Leita í fréttum mbl.is

ER HÆGT AÐ SKIPTA UM AFMÆLISDAG?

Satt best að segja er ég farin að verða dálítið nojuð varðandi stjörnuspána mína á Mogganum.  Fyrst fannst mér hún dálítið sniðug, svo var hún arfavitlaus þýdd og full af stafsetningarvillum og ég var farin að hafa gaman að því að hafa sumarstarfsmanninn Sigurrósu í gjörgæslu.  Nú er mér alveg hætt að lítast á blikuna.  Mín stjörnuspá er alltaf óskiljanleg, innihaldslaus og rugluð (sem er merkilegt þegar svona spár eiga í hlut, hm).  Ég held að Sigurrós sitji róleg inni á skrifstofu, lesi bloggið mitt og alla gagnrýnina á sjálfa sig og greiði mér fyrir með spá eins og þessari:

"Steingeit: Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Hefurðu gefið of mörg? Jæja, þú lærir af því fyrir næstu vinsældabylgju."

Samkvæmt þessu verð ég að lifa með eftirfarandi:

1. Af því ég mun stunda grimmt félagslíf verð ég að uppfylla loforð.  Halló; hvenær er samasemmerki á milli djammsins og loforða, hefur það ekki oft verið eimitt á hinn veginn? Á hún við að ég sé búin að vera lofa einhverju misjöfnu og hún spyr mig hvort ég hafi gefið of mörg.  Er hún að segja að ég sé einhver drusla?  Eða finnst henni ég feit og er að setja það í dulmál?  Ég er í víðtæku fári og veit ekkert hvernig ég á að snúa mér.

2. Ég mun læra að lofa ekki svona upp í ermi áður en NÆSTA vinsældabylgja skellur á.  Hvað þýðir nú þetta?  Er Sigurrós að segja að ég sé óvinsæl nú um stundir,  að ég muni hrapa á vinsældarlista Moggabloggs?

Veit einhver símann hjá bölvaðri kvensniftinni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hún er pottþétt að segja að þú sért feit

Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2007 kl. 03:11

2 identicon

Þú mátt alveg deila mínum með mér - skv. Sigurrós verð ég full af orku næstu 3 daga, dugar það ekki alveg?

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 03:33

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalegt næturrbrölt er þeta á ykkur kjéddlingarnar mínar.  Að kommentera kl. 03, og rúmlega það (froðfellandi hneyksliskarl).  Aldrei vaki ég svona lengi hm (lygamörður).

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2007 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 2987164

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.