Leita í fréttum mbl.is

"STÓLINN"

1

Hárgreiðslustóllinn hennar Ríkeyjar Pétursdóttur í Kópavogi hefur fengið á sig mynd sögupersónu í mínum huga eftir að hafa fylgst með honum í fréttum.  Stólinn verður fyrir eilífum hörmungum, aftur og aftur.  Honum er úthýst, hann er fyrir, hann er til óþurftar í Kópavogi og hann er mun hættulegri bæjarímyndinni en Goldfinger.

Stólinn og Ríkey vilja klippa fólk heima hjá Ríkeyju.  Í ÍBÚÐARHVERFI og nágrannarnir leggjast gegn því.  Ætli það fylgi mörg félagsleg vandamál svona stól?  Ætli það sé hætta á að fasteignaverðið í kringum hann hrapi á methraða?   Það gæti verið.  Ég þarf að fara að kvarta yfir konunni í næsta húsi við mig en hún er með leyfi fyrir fjórum barnavögnum á sínu heimili, hún er dagmamma sko og ég þarf að fara að kíkja á það mál.  Ég held að mér finnist óþægileg svona atvinnustarfsemi í heimahúsi.  Hm.

"Bæjarstjórn Kópavogs hefur tekið ákvörðun um að leggjast gegn því að umhverfisráðherra veiti Ríkeyju Pétursdóttur, hárgreiðslumeistara í Kópavogi, undanþágu frá skilyrðum um starfsleyfi. Tillaga þess efnis var samþykkt með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans."

Vandlifað eða þannig....


mbl.is Umsókn um hárgreiðslustól hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ha? er allt vitlaust???

halkatla, 28.6.2007 kl. 08:00

2 identicon

Þetta er ótrúlega hallærislegt mál. Kannski ætti konan að setja upp súlu í klippiherberginu. Hún fengi trúlega strax leifið.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 08:49

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er hárgreiðslukona með stofu í bílskúr í minni götu og mér finnst það FRÁBÆRT.  Tölti bara í klippingu yfir götuna.    

Anna Einarsdóttir, 28.6.2007 kl. 09:22

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Snilldarinnlegg - var eimitt að enda við að lesa þessa KLAUSU í einhverju dagblaðanna - þetta er bara fáránlegt!

Edda Agnarsdóttir, 28.6.2007 kl. 09:35

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég skal skipta á stólnum og 10 útigangsmönnum  

Asnaskapur. 

Laufey Ólafsdóttir, 28.6.2007 kl. 09:50

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Get líka hugsað mér að skipta þeim út fyrir 4 barnavagna ef þú ert geim Jenný

Laufey Ólafsdóttir, 28.6.2007 kl. 09:51

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...og ég er engan vegin að draga úr manngildi útingangsmanna... hehemmm. Húmor sko. Áður en einhver hneykslast.

Laufey Ólafsdóttir, 28.6.2007 kl. 09:52

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, svo sannarlega er það bæði margt og mikið sem getur farið í taugarnar á fólki. Ég get hins vegar ekki annað en dáðst að þeim sem nenna að velta sér upp úr því sem nágranninn er að gera.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.6.2007 kl. 10:03

9 identicon

Já, passaðu þig nú Laufey!
En þetta er auðvitað alveg útí Hróa, það er ekki eins og hún sé að fara að rækta einhver matvæli úr hárunum.
Ég hélt að það væri það eina sem væri bannað í heimahúsuð, þ.e. einhvers konar matvælagerð.

Maja Solla (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 10:04

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er fáranlegt þetta mál og allt sprottið útaf einum  nágranna, það getur nú ekki orsakast mikil bílaumferð útaf einni hárgreiðslukonu, að því að ég best veit þá hefur Ríkey bara tvær hendur eins og við hin!!!

Huld S. Ringsted, 28.6.2007 kl. 10:35

11 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Þetta er fáranlegt alveg.  Í næsta húsi við mig er kona með sína stofu og ég verð nú ekki vör við mikil læti þar.  Þeir hefðu líklega frekar viljað súlustað þarna í staðin

Sædís Ósk Harðardóttir, 28.6.2007 kl. 11:08

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Laufey: vúman þú ert hættulegog ég er auðvitað geim.

Takk þið öll, ef ég byggi í Kópavogi þá myndi ég fara af stað með undirskriftalista, svei mér þá.  Furðulegt að bæjarfélag sem hefur allan viðbjóðinn sem fylgir nektardansstöðum (þótt ekki sé í íbúðarhverfi)skuli láta svona gagnvart þessari konu.  Ég ætla að panta mér tíma hjá henni og bjóðast til að sitja á eldhúskollinum hennar.  ARG.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2007 kl. 11:48

13 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Greinilega undarleg forgangsröðun í Kópavogi þegar kemur að atvinnumálum kvenna. Súlustaðir eru leyfðir í bænum á þeirri forsendu að annars yrði þessi starfsemi bara á svörtu en kona má ekki reka litla hárgreiðslustofu heima hjá sér. Bíddu, hvað varð um rökin að það yrði að leyfa starfsemina því annars yrði hún bara á svörtu? Það á greinilega bara við um súlustaði. Furðulegt.

Björg K. Sigurðardóttir, 28.6.2007 kl. 11:58

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ótrúlegt. Eins og Ingi segir; það er ekki einu sinni metið að konan skuli hafa fyrir því að gera þetta á löglegan hátt þegar hún gæti svo vel komist hjá því.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.6.2007 kl. 12:28

15 identicon

Eg vil þakka fyrir ómetanlegan stuðning, það hjálpar mér mikið í þessari baráttu kv Ríkey Hárgreiðslumeistari..

Ríkey klippari (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 13:34

16 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ríkey! Þú hefur 100% minn stuðning og ég vona að þú vinnir þetta aulalega mál. Fáránlegt að refsa fólki fyrir að vilja stunda heiðarlega starfsemi sem ekkert ónæði hlýst af fyrir einn eða neinn. Finnst þetta ótrúleg vinnubrögð hjá Kópavogsbæ og mikil skammhugsun. Er ekki bara málið að opinbera nágrannaafslátt svo þú fáir fleiri í lið með þér? Flestir þurfa einhvern tíman að fara í klippingu. Voða þætti mér þægilegt ef slíkt væri í næsta húsi við mig.

Laufey Ólafsdóttir, 28.6.2007 kl. 13:52

17 Smámynd: Snorri Hansson

Ég votta Kópavogsbúum samúð mína.  

Snorri Hansson, 28.6.2007 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.