Leita í fréttum mbl.is

GERLABARIR

1

Ég elska grænmeti.  Ferskt grænmeti og ég hef stóran hluta hverrar máltíðar með það að innihaldi.  Fyrst eftir að salatbarirnir komu í stórmarkaðina var ég í himnaríki.  Þar gat ég keypt mér sneiddan rauðlauk, sveppi, tómata og rifið kál og gulrætur og ég veit ekki hvað.  Enn fæ ég vatn í munninn við tilhugsunina um gott salat með allskonar árstíðargrænmeti og bölvaðir gerlabarirnir eru þeir einu barir sem enn trekkja hvað mig varðar.  Þegar ég er að því komin að taka þann beina breiða að grænmetinu, þe að þurfa ekki að sneiða, rífa, tæta og saxa sjálf, man ég eftir öllum sem með mis hreinar lúkur hafa látið vaða (hafiði ekki séð liðið sem nælir sér í smá, á þessum börum, snæðir í boði hússins eða þannig?) ofan í grænmetið og ég hörfa, alla leiðina aftur inn í grænmetisdeildina og læt mig dreyma um grænmetismann. Óje.. þetta datt mér nú svona í hug í þessari gúrkutíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Grænmetismann. Er það grænmetismi eða grænmetismaður í nefnifalli???

Ég reyni að hugsa ekki út í þetta of mikið þegar ég freistast á þessa sóðabari. Læt blekkjast í blindni ef skýlunum sem búið er að koma upp fyrir ofan þá á mörgum betri stöðum. Veit samt ekki hvort slík skýli hindri aðgang sýklanna í góssið eða loki þá betur af í því. Kona spyr sig...

Laufey Ólafsdóttir, 25.6.2007 kl. 17:03

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jenný ég var að lesa kommentið þitt hjá Heiðu. Þú ert svo öflugur kandídat fyrir að ráðleggja mér varðandi visst málefni. Má ég senda þér e-mail?

Jóna Á. Gísladóttir, 25.6.2007 kl. 17:35

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Auðvitað máttu það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 18:00

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Be my guest

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 2986904

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband