Leita í fréttum mbl.is

IKEAHEIMSÓKN JENNYJAR UNU

1

Jenny Una Errriksdóttirrr fór í IKEA í gær með mömmu sinni.  Hún vildi gefa ömmu og Einarrri gjöf og valdi eftirfarandi:

Grænt flísteppien Jenny hugsaði sér gott til glóðarinnar og sá fyrir sér huggulegheit fyrir framan sjónvarpið í vetur.  (Við eigum eitt rautt sko, barn verður að hafa til skiptanna)

Þvottapokasem mamman vildi kaupa handa ömmunni og Einarrri, Jenny samþykkti því hankarnir voru í öllum regnbogans litum.

Gul, rauð, blá og græn glös en Jennyju fannst einmitt að það vantaði litadýrð í glasabúskapinn hjá ömmunni og Einarrrri.

Ilmkerti þarna kom mammann inn í málið og Jenny var sátt við valið.

Myndarammi því það eru bara 538 myndir af barni á kærleiksheimilinu.  Jenny sá ástæðu til að bæta úr skortinum.

Lítil telpa kom svo með pakkann sem var stærri en hún sjálf, til ömmunnar og Einarrrs og sagði; "sjáiði Jenny kaupa fínt". 

Og svo hjálpaði hún til við að taka upp alla fallegu hlutina sem hún og mamman höfðu keypt, fékk egg að borða og svo sat hún undir fína græna teppinu og horfði á Maditt og var algjörlega sæl og glöð.

Ég er enn í krúttukasti.

P.s.  Jenny vildi að sjálfsögðu fá dinner í versluninni og valdi sér kjötbollur (barn sænskt og trygg föðurlandinu).  Borðaði eina, leit á mömmu sína og sagði: "Jenny alveg svöng".  Ég er í krúttkremju. OMG

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jenny Una er náttl. algjörg gullmoli. Sé fyrir mér svipinn á skottinu þegar hún kom stolt með risa pakka til ömmu. Helgarknús til ykkar

Ásdís Sigurðardóttir, 7.7.2007 kl. 12:13

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Skil kremjuna sem þú ert í

Jóna Á. Gísladóttir, 7.7.2007 kl. 12:33

3 identicon

Múss! Híhí, ég er farin að hlakka til að verða amma.

Maja Solla (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband