Leita í fréttum mbl.is

EIN BÚHÚ FYRIR SVEFN

1

Jæja kominn tími á svefn.  Ég er búin að setja í mig rúllurnar og er að snýta mér í þessum töluðu orðum.  Ég er veik.  Alvöru flensuveik.  Merkilegt hvað ég er mikill pestargemlingur.  Hálsinn alveg að lokast, ég snýti mér í akkorði, beinverkirnir eru að drepa mig og ég er með 39 stiga hita.  Gvöð hvað ég á bágt.  Ég er búin að sofa meira og minna í allt kvöld.

Hvað haldið þið að mér hafi dreymt?  Róleg, þið vitið að draumar eru aldrei tíundaðir hér á þessum fjölmiðli.  En í kvöld dreymdi mig að ég væri dottin í það.  Martröð hins óvirka alka og ég hef það fyrir satt að mörgum dreymi svona eftir að þeir verða edrú.  Ég held að þetta sé í þriðja eða fjórða skipti hjá mér.  Ég drekk og er svo miður mín í draumnum að það er nánast ólýsanleg tilfinning.  Ég get bara sagt eitt og það er að vakna eftir svona draumfarir og uppgötva að þetta var ekki alvöru er með betri tilfinningum sem ég upplifi.  Léttirinn svo óstjórnlegur.  Sjúkket hvað ég varð glöð.

Er á leið í beðju, eins og tinandi gamalmenni, með tissjú, Panodil Hot og sjálfa mig.

Gúddnætgæs!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég held að Guð minni mann á eymdina á þennan hátt og sýnir þetta líka allt í réttu ljósi, t.d þegar mig dreymir neysludrauma þá er alltaf svo mikið vesen í gangi, óheyðarleiki og feluleikur eins og þetta er í alvörunni........Það er líka svo frábært að vakna og vita að heilinn er enn í fullri virkni. 4 ár og 1 mán hjá mér bara gaman. Takk fyrir að vera bloggvinur minn 

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 6.7.2007 kl. 02:01

2 Smámynd: Kolgrima

Góðan bata, góran mín.

Kolgrima, 6.7.2007 kl. 02:48

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk elskurnar.

Sömuleiðis takk Elín Katrín, þú ert flott bloggvinkona. Vó og þú líka elsku Kolgríma mín (skelfingarkarl). Híhí.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2007 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986780

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband