Leita í fréttum mbl.is

FÓTBOLTI OG HEITAR TILFINNINGAR

1

Ég veit minna en ekki neitt um fótbolta og hef raunar engan áhuga á að kynna mér hann heldur.  Ég veit hins vegar að hann kallar á heitar tilfinningar í umræðunni, eins og t.d.  núna, þar sem fram fer blótsyrða- og ærumeiðingarmót inni á bloggi greifans (held ég að hann kalli sig) þar sem karlmenn aðallega spúa galli í kommentakerfinu eftir vægast sagt ómerkilega færslu hjá bloggaranum sjálfum um Bjarna Guðjónsson (sem ég veit ekkert um), að hann sé jafn ömurlegur og pabbi hans (sem ég veit ekkert um heldur).

Hvernig getur boltaíþrótt orðið að eldheitum trúarbrögðum?  Hvernig getur íþrótt kallað fram alls konar neikvæða hegðun hjá fólki (lesist karlmönnum) og í verstu tilfellunum orsakað óreiðir og vitfirringu sem allir þekkja afleiðingar að.

Ég á ekki orð.  Maðurinn þurfti lögreglufylgd heim. 

Gróöppgæs!


mbl.is Bjarni þurfti lögreglufylgd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Akkúrat.  Minn ekta skalf af geðshræringu í gær eftir þennan leik.  Reyndi að útskýra fyrir mér helgispjöllin.  Fyrir mér leit þetta svona út:  zzzzzzzz meiddist og zzzzzzzzz sparkaði boltanum út af zzzzzzzzzzz leikurinn byrjaði aftur og Bjarni tók innspark/-kast eða eitthvað og einhver skoraði... líklega Bjarni.

Ég horfði í forundran á manninn og sá ekkert að.  Einn meiddur, leikur stopp, leikur byrjar aftur, mark, leikur búinn, allir heim.  Ég hélt alltaf að þessir leikir gengju út á að skora hjá andstæðingunum.  Mér hefur allta skilist að þetta séu kappleikir og í keppnum reyni maður að vinna og í leikjum taki maður sig ekki of alvarlega.

(zzzzzzzz = suð, svipað og býfluga á fallegu blómi (á það til að detta út þegar talað er um fótbolta við mig))

krossgata, 5.7.2007 kl. 14:08

2 identicon

Hver er fræðingurinn?

Már Högnason (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 14:13

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég skil ekki svona bull að þurfa lögreglufylgd.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.7.2007 kl. 14:25

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

tjah.....

....hvernig geta trúarbrögð kallað fram eldheitartilfinngar?

Hrönn Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 14:26

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sorry mín mistök heitir meistarinn pilturinn, ekki fræðingurinn.  Þorrí aftur.

Trúarbrögð heitar tilfinningar,  Hrönn mín bara veit það ekki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.7.2007 kl. 14:33

6 identicon

Já en þetta er svona heiðursmannasamkomulag. Ég skil þetta alveg. Þetta er svona svipað og... á „allir spila“ reitnum í Actionary, leikurinn er pásaður þegar einn fer að pissa, annað er bara skíthælaskapur. Er þó ekki alveg sammála því að það þurfi að fylgja þessu svona mikil læti þó fólk megi hneysklast. En then again þá er ég ekki að fatta hvað er svona spes við fótbolta og þess vegna ekki með kosningarrétt.

Og krossgáta! Þetta er einmitt svipað hjá mér þegar minn segir mér frá fótboltanum! Mér finnst það bara allt í lagi þar sem ég er alveg farin að halda að svona hljómi ég þegar ég tala við hann um HVAÐ SEM ER: zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz...

Sigrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 14:37

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að ég sé að bilast krakkar.  Bloggarinn heitir www.greifinn.blog.is  ég er ekki í lagi í dag og í gær og í nánustu framtíð. Híhí

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.7.2007 kl. 14:48

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Eru ekki flest eða öll stríð runnin undan rótum trúarbragða?

Hljóta þá að fylgja þeim dáldið heitar tilfinningar!

Hrönn Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 15:14

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...þeim er allavega kennt um..... hver svo sem rótin er!

Hrönn Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 15:55

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Noh það eru ekki allir sem Mandela í heimsókn.  Góður fyrirlestur.  Hrönn mín þá veistu það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.7.2007 kl. 17:27

11 identicon

Díses, var að horfa á umfjöllun um þetta í Ísland í dag og þetta lítur illa út finnst mér og það eru Keflvíkingar sem koma út eins og einhverjir villimenn! Bögguðu konuna hans þegar þeir náðu ekki til hans! Mér finnst þetta nú dáltið too much!!

Sigrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.