömmu.  Ert þú game Hrönnsla?

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 23:15

15 Smámynd: Ibba Sig.

Gvöð, en spennandi, ég skellti nefnilega líka hurð í dag og hún fór af hjörunum. Það var hurðin í herbergi unglingsins í kjallaranum, ég var að æsa mig yfir draslinu og hurðin skelltist á nefnt drasl sem lá í hrúgu á gólfinu og átakið á hana varð svo skakkt að hún fór af hjörinni, annarri. 

Sá bílinn þinn áðan, (sjá bloggið mitt).  

Ibba Sig., 16.7.2007 kl. 23:20

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hva ég er svoooooooo róleg og skelli aldrei hurðum

Annars er ég með smámagakrampa eftir þennan lestur og svörin

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2007 kl. 23:31

17 Smámynd: Þröstur Unnar

Mig vantar ekki bara eihverja ömmu, ég vil JENNÝ sem ömmu.

Þröstur Unnar, 16.7.2007 kl. 23:54

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Híhí

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband