Leita í fréttum mbl.is

SVO RÓMÓ

1

Þegar bónorð hafa ratað mína leið í lífinu hefur það verið frekar óspennandi.  Eigum við ekki að giftast?  Ég meina barn á leiðinni og svona.  Eða við getum alveg eins gift okkur, það er hagkvæmara.  Í núverandi hjónabandi fórum við hins var bæði á hnén og erum þar enn.

Þrátt fyrir skort á rómantík í boðorðadeildinni utan í þetta eina skipti þá vogaði enginn þeirra sér að biðja mín þegar ég þreif klósettfjandann.  Enda hefði það verið ávísun á vandræði.  Alvarleg vandræði.

Þetta segir mér bara eitt.  Tony Blair er meistari lélegra tímasetninga.

Þetta fór undir spil og leikir og ekki orð um það meir.


mbl.is Blair bað Cherie á meðan hún var að þrífa klósettið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Á WC  oj. Ég var í sturtu eitt skiptið 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.7.2007 kl. 18:31

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já var það ekki.  Hitta á mann þegar maður er hvað veikastur fyrir, nakinn.  Frussssssss

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 18:33

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já akkúrat...minn bað mín þegar ég var íklædd skærgulum gúmmíhönskum í miðju uppvaski..hefði ég ekki bara átt að löðrunga hann og sprauta upp i hann sápu í stað þess að segja já og klára svo að þvo upp??? Karlmenn hljóta bara að missa sig þegar þrif og sápur eru annars vegar..kannski að eitthvað í sápum geri þá rómantískari en ella. Best ég setji smá uppþvottalög undir rúm og gái hvað gerist.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 18:36

4 identicon

Kannski er þetta bara karlremba, að sjá konuna í "sínu hlutverki", þ.e. við þrif og ákveða að fara á skeljarnar við það tækifæri. Hehe, allavega hefði ég orðið brjáluð.

Maja Solla (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 19:15

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hef aldrei lent í bónorðum og því ekki alveg viðræðuhæf... Kannski fannst honum hún gera þetta svona afbragðsvel, höndla burstann með mikilli lagni og skrúbba með þvílíkri reisn. Annars vitum við aldrei, kannski var þetta svaka rómó augnarblik ...in a sick twisted kind of way.

Laufey Ólafsdóttir, 1.7.2007 kl. 19:16

6 identicon

Til hvers fer maður á klósettið?? Mætti þá kannski kalla þetta bad tæming? Ég stakk upp á þessu í kommenti í dag hjá honum Dodda, bloggvini. Hann sagði að það kæmist í það minnsta nálægt því!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 19:36

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Látið ekki svona. Hún hefur legið á fjórum fótum við klósettið að skrúbba gólfið með tannbursta. Hann hefur ákveðið að hann gæti ekki látið konu með svona afturenda og þetta þrifnaðaræði sleppa sér úr greipum. Ákveðið að grípa gæsina.. hmm... áður en einhver annar gerði það.

Jóna Á. Gísladóttir, 1.7.2007 kl. 20:10

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hef bara fengið eitt bónorð um ævina og hjónabandið entist í 22 ár (núna er því lokið sko - ekkert varir að eilífu ): 

þetta bónorð varð einhvernvegin svona:

já þurfum við ekki að gifta okkur? (af því við vorum að fara erlendis í nám.....)

Marta B Helgadóttir, 1.7.2007 kl. 20:45

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir frábærar athugasemdir.  Ég ligg í hlátri.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband