Leita í fréttum mbl.is

AÐ DREKKA Á RÉTTAN HÁTT..

..getur verið vandasamt fyrir suma.  Þar á meðal mig en ég myndi seint skrifa upp á að ég hafi drukkið það eðlilega.  En enn er bisað við að finna góða fleti á "víninu" og nú hafa þrír næringarfræðingar frá Ankerhus Seminarium og spítalanum í Hvidrovre þrjóað fjögur ný ráð um áfengi.  M.a. ráðleggja þessir næringarfræðingar, fólki sem kann vel að meta bjór og vín að neyta þess reglulega, í smáum skömmtum með mat.

Hm... þetta má vel vera rétt en mikið rosalega hefði ég gripið svona á lofti meðan ég var í "áfenginu" (understatement, var líka á læknadópi).  Að drekka samkvæmt ráðleggingum frá næringarfræðingi hefði komið sér vel í baráttunni fyrir áframhaldandi fylleríi.

Auðvitað er þetta útúrdúr og fíflaskapur í mér.  Meginþorri fólks kann að fara með áfengi og ef vín gerir þeim gott þá "be my guest", ég ætla að halda mér við sódavatnið, í ómældu magni auðvitað.


mbl.is Vín er hollt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þú ert holl mín kæra... fyrir mig.

Annars eruð þið hlið við hlið þú og Emil (ekki e-mail) undir ''vinsæl blogg''.

Svo varst þú í mogganum í morgun. Afhverju er ég aldrei í mogganum

Jóna Á. Gísladóttir, 24.6.2007 kl. 14:32

2 identicon

Hahahaha.Já svo sannarlega hefði ég nú einhvern tíma þurft á þessari afsökun að halda. Kemur of seint fyrir mig.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 15:07

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að vita þetta sko  Hætti að taka mark á svona niðurstöðum, þegar menn reyndu að fullyrða að lýsið væri óhollt.  Það var tú möts fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2007 kl. 15:32

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk innilega fyrir að segja mér að ég væri við hliðina á þessum þarna þið vitið. 

Ég elska ykkur stelpur og Jóna við sjáumst í Mogganum

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.6.2007 kl. 17:25

5 identicon

Tek undir með Örnu, vín verður óhollt á morgun, bæði samkvæmt rannsóknum og svo líka fyrir þá sem drekka það í dag  - knús til þín jafnt í dag sem aðra daga

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 18:02

6 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já það er einfaldlega satt!

Ca. 10-20 % fólks getur ekki notað áfengi = er með einhverskonar "ofnæmi". Fólk sem er með ofnæmi móti jarðhnetum getur hreinlega dáið ef það fær í sig jarðhnetur og þolir ekki einu sinni lyktina af jarðhnetum án þess að verða sjúkt.

Rannsóknir benda til að 10-20% fólks verði mjög auðveldlega "alkar" (=fólk sem á alls ekki að drekka áfengi)

EN það eru talsvert fleiri sem geta ÞRÓAð þetta "ofnnæmi". Vissar athuganir sem ég hef séð benda til þess að ca. 3 af 10 fólks (30%) sem er á aldrinum 33-55 ára noti áfengi í "óhófi" = sé í áhættuhópi fyrir að þróa alkóhólisma.

Ásgeir Rúnar Helgason, 24.6.2007 kl. 20:36

7 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Kannski þyrfti að henda einni sjálfshjáparbók um þetta á markað 'lærðu að drekka rétt'  Ég hef einmitt mikinn áhuga á sjálfshjáparbókum og virkni þeirra (eða vanvirkni réttara sagt) bloggaði um það hér  http://alla.blog.is/blog/alla/entry/234352 

Ég hef reyndar bara getað nýtt mér eina sjálfshjáparbók til að stuðla að bættri umgengni við áfengi en sú bók er rauð á litinn(eða mín er það allavega þótt sumir eigi bláa) og kom á markað á fjórða áratug síðustu aldar. Ég mæli þó ekki með henni nema fyrir þá sem hafa ofnæmi fyrir áfengi ens og Ásgeir talar um hér að ofan, því það gæti hent þá sem þessa bók lesa að þeir legðust á bæn og áfengið hyrfi með öllu úr lífi þeirra... Kannski sorglegt fyrir þá sem ekki kæra sig um slíkt hvarf. Ég er hins vegar sátt við að vínið sé týnt og hafi verið það undanfarin 5 ár... 

Aðalheiður Ámundadóttir, 25.6.2007 kl. 00:55

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með bókina (átti rauða en á nú bláa) og takk fyrir kommentið. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.