Leita í fréttum mbl.is

FORVITIN BLÁ

 

Ég datt inn á síðu hjá bloggara sem kallar sig "forvitnu blaðakonuna" og varð alveg kjaftstopp.  Konan var að blogga um brúðkaupsveislu sem hún fór í, í gær og það er auðvitað ekki í frásögur færandi.  Hún telur líka upp skemmtiatriði og í lok færslunnar stendur eftirfarandi:

"En mest á óvart kom ellefu ára stúlka frá xxx sem lék sónötu eftir Chopin á píanó og annað verk sem ég ekki þekkti sem krafðist mikillar tækni og fingraæfinga. Það var ótrúlegt að sjá og heyra til þessara ungu stúlku sem hefur þegar unnið til verðlauna erlendis.

En það sem mér fannst enn merkilegra við hana er að hún er dóttir eins dansara á súlustað Geira, Goldfinger. Já, einnar þeirra kvenna sem Geiri hefur verið ásakaður um að selja og beita ofbeldi með því að loka inni. Móðirin sú var einnig í veislunni, bráðmyndarleg en hún dansar til að fjármagna tónlistarnám dótturinnar. Þær búa báðar hér eins og hverjar aðrar mæðgur, mamman fer í vinnu nokkur kvöld í viku og dóttirin stundar nám.

Ekki var á þessum mæðgum að sjá að þær væru mansalsfórnarlömb. Einkar viðkunnalegar og dóttirin litla hafði yfir sér yfirbragð sem ég man ekki til að hafa séð meðal íslenskra jafnaldra hennar. Eitthvað sem ekki er hægt að skilgreina en það voru fjaðurmagnaðar hreyfingar og reisn sem einkennir aðeins snillinga enda efast ég ekki um að það eigi eftir að heyrast frá þessum unga píanósnillingi í framtíðinni. Hún var hreint ótrúleg og brúðkaupsgestir urðu gjörsamlega hvumsa þegar hún hóf að leika á píanóið. Fingur hennar renndu yfir hljómborðið eins og þeir kæmu ekki við það og hendurnar gegnu í kross á meðan. Þeir sem til þekkja vita að sónötur Chopin eru sumar erfiðar og ekki fyrir aukvisa að leika.

Það hvarflaði að mér að femínistar þessa lands sem heyrist hvað hæst í þegar forsjárhyggja þeirra brýst fram ættu að hitta móðurina og fá á hreint hjá henni hvernig henni líður hér með dóttur sinni sem hún leggur allt í sölurnar fyrir en víst er að hún gæti ekki einbeitt sér að því að styðja dóttur sína í tónlistarnáminu nema fyrir það sakir að hún dansar súludans á Íslandi."

Þetta er auðvitað bara sorglegt að kona skuli réttlæta starfsemi Goldfinger með þessum hætti.

Núna vitum við að við getum útilokað að um mansalsfórnarlamb sé að ræða ef viðkomandi er einkar viðkunnanlegur!

Við vitum líka að Geiri á Goldfinger er mikill mannvinur og væri ekki fyrir tilvist þessa klúbbs væru sumir algjörlega úrræðalausir hvað varðar tómstundir og aukanám barna sinna!

Svo sorglegt og lítið spennandi að dreifa þessu en mér finnst að fólk verði að sjá þetta með eigin augum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Já, það er merkilegt hvaða sýn hún hefur á málið þessi blaðakona. Það er t.d. eins og hún tengi reisn ungu stúlkunnar eitthvað við atvinnu móðurinnar. Skil þetta ekki alveg. En það er bara ég.

Jóna Á. Gísladóttir, 8.7.2007 kl. 16:51

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei það er líka ég.  Mér líður hreinlega illa eftir að hafa lesið þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2007 kl. 16:54

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er mjög hissa á orðum konunnar. Ég segi eins og þú manni líður illa að lesa þetta.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.7.2007 kl. 17:30

4 Smámynd: krossgata

"fjaðurmagnaðar hreyfingar og reisn sem einkennir aðeins snillinga " Hvaða fordómar eru þetta.  Nú er ég óumdeilanlega snillingur en fjaðurmagnaðar hreyfingar hafa aldrei háð mér, frekar flumbrugangur, sem aftur einkennir alla snillinga.   

En ég verð að taka undir það að þetta var frekar sorglegt að lesa.  Ég sé reyndar ekki að það kemur aukanámi barnanna við hvaða atvinnu maður stundar.

krossgata, 8.7.2007 kl. 17:41

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Get nú ekki orða bundist. Átti að vera boðskapur í máli konunnar??? OMG

Kveðja frá einni sem sér kvittin þín hjá Ásdísi 

Guðrún Þorleifs, 8.7.2007 kl. 17:46

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er ekki ætlunun að vera leiðinlegur á þessum fallega Sunnudegi en ég hef heyrt að Geiri sé mjög fínn náungi. Án þess að ég sé að réttlæta Goldfinger eða slíka starfsemi á nokkurn hátt sem ég þekki auk þess ekkert, tel ég að það skipti miklu í öllum samskiptum og viðskiptum, hverjir stunda þau. Ef Geiri á Goldfinger kemur vel fram við dansarana gætu konur sem dansa hjá honum ekki upplifað niðurlægingu, það er ekki útilokað. Hins vegar er ljóst að mjög margir sem "flytja" konur á milli landa eru siðblindir sem fara alltaf illa með annað fólk, hvaða atvinnugrein sem þeir stunda, hvort sem hún er lögleg eða ólögleg, "niðurlægjandi starf" eða "kærleiksstarf". Það vita þeir sem hafa lent í klónuð á þeim.

Benedikt Halldórsson, 8.7.2007 kl. 17:58

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér fannst á lestrinum að blessað hæfileikabarnið hefði borið af öllum íslenskum jafnöldrum sínum í reisn, enda ábyggilega mikið stolt að eiga móðir sem dansar á súlu.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.7.2007 kl. 18:49

8 identicon

Við hverju bjóstu? Blaðakonan er systir Geira held ég

Dúa (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 19:30

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var að frétta að hún væri systir Geira, en ég sé ekki að færslan verði eitthvað skárri við það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2007 kl. 19:34

10 identicon

 Viltu taka þetta andskotans helvítis netfangsstaðfestingu af athugasemdkerfinu þínu!

Nei en færslan er skiljanlegri í því ljósi að hún er systir hans. Ekki bara einhver Jóna út í bæ að reyna að upphefja hann. Nei ekki þú Jóna!

Ég er húkkt á Tjarnarmómentinu Jenný og þarf áfallamótþróaröskunarstreituhjálp. Endur fyrir löngu....

Dúa (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 19:38

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Híhí hvernig geri ég það fíbblið þitt?

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2007 kl. 20:02

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna (kast)úti í bæ.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2007 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.