Leita í fréttum mbl.is

FYRIRBÆRIÐ FARIÐ ÚT

1

Trú mín á mannkyninu hefur eflst þúsundfalt.  Fyrirbærið sem trónað hefur í þriðja sæti vinsældarlista Moggans er horfið með öllu.  Ég hef ekki minnst á þetta mál einu orði, finnst það svo ógeðfellt, en nú hefur ritstjórn Moggans tekið á málinu og það held ég að sé það eina rétta, eins og málum er komið.

Mér léttir stórlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Mikið er ég sammála... Ég hef ekki farið inn á síðuna hans vegna þess að ég kæri mig ekki um að hampa honum hér, ég var með þessum óheillapilti í framhaldsskóla hér í denn og fyllist óhugnaði af öllu saman...

Aðalheiður Ámundadóttir, 25.6.2007 kl. 08:58

2 Smámynd: Alvy Singer

Jáhá!

Alvy Singer, 25.6.2007 kl. 08:59

3 Smámynd: Hugarfluga

Hjúkk!! Hvað gerði ritstjórn Moggans annars?

Hugarfluga, 25.6.2007 kl. 09:01

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Laufey Ólafsdóttir, 25.6.2007 kl. 09:06

5 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Tja síðan finnst ekki þó að henni sé leitað svo honum hefur bara verið kippt út

Aðalheiður Ámundadóttir, 25.6.2007 kl. 09:09

6 Smámynd: Hugarfluga

Erum við ekki áreiðanlega að tala um sama manninn? Ég sé ekki betur en að síðan sé bara læst hjá honum.

Hugarfluga, 25.6.2007 kl. 09:15

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Án þess að ég ætli út í einhverjar útlistanir þá er þetta maðurinn sem sat í 3. sæti á vinsældarlista Moggans þar til í morgunn.  Hann er horfinn þaðan og það gerist ekki bara af því fólk læsir blogginu sínu.  Hann hefur verið tekinn út og kærasta hans einnig sýnist mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 09:36

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sá að Emil er dottinn út af vinsældalistanum. Ætli honum hafi þá verið fleygt endanlega út af Moggablogginu? Mögulega kemur hann inn aftur undir öðru nafni ... finnst það líklegt.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.6.2007 kl. 09:47

9 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...og verður þá blossandi mannvinur og argasti feministi

Kannski var okkur enginn greiði gerður með þessu. Nú getur hann vaðið upp nafnlaus og enn bitrari fyrir vikið og ómögulegt að blokka hann.

Laufey Ólafsdóttir, 25.6.2007 kl. 10:06

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jiiiiiiii hvað þetta er spennandi. Loksins loksins finnur maður til skyldleika við Kalla Blómkvist. Nei, svona án gríns.. geta þeir tekið hann út? Ríkir ekki rit/tal frelsi? Ég er bara að spá í þetta svona út frá lögum og reglum.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.6.2007 kl. 12:00

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hey stelpur, spennan heldur áfram, sko karlinn er kominn aftur á nr. 3 en bloggið læst OMG ég dey úr spennu.  Jóna ég held að á einhverju stigi sé ritfrelsinu ofboðið auðvitað og þá er ábyggilega leyfilegt að fyrir fjölmiðil að gera eitthvað.  Spurning um eftir að hann kallar Elías ógeð og sollis hvort hann var ekki þar búinn að koma sér yfir í meiðyrði.  Ég myndi ætla það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 12:52

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Las reyndar aldrei neitt frá honum nema í gær, svo ég slapp óskemmd.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.6.2007 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband