Leita í fréttum mbl.is

SUNNUDAGSMORGUN HJÁ JENNY UNU

1

Hún Jenny Una Errriksdóttirrr er hjá ömmu og Einarrrri.  Hún unir sér afskaplega vel, eins og reyndar alltaf og er hamingjusöm og glöð.  Í morgun er hún búin að gera ýmislegt eins og að borða morgunmat, borða pez og horfa á barnaefni.  Þegar ég var að ganga frá í eldhúsinu, með töluverðu glamri, ímynda ég mér, sagði sú stutta: Heyrrrrðu góða! Hvað errrr í gangi? Ekki svona læti amma.  Úps, amman alveg skammaðist sín.

En það er ekki allt heilög hamingja hjá henni Jenny þessa dagana.  Hann pabbi hennar er að spila úti á landi á trommurnar og Jenny hefur séð hann einu sinni á heilli viku.  Það fer ekki vel með lítið hjarta og mitt í allri gleðinni yfir lífinu, færist sorg yfir litla andlitið, af og til og hún spyr:

"Amma hvarrr pabbi minn?"

"Hann er að spila á trommurnar svolítið langt í burtu"

"Pabbi minn ekki vera meir í "minnunni" koma heim til Jennysín"

"Pabbi kemur bráðum elskan"

"Jenny aleg þrrreytt að bíða, pabbi ekki trrromma meir koma heim og knúsa hana Jenny"

Svo man Jenny eftir því á ný,  hvað lífið er skemmtilegt og skellir sér út í að lifa því af öllum krafti.  En svo stingur aftur í litla hjartað og hún spyr eftir pabba sínum.  Svona getur lífið verið erfitt stundum fyrir tveggja ára snót.

Erik geturðu ekki flogið heim í klukkutíma eða svo til að gleðja hana Jenny?

Amman í smá rusli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

krúttleg færsla. ´Mér finnst að pabbi verði að kíkja á Jennysín fljótlega.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.7.2007 kl. 12:58

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ, stingur í hjartað! Samt er hún svo heppin að fá að vera hjá ykkur ... þá er söknuðurinn ekki jafnsár.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.7.2007 kl. 13:01

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jennysín er sólargeisli og pabbasín þarf að fara að láta sjá sig.

Jóna Á. Gísladóttir, 1.7.2007 kl. 13:05

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Sniff, er að berjast við svona daglega.

Þröstur Unnar, 1.7.2007 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.