Leita í fréttum mbl.is

SMÁ BÚHÚ BLOGG

1

Það er smá mánudagsblámi í mér í dag.  Hann kemur og fer reyndar og sem betur fer á ég ekki marga svona daga.  Annars hef ég átt góð móment eins og þegar við Edda Agnars, æsku- og bloggvinkona kjöftuðum frá okkur allt vit í símanum.  Þá leiddist mér ekki.

Ég er að fríka út á blóðsykrinum og insúlíninu.  Þarf eitthvað að láta leiðrétta sprautuskammtana en er búin að fara í tvö föll síðast liðinn sólarhring.  OMG ég geng um með þrúgusykur um hálsinn. Búhú.

Annars er þetta með blámann og búhúið undarlegasta fyrirkomulag.  Þegar depurðin sest á axlirnar og maður verður samstundis svo kvalinn, misskilinn og fráskilinn.  Það er ekki eðlilegur andskoti að geta átt svona bágt án þess að eiga nokkurn skapaðan, hræranlegan, lifandi hlut bágt.  En þarna er sá svarti rakki mættur og hann vill trúa að hann sé kominn til að vera.  Ég er búin að reka kvikindið út og það fer alveg að bresta á með brosi.

Las fréttina um lífstíðarfangelsi yfir manninum sem nauðgaði og myrti 2ja ára telpuna í Englandi fyrr á árinu og það kallar fram í mér vægast sagt óæskilegar tilfinningar.  Það er ekki einu sinni hægt að skrifa um þennan viðbjóð og mannhatur. 

Annars skín sólin úti og inni og það er best að reyna að kreista fram bros.

Blue, blue monday!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sendi þér huggunarríkt knús og hrós fyrir að vera búin að reka kvikindið á braut!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.7.2007 kl. 16:01

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk ljósið mitt, ég bý í 4 herberja íbúð.  Þú veist átóGRÖFIN!

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 16:07

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þó að maður er veikur þá er allt lagi að tala um það. Mér finnst þú frábær og orðheppin.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.7.2007 kl. 16:58

4 identicon

Sendi þér heiðbleika  bloggvinkonukveðju til mótvægis við blámann. Og eins og einn sem ég þekki vel segir: Blús er í fínu lagi meðan maður viðurkennir hann, þegar maður fer að afneita honum er ástæða til að sparka fast í eigin rass!

knús í tilefni dagsins

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 17:05

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk ljósin mín.  I love u kids.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 17:07

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Bara svona til árangurslausrar kynjajöfnunar hér, sendi þér bardaga kveðju.

Þröstur Unnar, 2.7.2007 kl. 19:09

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Heyrðu stelpa mín....rennblautt rigningarknús héðan úr landi Elísabetar drottningar.

Já ég veit að það verður allt vitlaust í kringum þetta kóngafólk hérna..en hva. Þetta eru samt konunglegar knús kveðjur til bloggdrottningarinnar minnar.

Megi sólin skína í hugann og hjartað og rakkinn flýja eins og fætur toga eitthvað út í buska eða geim.

Tomorrow is the pink day...for love!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 20:03

8 identicon

Ég vona að þér líði eitthvað betur núna, mín kæra.
Hvað varðar þessa frétt um manninn sem fékk lífstíðarfangelsi fyrir hlut sem ég get ekki einu sinni skrifað á lyklaborðinu, þá er kannski ekkert skrýtið að þú hafir fengið vott af bláma í kerfið.
Þetta hefur vissulega áhrif á líðan flestra, held ég, að heyra af svona ógeðsköllum.

Hafðu það sem allra best.

Maja Solla (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 20:17

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi þið eruð hver annari yndislegri.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 20:36

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Djöfull er þetta ógeðsleg mynd sem þú setur inn með blámablogginu  

Jóna Á. Gísladóttir, 2.7.2007 kl. 21:25

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ó fokkingei, er það?  Ég er búin að týna "rerurunum" (eins og Jenny kallar þau).

Annars fór blúsinn og vék fyrir erótík, sko bloggískri erótík. Smjúts darlingið mitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband