Leita í fréttum mbl.is

ÉG ER AÐ MISSA ÞAÐ - GJÖRSAMLEGA AÐ TAPA MÉR

 

Í gær var ég sjálfri mér og öðrum til skemmtunar í Kringlunni.  Mér til skemmtunar af því ég gekk á milli búða.  Gestum og gangandi til ómældrar ánægju þar sem ég gekk hnarreist um með gleraugun á nefinu og sólgeraugun á hausnum. 

Það snérust hálsar.  Ég hélt að það væri vegna óumræðilegs glæsileika mín.

Læfsökks!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ef ein gleraugu eru góð, þá hljóta tvö að vera betri.

Ester Sveinbjarnardóttir, 5.7.2007 kl. 08:24

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú hefur þarna startað nýrri tískubylgju! Án efa hefur þú verið mjög kúl, í alvöru, og ég lofa þér að fólkið var að sýna þér aðdáun með augnaráðinu. Hugsaðu þér hvað þetta er þægilegt á sumrin, bara hviss, bang, skella sólgleraugunum niður af haus ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.7.2007 kl. 08:31

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hviss bang og skella sólgleraugunum á nefið þar sem nærsýnisgleraugun sitja fyrir.  Jeræt!

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.7.2007 kl. 08:35

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er mjög þægilegt í sólinni - ég hef haft svona skipt á gleraugunum mínum uppi á haus. Það er ekki laust við að ég sjái betur... já ég held það bara

Edda Agnarsdóttir, 5.7.2007 kl. 09:40

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er sannfærð um Jenný mín að þú hefur borið af öðru kvenfólki hvað varðar glæsileika og smartheit. Fyrir utan það hvað er nauðsynlegt að hafa stór sólgleraugu sem nærtækust svo hægt sé að fela á sér andlitið. Maður nennir nú ekki að fá alla aðdáendurna á bakið þegar maður er að spóka sig svona óopinberlega í Kringlið. You know what I mean. Stundum þarf maður bara að fá að vera í friði.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.7.2007 kl. 09:43

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahahahahaha þú drepur mig..........

Rosalega hefurðu verið smart!

Hrönn Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 10:51

7 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Huggaðu þig við það að örugglega helmingurinn horfi vegna þess hve glæsileg þú ert á velli og tók ekkert eftir gleraugunum. Hverjum er svo ekki sama um hinn helminginn.

Steingerður Steinarsdóttir, 5.7.2007 kl. 11:07

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steingerður ég hef eimitt áhyggjur af hinum helmingnum.  Það eru heimsyfirráð eða dauði í bjútisdeildinni.  Ekki hætt fyrr en hver kjaftur hefur verið sigraðaur (skelfingarkarl)

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.7.2007 kl. 11:34

9 Smámynd: Kolgrima

Sætt, sætt, sætt, bara svo ógeðslega sætt, hahahhhaahaaha....

Kolgrima, 5.7.2007 kl. 11:35

10 Smámynd: Ibba Sig.

Í þessum skrifuðu orðum sit ég með gleraugu á nefinu og sólgleraugu á hausnum. Og allir í vinnunni standa á öndinni yfir því hvað ég er smart. Þú hefur algerlega startað nýju trendi sem á eftir að endast lengur en sumarlangt. Ótrúlega lekkert. 

Lenti reyndar í vandræðum þar sem ég nota ekki gleraugu allajafna en var svo heppin að finna kókbotnana sem frumburðurinn notaði þegar hann var sex ára.  Ég meina, gleraugu eru gleraugu, ekki satt?

Ibba Sig., 5.7.2007 kl. 12:07

11 identicon

Ég geri þetta alltaf  Er það hallærislegt????? (bý á Akureyri sko)

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 12:34

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svaraði þessu kommenti við pistilinn fyrir ofan.  Híhí er ekki í lagi.  Ibba mín, þú hefur alltaf verið plebbi esskan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.7.2007 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband