Leita í fréttum mbl.is

ÞRÍR FENGU AÐ KENNA Á MÉR

1

..í kvöld af því ég er í vondu skapi.  Ég reifst við þrjá aðila einu sinni (sko í sitthvoru lagi) eða reifst ég við einn aðila þrisvar sinnum?  Úff ég er ekki viss um að ég muni það.  Hehe, ég er sem sagt búin að vera frekar pirruð í kvöld og hvað gerir maður þá?  Jú rífst við húsbandið, í símann ef ekki vill betur.  Hann í sínum síma frammi í eldhúsi, ég í mínum inni í stofu.  Um að gera að nota tæknina til samskipta.

Meiri fíflagangurinn í mér.  Ég tuðaði töluvert (reifst ekki beint) þrisvar sinnum á einum klukkutíma.  Af hverju var þetta svona en ekki hinsegin?  Af hverju var soandso alltaf að bögga mig og af hverju eru hlutirnir í eina átt en ekki hina?  Engin svör fengust, ég gafst upp og fór í bað.

Stundum er maður illa stemmdur og eyðir mikilvægri orku í að láta einskis verða hluti fara í taugarnar á sér.  Dálítið vont fyrir mig sem er annars svo fullkomin.  Arg.. Það sem ég er að reyna að segja að mér hættir til að gleyma því hvað mér finnst lífið skemmtilegt og missa mig í vol og víl.  Ég lofa sjálfri mér, hér með, hátíðlega að vera eins og Jenny Una Erriksdóttirrr, "alltaf glöð", "alltaf góð" og "alltaf að skiptast á".  Það er einfaldasta og besta lífsreglan sem ég hef fengið súmmeraða upp með skeið fram að þessu.  Jenny Una sýnir mér á hverjum degi að það virkar.

Lofjúgæs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ekki slæm speki það

Hrönn Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 23:30

2 identicon

það virkar- knús mín kæra

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 23:35

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Krúttleg hún Jenný Una - og þú ert eins ef þú hermir eftir henni.

Edda Agnarsdóttir, 11.7.2007 kl. 23:35

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 11.7.2007 kl. 23:39

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð bara sætastar og bestastar og Jóna þú leggur á þig fyrir mig.  Ég veit hvað það tekur langan tíma að setja alla þessa karla inn.  Sem atvinnuritari til margra ára set ég inn tilfinningakarla úr bókstöfum (það er líka svo brjálæðislega fyndið) af því ég er fljótari að því.

Loveuall (hjarta, hjartakarl, hjarta, hjarta, hjarta)

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.7.2007 kl. 23:44

6 Smámynd: Ragnheiður

Æj elskan mín, svona dagar svona dagar....speki þeirra litlu er frábær og svo rétt og sönn...

svo segi ég eins og jóna

Ragnheiður , 11.7.2007 kl. 23:48

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Vertu bara kát ertu svona  með svona stórt eins og ég eða hvað ??

Kristín Katla Árnadóttir, 11.7.2007 kl. 23:52

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heppin ertu að hafa Jenný Unu sem roll model.  Verðurðu ekki glöð á morgun.??

Ásdís Sigurðardóttir, 12.7.2007 kl. 00:13

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Bíddu! Hver segir að þetta séu kallar sem Jóna sendi þér? Mér sýnist þetta vera við, bloggvinkonur þínar.

Edda Agnarsdóttir, 12.7.2007 kl. 00:17

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Okok Edda mín þetta eru tilfinningatákn í kvenkyni.  Hehe

Ég er nú þegar glöð eins og geðgott ungbarn Ásdís mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.7.2007 kl. 00:20

11 Smámynd: Ester Júlía

Ég get tuðað heilmikið ... verið ósanngjörn og sjálhverf..en alltaf er það aumingja kallinn minn sem fær að kenna á því.  

Ég er ekki að segja að ég ætti að dreifa leiðindunum yfir á annað fólk..síður en svo, en þeim er maður verstur sem maður ann mest.. held að það eigi vel við hjá mér.  ( Allir aðrir halda að ég sé alltaf glöð og skipti ekki skapi) 

Og svo fæ ég samviskubit dauðans og geri ALLT til að  bæta fyrir hrokann og leiðindin.  

Æ stundum er erfitt að vera bara  mannlegur... 

Ester Júlía, 12.7.2007 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2987258

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband