Leita í fréttum mbl.is

ÉG BIÐLAÐI TIL HENNAR ZOU

..og bað hana um að vera bloggvinkona mín og hún samþykkti þessi elska.  Þetta gerði ég af tveimur ástæðum.

Í fyrsta lagi af því að hún er helvíti skemmtilegur bloggari eins og allir þeir sem ég hef beðið um bloggvináttu fram að þessu.

Í öðru lagi náði konan illilega athygli minni þegar ég byrjaði að lesa bloggið hennar.  Hún var með 15 cm stóra könguló á bak við ísskápinn sinn (stærri en tarantúllur og allt) og hún tókst á við kvikindið, hafði hana undir og mér sýnist hún halda geðheilsunni (sko zoa ekki köngulóin, hún er dauð).  Þetta gerir hana heilaga í mínum bókum.  Djö hvað hún er hugrökk og djö hvað ég ætla ekki að heimsækja hana til Grikklands þar sem ég held að hún sé.

Flokka þetta undir "vefurinn" út af köngulónni sko!

www.zoa.blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hún er á Krít og ég er að fara til hennar á laugardaginn.. og að sjálfsögðu er hún skemmtileg, klár, hugrökk og frábær í alla stað, enda frænka mín

Heiða B. Heiðars, 25.6.2007 kl. 22:56

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er hún á KRÍT þangað sem mig langar svo.  Afhverju hélt ég að það væru ekki köngulær á Krít?  Allavega ekki stórar hlussur.  En rosalega vona ég að þær verði ekki fleiri á meðan þú ert þarna eða ertu jafn hugrökk og frænka þín??

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 23:07

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ehm.. hef ekki ennþá hitt pöddu sem ég er hrædd við, en ég hef heldur aldrei hitt könguló sem er 15 cm!! Get ekki sagt að ég sé neitt sérstaklega spennt fyrir því

Heiða B. Heiðars, 25.6.2007 kl. 23:10

4 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Já það er eins gott fyrir þig að hafa flokkunina á hreinu Jenný, svona til að særa ekki blygðunarkennd viðkvæmra bloggara

Aðalheiður Ámundadóttir, 25.6.2007 kl. 23:24

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Langar ekki að hitta útlenskar pöddur eða önnur útlensk kvikyndi.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.6.2007 kl. 23:26

6 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Köngulóarlær eru fín kvikindi; þær eru feimnar að upplagi og halda sig yfirleitt til hlés. Þessi stóra var eitthvað á villigötum greyið, nýflutt inn og vissi ekki hvernig hún átti að haga sér. Þegar hún hoppaði á höndina á mér við eldhúskranann, örugglega alveg óvart í einhverju stresskasti, varð ég að myrða hana, aumingjann. Mjög leiðinlegt atvik.
Svo var önnur búin að búa um sig í horninu bakvið rúmið mitt, og ég var svona að spá hvort ég ætti að grípa til aðgerða, en þá sá ég daginn eftir að hún var horfin - fyrir utan lappirnar sem héngu þarna vesældarlega í vefnum. Þá hafði vinkona mín gekkóstelpan gengið frá henni fyrir mig og étið djúsí partinn en skilið vöðvalitlar lappirnar eftir.
Áður bjó ég í Rottukastalanum, bý nú í Köngulóarbæ. Er nokkuð sátt við þau skipti.
En nú ætla ég að skreppa á barinn - hitabylgja í gangi ;)

gerður rósa gunnarsdóttir, 26.6.2007 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2987243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband