Leita í fréttum mbl.is

ORÐ

1

Ég elska orð.  Sem er auðvitað borðliggjandi enda væri ég einskis nýt án þeirra, eins og flestir.  Ég tala mikið og blogga mikið.  Ég held samt að með árunum tali ég ívið minna en áður og hlusti pínulítið betur,  ætla rétt að vona það.

Öll orð eiga rétt á sér því þau færa í búning einhverja reynslu, lýsingu á tilfinningu eða geðslagi, þess sem þau talar.  Sum orð eru þannig í laginu samt,  að mér finnst þau smá vond.  Það verkjar pínu undan þeim, þau geta verið særandi eða misboðið manni á einhvern hátt.

Smá dæmi um orð og hugtök sem meiða mig,  ýmist af tilfinninga- eða fagurfræðilegum ástæðum:

aumingi (vó hvað það er vont að vera kallaður aumingi)

mella og gleðikona (veit ekki hvort er verra)

vinan (gerir mig morðóða þegar "ungir" menn á óræðum aldri, sem ég þekki ekki, kalla mig því)

Gitmo (gælunafn á pyntingarbúðum Bandaríkjamanna á Kúbu.  Talað um þennan viðbjóð eins og gamlan vin)

litli maðurinn, (litlir í samanburði við hvern? Stórmennin sem víkja huganum einstaka sinnum að hinum almenna manni, sjálfum sér til upphefðar?)

 þeir sem minna mega sín (hef örugglega notað þennan sjálf, lýsing á hinum breiða massa sem er ekki á vildarlista bankanna og er stöðugt verið að taka í afturendann af stjórnvöldum)

íslenska útrásin (forðið ykkur, hver sem betur getur, með peningana úr landi og hæfileikana líka, að því gefnu að þeir séu fyrir hendi, að sjálfsögðu).

rétt handan við hornið (ofnotaðasti frasi í fjölmiðlum, fyrr og síðar. Sigmundur Ernir byrjaði á þessu í bríari og frasanum uxu vængir)

lágvöruverslun (halló, við erum á Íslandi þar sem matarinnkaup kosta hvítuna úr augunum á okkur.  Köllum það ögnskáraverðsverslanir)

lúser (útlent og vont, notað til að niðurlægja fólk og stimpla það sem vonlaust)

kvóti (nauðsynlegt orð en er að eilífuamen komið með þýðinguna "óréttlæti dauðans" í mínum huga og það þrátt fyrir að ég hafi aldrei veitt svo mikið sem eitt kvikindi úr sjó eða vatni)

Læt þetta duga í bili.  Ég er svo andlaus enda ferð í þvottahúsið framundan og algjör óvissa ríkjandi með status á dýralífi í neðra.

Síjúgæs!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er sammála þér um flest þessara orða og setninga. Hef samt ekki pælt í þessu svona naujið. Hins vegar veit ég að mörg orð og tivitnanir koma oft frá ýmsum stöðum á landinu. Þetta með "handan við hornið" þekki ég vel úr mínu uppeldi og eins handan við götuna og handan við t.d. eitthvað ákveðið hús. Þetta er frá mömmu komið og hún er alin upp á Akureyri og þaðan er Sigmundur Ernir líka. Ég fékk spurningu fyrir nokkrum árum frá mágkonu minni sem er alin upp á Snæfellsnesi afhverju ég notaði þetta orð,  það hljómaði fyrir henni eins og allt sem kæmi að handan, þ.e.a.s. himnaríki og fannst þetta skrýtið. Ég held að ég hafi tekið það til mín og minnkað notkunina og velti meir og meir fyrir mér menningarmun á Íslendingum í málfari. Annars finnst mér gaman af svona pælingum og bíð eftir að fleiri komi með komment á þetta.

Edda Agnarsdóttir, 25.6.2007 kl. 10:53

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Deili ekki alveg öllu með þér í þessu (enda kannski ekkert pælt í sumum orðunum) en þegar eldri sem yngri karlar kalla mig VINUNA þá sýður á mér. Það er líka hvernig þetta er sagt, DÖMUR MÍNAR getur verið skelfilegt líka undir vissum kringumstæðum og maður breytist í núll og nix við það og finnst öll jafnréttisbarátta hafa verið til einskis!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.6.2007 kl. 10:55

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Skrýtið hvað orðið vinan breyttist einhvers staðar á leiðinni í hálfgert skammaryrði. ''Jæja vinan (á ég að berja þig)'' Það er bara ein manneskja sem ég hef kynnst um ævina sem kemur þessu orði frá sér án þess að manni finnist að verið sé að tala niður til manns en það er móðir kærasta frá því í denn. Eftir 18 ár heyri ég enn öðru hvoru í þessari yndislegu konu og hún notar þetta orð mikið og það er fallegt frá henni. ''Vinan''

Jóna Á. Gísladóttir, 25.6.2007 kl. 12:07

4 identicon

Gaman að spá í orð. Einn óþolandi frasi sem heyrist mikið á tónlistarútvarpsstöðvunum, „klukkan er rétt að smella í ...“  

Þegar ég er ávörpuð „vinan“ og „elskan“ af mönnum fer það eiginlega alveg eftir því hver maðurinn er hvort mér finnst það sætt eða óþolandi.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 12:52

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Edda amma var að austan og notaði fyrir handan mjög mikið.  En þessi frasi Sigmundar er ofnotaður þvílíkt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 12:55

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

ELSKA orð og íslenska er svo skemmtileg.

Þegar ég var lítil var ég víst svo áhugasöm um orð og hló oft tímunum saman þegar ég heyrði ný orð og notaði þau óspart með hláturgusum. Fékk þá umsögn frá einhverjum misgáfuðum fræðimönnum á Laufásborg að ég hefði afbragðsgóðan orðaforða, einkum og sér í lagi með það í huga að ég væri alin upp hjá einstæðri móður. Mamma ákvað að taka því sem hrósi en við höfum flissað að þessu síðan.

Ég nota yfirleitt orðið ljúfur þegar ég tala niður til karlmanna. Finnst það skemmtilegt. Elska líka orðið ömurlegur sem er oft eina orðið til að lýsa algeru afdráttarlausu áliti. Finnst slæmt að geta ekki þýtt það yfir á ensku. Jæja, aftur að vinna Lovjú.

Laufey Ólafsdóttir, 25.6.2007 kl. 13:11

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég nota orðið "vinur" þegar ég tala niður til karlmanna! Kannski þess vegna sem ég er viðkvæm fyrir því að vera kölluð vinan....

Eitt sem ég man eftir og, eins og þú kallar það svo snilldarlega, meiðir mig er þegar fólk kallar húsin sín, sem það hefur puðað fyrir í sveita síns andlits í mörg herrans ár, KOFA!!!

Kræst

Hrönn Sigurðardóttir, 25.6.2007 kl. 14:06

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jenný átt þú EDDU ömmu? Já ég er sammála þér í því að það er hægt að fá tremma yfir ofnotuðum orðum og stundum er þetta ótrúlegt hverni fallaeg orð breytast í óskapnað eins og vina/vinur. Laufey í g.b. ekki nota orðið ljúfur í nk. merkingu þetta er svo fallegt orð.

Edda Agnarsdóttir, 25.6.2007 kl. 14:08

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Man hvað stráknum mínum þótti gaman að læra ný orð. Einu sinni heyrði hann frá eldri strák í húsinu: "Píka" (ég er eiginlega of mikil tepra til að segja þetta en læt það flakka). Nú voru góð ráð dýr, konurnar á leikskólanum myndu samstundis dæma mig sem óhæfa móðir ef barnið mætti með svona orðbragð næsta morgun. Ég hugsaði hratt og sagði svo: "Hættu að segja þetta orð PÚKI, þetta er ljótt orð!" Drengurinn sagði púki, púki, púki ... næstu dagana og hló mikið. Fegin að mér datt í hug að skipta um orð! Þessi sami drengur mismælti sig fyrir nokkrum árum og sagði óvart dásemdarorðið KYNÞOKKAHATARI sem ég hef óspart notað!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.6.2007 kl. 14:27

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

híhíhíhíhí kynþokkahatarari! Frábært orð!!!!

takk

Hrönn Sigurðardóttir, 25.6.2007 kl. 14:29

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég dey úr hlátri, kynþokkahatari er með þeim betri. Úje.. Þú ert með meirapróf á sálarlíf barna frú Guðríður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 2987245

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband