Leita í fréttum mbl.is

ÞETTA SÍMTAL...

1

..átti sér stað áðan á milli mín og konu sem rukkar inn fyrir ákveðið tímarit hér í landi.

Sælar, ég er að hringja frá tímaritinu soandso og greiðslan hefur ekki borist,

Ég: Hvað ertu að segja, ég millifærði þetta s.l. mánudag.  Er það ekki komið inn???

Nei annars væri ég ekki að hringja kona og hef reyndar betri hluti að vasast í en að elta uppi skuldseigar kerlingar eins og þig.

Ég (sko stórlega misboðið og aldrei þessu vant í fullum rétti) Heyrðu góða viltu ekki fara aðeins betur fyrir bókhaldið.  Ég er búin að greiða.

Terroristinn: Hehe gáði að þessu fyrir helgi og svona greiðslur eru ekki sendar GANGANDI úr bankanum (hún var að kafna úr hlátri á eigin fyndni), borgaðu bara og það í kvöld.  Þú hlýtur að vera með heimabanka eins og allur hinn vestræni heimur.

Ég (að tryllast úr reiði) ég er með kvittunina inn á gemsanum mínum af því ég greiddi í heimabankanum fröken Ókurteis, gef mér símann og ég sms-a hana.  Og svo segi ég upp þessu hundleiðinlega tímariti.

Terroristinn þegir þunnu hljóði og safnar kröftum (hélt ég sko). Ræskíræskí, hm fyrirgebbðu góða ég hélt ég væri að tala við aðra konu.

Ég: Muhahahahahaha (í hljóði) þú ættir að fara á lipurðarnámskeið, sko í mannlegum samskiptum og ég segi hér með upp þessum tímaritsfjára.

Terroristinn lágt er ákveðið: Þú þarft að gera það skriflega.

Ég Öskra upp á 10 á Ricther: Afskráðu mig.

Terroristinn: Okokok sorrý, ég geriða ég hélt samt að þú værir önnur en þú ert.

Guð hvað mig langar til að vita hver þessi Önnur er.  Sú hlýtur að lifa spennandi lífi.

Úje einhvernveginn svona fór þetta fram.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þér getur ekki verið alvara!!! Trúi þér samt alveg. Hún hljómar eins og konan sem reyndi að selja mér plötu til styrktar flogaveikum einu sinni. Þetta var á miklum fátæktartímum, svona Oliver Twist-tímabil, og ég sagðist því miður ekki sjá mér fært að styðja samtökin að þessu sinni. Hún varð mjög fúl og skellti á mig. Ákvað, þar sem ég er svo þroskuð, að gefa þessi samtök ekki upp á bátinn, nema þessi sami dóni hringdi aftur. 

Það væri virkilega gaman að vita hver þessi ÖNNUR er!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.7.2007 kl. 22:16

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Var hún frá Kvennablaðinu Vikunni?

Þröstur Unnar, 9.7.2007 kl. 22:19

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Örgla öflug kona á einhverju Oliver Twist tímabili. Annars er audda fært í stílinn eins og okkara bloggara er háttur, en konan var ekki "trevlig" eins og svíinn myndi segja. Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2007 kl. 22:20

4 Smámynd: krossgata

 Fékkstu nafnið á þeirri ókurteisu?  Það væri nú réttast að láta yfirmenn vita af hverju þú sagðir upp áskriftinni.

krossgata, 9.7.2007 kl. 22:21

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér finnst nú algjör óþarfi að rjúka með það á netið þó ég hringi í þig!

híhíhíhíhíhíh

Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 22:22

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi ég er hætt að nenna að standa í sollis Krossgata mín, er orðin svo umburðarlynd eitthvað með árunum.  Eða þannig. 

Nei ÞÖ þetta var ekki tímaritið Gurrí, hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2007 kl. 22:23

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég meina ÞU

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2007 kl. 22:23

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ætlaði ekki að nefna þig Hrönnsla í nýju aukavinnunni, veit sem er að þú ert búin að vera svo grumpý eftir að Hús hætti að koma. Muhahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2007 kl. 22:24

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

UPPS ég lenti í svipaði máli það var sambandi við skógræktarblaðið ég var löngu búinn að segja því upp en samt fékk ég blaðið ég borgaði greiðsluna upp og ég vona að mér verði ekki sent blaðið aftur.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.7.2007 kl. 22:25

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ahh þar kom skýringin. Ég var ekki búin að átta mig. Ég er í fráhvarfi!!!!

Getum við fengið Dr. Hús igen?

Það sem ég sakna hans. Hugsaðu þér bara hvað þú ættir miklu kyrrlátari kvöld við sæinn ef ég væri að horfa á Dr. House....... Að ég tali nú ekki um hvursu miklu notalegri ég væri í nýju aukavinnunni

hahahahahahahahaha

Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 22:27

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2007 kl. 22:32

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aumingja rukkaradóninn að lenda á þér. Veit bara eina verri til að lenda á með svona og það er ég.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 23:09

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gemmér símann hjá kjéddlingunni

Jóna Á. Gísladóttir, 10.7.2007 kl. 00:10

14 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Milljón dollara frásögn - lifi réttlát hefnigirni!

Jón Agnar Ólason, 10.7.2007 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband