Leita í fréttum mbl.is

STUNDUM SKAMMAST ÉG MÍN FYRIR ÞJÓÐERNI MITT

1

Alþjóðlegar sumarbúðir standa nú yfir í Hjallaskóla í Kópavogi. Þar dvelja börn frá 12 mismunandi löndum, frá ólíkum menningarheimum og ólíkum aðstæðum.  Í sumarbúðunum er unnið að því að auka víðsýni og umburðarlyndi krakkanna.

Flott framtak.  Ég hef hins vegar engar áhyggjur af börnum þegar kemur að umburðarlyndi.  Börn eru yfirleitt gædd þeim eiginleika í ríkum mæli.  Ég hef hins vegar miklar áhyggjur af fullorðnu fólki hvað þetta varðar og þá alveg sérstaklega skort á umburðarlyndi gagnvart fólki frá öðrum löndum, sem kemur hingað t.d. til að vinna og vekur oft vægast sagt neikvæðar kenndir í hinum eðalborna Íslending.

Í gærkvöldi var ég að vafra um netið og rakst á pistil hér á Moggabloggi sem gerði það að verkum að mér brá í brún.  Þar er kona að tjá sig um útlendinga, hún er ekki útlendingahatari, vill hún meina,  en vill að þeir lykti betur, séu ekki svona eða hinsegin og þá sé hún til í að leyfa þeim að vera (lesið sjálf (www.iwanna.blog.is) .  Enn verri eru svo athugasemdirnar sem hún vær við færslunni. Þar sér maður að kynþáttahatur er ansi útbreitt fenomen á Íslandi.  Ó við Íslendingar erum svo vel að okkur, svo menntuð, svo umburðarlynd, svo fordómalaus, ó já bara að við þurfum ekki að hafa fyrir því að praktisera allan þennan þroska í daglegu lífi okkar.

Ég sting upp á svona sumarbúðum fyrir fullorðna.  Það væri flott að byrja á þeim sem eru að ala upp börn svo þeir skvetti ekki sjúklegum og mannfyrirlitlegum skoðunum sínum yfir á saklausa afkomendur sína.

Ég í fjósgallanum með skófluna tilbúin að byrja að moka.

 


mbl.is Víðsýni og umburðarlyndi aukið í sumarbúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Flott framtak ... vil að vísu benda á að Hilda systir hefur rekið svona fjölmenningarlegar sumarbúðir í níu ár (Ævintýraland) og gengið vel að koma umburðarlyndi og víðsýni inn í börnin. Börn eru svo opin og víðsýn.  Það er ekki fyrr en við fullorðna fólkið fer að hafa áhrif sem hlutirnir versna.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.7.2007 kl. 10:27

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ok ég er game!

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 10:27

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nákvæmlega Gurrí og ég dáist óendanlega að fólki eins og systur þinni sem vinnur með unga fólkið og leggur sitt lóð á vogarskálarnar til að draga fram það besta í þessum dúllum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 10:28

4 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Takk fyrir visbendinguna,og nú er ég búinn að lesa hugsanir þessara konu.Hmmm mig grunar að hun séi með óþol fyrir útlendingum.En örugglega fer hún til fátækra landa í sumarfri á bestu hótelum og vill ekki sjá neitt annað.Mig grunar að margir hugsi eins og þessi Litla og nærsína kona,sorglegt.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 16.7.2007 kl. 10:33

5 identicon

Maður á ekki að sýna óumburðarlyndu fólki umburðarlyndi.

Herra Umburður (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 11:03

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

ladídadída

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 11:06

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góð færsla - er ekki búin að lesa ivönu og veit ekki hvort mig langar að lesa eitthvað eftir heimóttarlegt fólk!

Edda Agnarsdóttir, 16.7.2007 kl. 11:19

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Herra Umburður vert þú bara í að sýna þeim óumburðarlyndu, umburðarlyndi, ég verð í hinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 11:20

9 identicon

Ég las þetta einmitt núna í morgun og ég er alveg sammála þér, Jenný, bloggið var sjokkerandi en athugasemdirnar (flestar) sem á eftir fylgdu voru enn verri.  Þetta er trúlega einmitt fólkið sem leggur ofuráherslu á það að Íslendingar í útlöndum haldi örugglega málinu sínu við og hneykslast á því að ekki sé verið að leggja rækt við íslenskar hefðir í útlöndum.

Díta (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 11:20

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það ætt eiginlega að standa ÍVÖNU

Edda Agnarsdóttir, 16.7.2007 kl. 11:20

11 Smámynd: Garún

Þegar ég var lítil, þá hlakkaði ég til að verða fullorðin.  Mér fannst eins og fullorðnir vissu meira, gætu meira og væru svona Jesús góðir.  Það er stutt frá þvi að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með aðra fullorðna og sjálfan mig eftir að þeim áfanga var náð.   

Garún, 16.7.2007 kl. 12:01

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála ykkur öllum (er svo heppin að útlendingahatararnir lesa greinilega ekki síðuna mína).  Garún rétt hjá þér, upplifði sömu vonbrigði.  Manngæska og andlegur þroski fullorðinna er alveg rosalega ofmetin á köflum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 12:15

13 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég hef tekið eftir því að flestar færslur sem byrja á "Ég er ekki með kynþáttafordóma EN" eru yfirleitt uppfullir af fordómum. 

Kristján Kristjánsson, 16.7.2007 kl. 12:27

14 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Rétt Kristján. Eða: Ég er ekki feminísti, en mér finnst svo sjálfsagt að jafnrétti kynjana sé virt, það þarf ekki einu sinni að tala um það!

Edda Agnarsdóttir, 16.7.2007 kl. 12:33

15 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Var að lesa iwanna bloggið. Allir hafa nú sínar skoðanir á hlutunum og misvitlausar eru þær. Manngæskan er því miður eitthvað sem sumir halda að sé spari og eigi bara að notast á jólunum.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 16.7.2007 kl. 12:34

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ ég trúi þér án þess að lesa.  Það er stútfullt af fordómum á okkar litla landi, og líka fordómar gagnvart fólki sem reynir að benda á að allt sé nú ekki í lagi með innfluttning á erlendu fólki.  Þeir eru kallaðir öllum illum nöfnum af fólki sem finnsta það sjálft vera rosalega umburðarlynt Þar er víða pottur brotinn.  En við þurfum að reyna að fara að skilja að það skiptir ekki máli hvaða litur er á skinni, við erum öll manneskjur með sömu innbyggðu eiginleikana, bara mis mikið þroskuð, en það fer ekki eftir þjóðerni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2007 kl. 12:47

17 identicon

Ég var að lesa færsluna og það er ótrúlegt hvað sumt fólk getur verið þröngsýnt. Mér finnst líka alltaf hálf kaldhæðnislegt þegar að fólk er að bera saman eigin reynslu af búsetu í Danmörku eða Svíðjóð við það að vera Rússi, Pólverji eða Tælendingur búsettur á íslandi (Sjá athugasemd Karen). 

Tinna Hrund (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 12:59

18 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég missti alveg af þessu. Sá tilvísunina hér og ætlaði að lesa en þá var búið að taka bloggið út.

Ég verð reyndar að segja að eitt er rétt í því sem mér skilst að hafi verið sagt þarna: Sumt fólk hefur engan áhuga á að læra tungumál og venjur landsins sem það hefur flutt til. Og til þess að taka ekki dæmi af greyið útlendingum á Íslandi skal ég taka dæmi sem gengur í hina áttina. Fjöldi Íslendinga sem flutti til Kanada á sínum tíma hafði engan áhuga á að  læra ensku og latti börnin til þess að læra málið. Ein kona sagði mér að pabbi hennar hefði verið á sjó á Winnipeg vatni og lærði þar ýmsar gamanvísur af mönnunum sem hann umgekkst. Þegar hann kom heim söng hann stundum þessar vísur fyrir börnin sín. Þá sagði konan hans jafnan: "Ef það eina sem þú gerir á vatninu er að læra ensku þá er eins gott að þú sért bara heima." Hún var algjörlega á móti því að hann lærði ensku og sjálf gerði hún það aldrei. Þannig hugsuðu margir en sem betur fer voru þeir í minni hluta. Ég hef heyrt fjölda slíka dæma og þessar sögur eru ekki kjaftasögur. Í flestum tilfellum heyrði ég þetta frá börnum eða barnabörnum innflytjendanna. Því má búast við að einhverjir útlendingar sem koma til Íslands séu sama sinnis, en ég myndi samt búast við því að þeir séu í miklum minni hluta. Flelstir sem flytjast til annarra landa sjá hag sinn í því að læra sem mest um menninguna og að læra tungumálið. 

Ég veit líka að Íslendingar geta almennt verið algjörir rasistar. Vinkona mín sem er sænsk og bjó á Íslandi í nokkur ár sagði mér stundum frá því hvernig komið var fram við hana t.d. í búðum. og hún var sænsk! Hvít, ljóshærð skandinavíustelpu. Ef henni voru sýndir fordómar þá get ég ýmindað mér hvað sagt er við fólk með dekkri húð.

Sjálf skrifaði ég reyndar færslu í gær um það hversu mikið hefur verið um morð innan ákveðins samfélagshóps hér í Vancouver. Síðastliðna níu eða tíu mánuði hafa öll morð sem framin hafa verið innan heimilisins (hér á svæðinu) verið framin af mönnum sem tilheyra Sihk trúarhópnum (og fórnarlömbin hafa verið eiginkonur þeirrra). Það er erfitt að berjast við fordóma þegar maður heyrir slíkt.  Og ég myndi hugsa mig tvisvar um áður en ég giftist Sihk manni. Ég spyr sjálfa mig að því hvort það eru fordómar eða hvort þetta séu eðlileg viðbrögð við því sem er að gerast í kringum mann. Það er orðið þannig að þegar maður heyrir af konu sem finnst látin þá er það fyrsta sem kemur í hug: er maðurinn hennar Sihk? Er hann sekur? Og síðan í október hefur svarið við hvoru tveggja verið: já.

Ég er ekki að verja þessa konu sem skrifaði upphaflegu greinina enda sá ég aldrei þá grein og ég treysti því sem Jenný og aðrir hér segja um hana. Þetta fékk mig bara til að hugsa enn meira um þessa hluti. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.7.2007 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband