Föstudagur, 22. júní 2007
ÁSKORUN TIL MOGGANS
Ég mælist til þess við ritstjóra Moggabloggs að þeir taki sig til og geri einhverjar ráðstafanir varðandi þetta blogg. http://www.mikka20.blog.is. Þarna er höfundur á mynd með látnum fyrirbura og mér varð beinlínis óglatt þegar ég fór inn á síðuna vegna ábendingar frá svampi bloggara sem gerir vafasamar bloggsíður að umtalsefni.
Einhver mörk verða að vera á því sem leyfilegt er með allri virðingu fyrir frelsinu, að sjálfsögðu.
Mér er óglatt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2986859
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Nota bene
Áhugaverðir tenglar
www.myspace.com/noise1
Athugasemdir
Þetta er afskaplega saklaus mynd. Barnið lítur út fyrir að vera sofandi. Ef að "Ég sakna sonar míns" stæði ekki undir myndinni þá væri þetta ekki vandamál fyrir þig.
Það væri annað ef að myndin væri eitthað ógeð. Það er ekkert á þessari mynd sem bendir til þess að barnið sé látið fyrir utan textabrotið fyrir neðan. Legg ég þá til að þú farir bara ekki inn á þessa síðu.
Ómar Örn Hauksson, 22.6.2007 kl. 11:26
Ég þarf ekki að láta benda mér á að fara ekki inn á þessa síðu. Finnst það liggja nokkuð beint við. En þér finnst ekkert athugavert við að skarta myndum af látnu fólki? Í þessu tilviki ungabarni? Þeir sem hafa upplifað að halda á látnu ungabarni eru ekki sama sinnis og þar á meðal er ég.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2007 kl. 11:44
Ef að myndin er smekkleg og er ekki eitthvað ógeð þá þykir mér það ekki vera vandamál. Það er ekki langt síðan að nánast öll heimili voru með myndir upp á veggjum af látnum ættingjum og börnum. Það þótti sjálfsagður hlutur en í dag þykir það að vera látinn ósmekklegt og ósæmilegt og ekki fólki boðlegt. Dauðinn er eðlilegur og ekkert til þess að fá klíju og ógleði yfir. En að sjálfsögðu þarf myndin einnig að sýna manneskjunni virðingu.
Ómar Örn Hauksson, 22.6.2007 kl. 11:55
Sæl Jenný. Þessi blessaða kona hefur misst barnið sitt og á enga aðra áþreifanlega minningu um barnið en mynd af því látnu sem hefur verið tekið á vöggudeildinni. Fyrir henni er þetta falleg minning blandin söknuði og sorg. Hún er greindarskert og hefur það kannski áhrif á val hennar að birta sorg sína svona opinberlega. Samt er það vel þekkt að fólk taki mynd af látnum ástvinum og ég hef jafnvel séð það lagt fyrir sig sem listgrein að taka slíkar myndir og halda sýningar á þeim.
Ég sjálf hef reynslu af því að missa náinn ástvin og mín opinberun er sett fram í bæklinginn Hjálp í sorg. Við þurfum öll að geta tjáð okkur og losað um erfiðar minningar og reynslu, hver og einn hefur sína aðferð til þess.
Ester Sveinbjarnardóttir, 22.6.2007 kl. 12:03
Aldrei þessu vant er ég kjafstopp.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2007 kl. 12:05
Mér finnst ekkert ljótt við þessa mynd. Hún lýsir ást og söknuði móður sem hefur misst barnið sitt. Greindarskert fólk hefur sömu tilfinningar og hinir "gáfuðu". Það eina sem mér finnst ljótt er þetta blogg höfundar, sem ber vott um skilningsleysi og tilfinningakulda.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.6.2007 kl. 12:32
Sæl Jenný: Ég verð nú að lýsa yfir taktleysi hjá þér með þessa færslu. Þ.e. mér finnst taktlaust hjá þér að skora opinberlega á Moggan að “taki sig til og geri einhverjar ráðstafanir varðandi” færslur hjá einstaklingi sem er greinilega ekki með vit á við heilbrigða. Burtséð frá því hvað mér finnst um að birta svona myndir finnst mér að þú hefðir átt að sjá sóma þinn í því að senda bréf á stjórnendur Mogga bloggsins (prívat) en ekki setja svona færslur sem síðan birtast á forsíðu MBL.is. Sérstaklega ekki ef einstaklingurinn sem þú ert að gagnrýna er greindarskertur.
Hoski (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 13:13
Það er búið að benda Mogganum á þettta marg oft. Ég er ekki að ráðast að viðkomandi höfundi heldur geri ég að umtalsefni hversu langt fólk getur gengið á blogginu. Það er á ábyrgð ritstjórnar bloggsins. Ég stend við mína færslu og hef engu við hana að bæta svo sem.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2007 kl. 13:25
Er ekki í lagi með ykkur? Barnið er öskugrátt og augljóst það hefur kafnað í fæðingu! Ég er nokkuð viss um að það má ekki nota klámmynd í avatarinn sinn, afhverju finnst ykkur þetta í lagi? Þið verðið að hafa í huga að þetta er ekki persónuleg mynd grafin í myndaalbúmi heldur AVATARmynd þannig að ef hún kommentar birtist þessi mynd á blogginu sem er kommentað á. Ekki það mér sýnist hún mikið virk á blogginu en ímyndir ykkur nú sem snöggvast að ég myndi taka mig til og stofna blogg hérna og setja mynd af rotnandi líki á avatarinn minn og fara að kommenta villt og galið á ykkur. Yrðuð þið svona líbó þá? finnst ykkur ekki að það eigi að vera reglur um svona lagað hérna á svæði sem er opið án aldurstakmarks?
Lýsi yfir stuðningi við þig Jenný!
Lesynja (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 13:43
Ég mundi aldrei setja svona mikla sorg í blogg heldu mundi ég fá mér hjálp til að vinna úr sorginni.
Kristín Katla Árnadóttir, 22.6.2007 kl. 13:51
Takk Lesynja var farin að halda að það væri ekki í lagi með mig en þessi mynd snerti mig skelfilega illa. Má vera af perónulegum ástæðum en alls ekki eingöngu. Þetta er bara yfir strikið á alla enda og kanta.
Takk, takk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2007 kl. 13:51
Ég myndi aldrei setja svona mynd inná bloggið hjá mér....ég er sko alveg sammála þér Jenný.
mongoqueen, 22.6.2007 kl. 13:57
Sæl Jenný
Mér persónulega finnst ekki við hæfi að hafa myndir af látnum fyrirburðum inn á opnum bloggsíðum og finnst líklegt að almennt hafi fólk slíkar myndir bara til minningar fyrir sig og sína nánustu. Í þessu tilfelli er eigandi bloggsíðunnar augljóslega greindarskertur og það verður að skoða myndbirtinguna í því ljósi. Stjórnendum Moggabloggsins er örugglega vandi á höndum í svona tilviki því hvar á að draga mörkin? Á að banna greindarskertu fólki að hafa bloggsíður eða á Mogginn að hafa starfsfólk í því að ritskoða ákveðnar síður? Það gæti orðið tímafrekt og umdeilt verkefni. Lesynja sem kommentar hér að ofan segist nokkuð viss um að það mætti ekki nota klámmynd í avatarinn sinn, en er ekki bannað að dreifa klámi samkvæmt lögum? Þannig að það er kannski ekki alveg sambærilegt.
Stelpan sem birtir myndina af barninu sínu látnu virðist ekki vera mjög virk á blogginu og lítið að kommenta á öðrum síðum og þess vegna hafa stjórnendur bloggsins ákveðið að aðhafast ekkert. Kannski yrði eitthvað annað upp á teningnum ef stelpan væri virk að kommenta á aðrar síður.
Björg K. Sigurðardóttir, 22.6.2007 kl. 14:13
Smá villa í kommentinu mínu hér ofar. Á að standa fyrirburum ekki fyrirburðum.
Björg K. Sigurðardóttir, 22.6.2007 kl. 14:15
Björg, reyndar er klámmyndin einmitt gott dæmi um sambærilegan ófögnuð. Því ég held að flestir séu sammála um að burtséð frá því hvað klám sé þá eigi þeir sem þoli það ekki að geta verið lausir við að sjá grófar kynferðislegar myndir í almannarýminu. Mér finnst að við sem þolum illa myndir af dánum fyrirburum eigum að fá að njóta þess frelsis að slíkar myndir séu á bannlista hjá t.d. bloggþjónustum. Myndaveitan Flickr setur allar myndir þar sem brjóst koma fyrir bak við moderataðan aðgang til að vernda þá sem gæti fundist brjóst vera klám. Þeir hafa líka beint út ritskoðað myndir af dauðum dýrum. Mér finnst þetta ekki vera ritskoðun heldur tillitssemi.
Mig langar líka að spyrja ykkur sem verið ákvörðun ritstjórnar að taka myndina ekki út vegna þess að konan sé þroskaheft að einu: Ákvæði ég að stofna bloggsíðu og nota mynd af líki sem avatar mynd, mynduð þið verja frelsi mitt til þess að gera svo eða mynduð þið hrökkva inn í tvískinnunginn og segja, usss... lesynja er ekki þroskaheft, skammið hana! Afhverju á ekki eitt yfir alla að ganga?
Reyndar virðist mogginn ekki banna klám á bloggunum sínum, hef séð bloggara setja inn margar mjög dúbíös myndir :(
Lesynja (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 14:55
Ég var rétt í þessu að skoða þessa síðu aftur og tók þá eftir avatar myndinni af stúlkunni. Þar erum við hinsvegar komin á grárra svæði hvað varðar smekklegheit. Barnið lítur mun verr út en á þeim myndum sem eru af því í rúminu, sem ég hafði bara séð áður og finnst ekkert að þeim.
Lesynja. Það fer allt eftir því hvernig myndin er. Eins og ég sagði þá er ekkert að þessum myndum af barninu í rúminu því að það er ekkert í þeim sem gefur til kynna að það sé dáið fyrir utan textann fyrir neðan. Ég myndi kalla það ósmekklegt að setja mynd af líki sem hefur orðið fyrir hræðilegu slysi og liti subbulega út. Það á ekki heima á svona stað. Ef þú sýnir manneskjunni á myndinni virðingu og ert ekki að gera neitt annað en að heiðra minningu hennar þá er ekkert ógeðslegt eða ósmekklegt við það. Það er allt annað nota myndir af líkum til að stuða fólk. Ef ég myndi nota mynd af líki Lenín, sem er til sýnis í Moskvu, þætti þér það ógeðslegt og ósmekklegt?
Stúlkan er að heiðra minningu barn síns og við skulum bara leifa henni það og ekki vera að skipta okkur að einhverju sem kemur okkur ekki við.
Ómar Örn Hauksson, 22.6.2007 kl. 15:27
Ok, ég ætlaði að reyna að taka abstrakt rökin á þetta en það greinilega dugir ekki til þess að ég eigi ekki bara að þegja og vera sæt og ekki hafa mína skoðun á þessu. En sjáðu til Ómar. Ég hef misst fóstur og þó það megi kannski flokka það undir mína veikleika að eiga eftir það erfitt með að sjá svona myndir þá held ég að það gildi um nógu margar konur til þess að það sé ástæða til að banna svona myndir í avatar. Ég get svo sjálfri mér um kennt ef ég fer að skoða prívatalbúmin hennar eða færslur. En mér finnst það megi ritskoða myndir sem munu birtast á síðum annarra. Hún getur heiðrað minningu síns barns á sinni síðu, annað fólk á að eiga val um það hvort það séu birtar myndir af dánum börnum á síðunum þess. Hef ekki meira um þetta að segja í bili nema ég vona Jenný að moggafólkið heyri í þér! :)
Lesynja (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 15:35
Ef myndin hefði verið í albúmi sem þarf að smella sérstaklega á þá hefði ég verið ósammála þér Jenný mín. En mér finnst ekki að myndin eigi að blasa við með þessum hætti sem hún gerir amk nú. Hins vegar hefði ég ekki "auglýst" viðkomandi síðu upp með þessum hætti. Einkabréf til ritstjórnar hefði verið heppilegra og þá ekki lengur þitt mál ef þeir bregðast ekki við.
Sjálf hef ég ekki misst barn en bæði systkini,móður,afa og ömmur eins og flestir á mínum aldri. Dauðinn á ekki að vera tabú, hann á hins vegar að virða sem slíkan.
Ragnheiður , 22.6.2007 kl. 15:47
Ég fór ekki svo langt að skoða í myndaalbúm og ætla ekki að gera það. En höfundarmyndin er hroðalega sláandi og því ætla ég að leyfa mér að halda fram. Auðvitað getur fólk haft hvað sem er í sínum albúmum en eins og lesynja segir þá horfir öðru vísi við í avatar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2007 kl. 15:49
Er það nú ég sem er sökudólgurinn þar sem ég vísa á þetta í blogginu mínu? Hm.. hvernig væri að setja ábyrgðina þar sem hún á heima og ég ítreka að það er marg-búið að benda ritstjórninni á þetta. Ástæða þess að ég set hérna inn er að skapa umræðu (og það hefur heldur betur tekist) og benda í leiðinni á að hér inni eru vafasöm blogg í gangi og þetta er ekki eitt þeirra verstu. Á þessari margumtöluðu bloggsíðu er þó bara þroskaheft manneskja og einhver ætti því að hafa vit fyrir henni með að hafa mörkin á birtingu mynda innan einhverskonar eðlilegra marka.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2007 kl. 15:54
Ég er svo yfir mig bit. Á hvaða tímaskeiði í heimssögunni ertu Lesynja? Vilt að komið verði upp algerlega fáránlegri ritskoðun "af tillitssemi" við hvaða tepruskap sem er, því auðvitað myndu bönnin ekkert enda við þinn prívat tepruskap. Það yrði auðvitað "af tillitssemi" við rasista að banna myndir af blökkufólki og svo mætti endalaust spinna.
Þetta með brjóstin virðist fara fyrir brjóstið á sumum, en sjálfri finnst mér þau eitt fallegasta sköpunarverk sem til er, auk þess að vera okkar fyrsta huggun og næring í viðsjárverðum heimi, hvors kyns sem við erum. Það er ekkert "dúbíös" við brjóst.
Að endingu varðandi myndir af líkum, ég veit ekki betur en að þær blasi við okkur í hverju einasta dagblaði á hverjum einasta degi. -Hvar viltu draga mörkin? -Við einhvern sem þú þekkir? -Við Íslendinga?
PS. Nærri búin að gleyma dauðu dýrunum. -Þú vilt auðvitað banna Bónus að auglýsa svið (með mynd af sviðnu lambsandlitinu), og láta fisksalana príla upp í álstiga til að mála yfir fiskamyndirnar líka..?
Nei, við viljum ekki ritskoðun á blogginu!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.6.2007 kl. 16:10
Helga Guðrún, það er óþarfi að vera með upphrópanir. Þessi dæmi sem þú tekur, sjáðu til, ég ræð hvort ég skoða blöðin og sé líkin þar en það ræður því enginn moggabloggari því hvort Mikka20 kommentar hjá þeim og klessir þar með myndinni af dána barninu á síðuna þeirra. Ég er ekki að tala um ritskoðun, ég er að tala um almennar kurteisisreglur eins og gilda í flestum samfélögum.
Ég tók dauð dýr og brjóst á Flickr sem dæmi um það hvernig virðingin fyrir mismunandi viðkvæmni náungans er oft látin stýra ferðinni í netsamfélögum. En ég sé á upphrópununum þínum yfir því að þú hefur kannski ekki alveg náð því að ég var að ræða dæmi en ekki að leggja til ritskoðun brjósta. Þú kannski gerir okkur öllum þann greiða næst að nenna að lesa komment áður en þú svarar þeim með upphrópunum og kallar það tepruskap að ég eigi erfitt með að sjá myndir af dánum börnum eftir að hafa upplifað slíkan missi.
Lesynja (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 16:21
Það er fáranlegt að skamma Jennýju fyrir að hafa byrjað þessa umræðu inn á sínu eigin bloggi.
en eitt varðandi myndina af látna barninu. Hefur stelpan eitthvað verið að kommenta á aðrar síður og þannig birt umrædda mynd inn á öðrum bloggum? Hefur þetta verið eitthvað vandamál?
Björg K. Sigurðardóttir, 22.6.2007 kl. 16:26
Og Helga Guðrún, ég var ekki að tala um neinar saklausar brjóstamyndir þegar ég talaði um að ég hefði séð "dúbíös" myndir á moggablogginu. En þar sem klám er loðið hugtak er ekki skrýtið að þú reiknir með því ég gæti allt eins átt við slíkt þegar ég segi klám.
Lesynja (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 16:26
Hún hefur ekki kommentað nema á 2-3 síður. En mér finnst einfaldlega að það eigi að vera reglur um það að avatarmyndin eigi ekki að vera særandi eða misbjóðandi og þessi mynd er gott dæmi um slíkt.
Lesynja (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 16:28
Það er auðséð mál að enginn hérna hefur klikkað á myndina í höfundarglugga!
Hún er langt frá því að vera "smekkleg."
Ég er stórlega hneyksluð á viðbrögðunum hérna í kommentakerfinu hjá þér Jenný!
Eva Þorsteinsdóttir, 22.6.2007 kl. 16:58
Andvarp... Jón Arnar, þú kannt greinilega heldur ekki að lesa. Skal taka ykkur Helgu Guðrúnu í fjarkennslunámskeið yfir netið ef þið viljið. Mér misbýður ekki að Mikka20 birti þessar myndir. Hún getur birt hvað sem hún vill á eigin síðu. Spurningin er bara hvort hún hafi rétt til að birta hvað sem er á síðu annarra.
Ég biðst forláts Jenný á þessu argaþrasi mínu hér í kommentakerfinu þínu, það var alls ekki ætlun mín og líklega er ég kjáni að halda áfram að reyna að endurtaka æ ofan í æ það sem ég er að reyna að segja.
Lesynja (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 17:02
Það er vont að vera bitur og reið Lesynja, þessvegna hefur þér kannski yfirsést að eina upphrópun mín var þegar ég mótmælti ritskoðun á blogginu umfram það sem landslög kveða á um. Ég las allt sem á undan var skrifað og skrifaði ekkert í fljótfærni, sagði það sem ég meinti og meinti það sem ég sagði.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.6.2007 kl. 17:05
Ég er hvorki bitur né reið Helga Guðrún. Afhverju heldurðu að allir sem eru ósammála þér hljóti að vera bitrir og reiðir? Og enn heldurðu að ég hafi verið að leggja til að brjóst væru ritskoðuð? Eða hvað meinarðu með því að ég hafi verið að leggja til ritskoðun umfram það sem landslög kveða á um? Og kallarðu það að kalla mig tepru og stinga upp á að ég hljóti að lifa í fortíðinni ekki upphrópanir? Eða ertu alltaf svona dónaleg við alla?
Lesynja (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 17:07
Ekkert að fyrirgefa lesynja og ég skil þig fullkomlega.
Eva ég sagði að þitt fólk væri á annarri línu en mitt en www.evathor.blog.is hefur bloggað um sama.
Það er hægt að rökstyðja ýmislegt í nafni frelsis gott fólk en blogg er fjölmiðill og þar verða að vera grensur. Þess vegna tók ég þetta dæmi, og tek fram að stúlkan á alla mína samúð og ég ætlaði mér ekki að angra hana á neinn hátt. Mér finnst það skipta máli ef mörkin á því hvað er leyfilegt og hvað ekki á bloggfjölmiðlum eru óræð. Hér blogga t.d. menn sem verja klám með kjafti og klóm, hvað þá með myndir af klámi? En klám er auðvitað bannað með lögum. Hvenær fer það yfir mörk velsæmis og þá velsæmis hvers? Hvatning til ofbeldis, hvað með svoleiðis blogg? Myndir af grófu ofbeldi, hvenær fara þær yfir mörkin? Hvenær er persónulegt skítkast orðið að meiðyrðum. Sóley Tómasar hefur fengið ærið af skítkasti á sínu bloggi. Svo hefur hún verið skömmuð fyrir að loka á ósómann. Er ekki sama hver á í hlut? Þessu er ég að velta fyrir mér og mér finnst að mynd af helbláu barnslíki eigi ekki heima í neinum fjölmiðli og þá ekki heldur hér. Það er alveg af og frá og svona á ritsjórn bloggsins að sjá um.
Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2007 kl. 17:18
Sóley Tómasdóttir hefur væntanlega sjálf lokað á eitthvað á sinni síðu ef henni hafa blöskrað einhver komment. Frekar mikill munur á því hvort bloggarinn sjálfur ritstýri eigin síðu eða hvort stjórnendur Moggabloggsins ritskoði eða fjarlægi efni út af síðum annars fólks vegna þess að einhverjum þykir það fara yfir velsæmismörk.
Með kveðju,
Björg K. Sigurðardóttir, 22.6.2007 kl. 17:26
Jenný ég vil bara votta þér stuðning í þessari umræðu, hér er virkilega farið í manngreinarálit, ekki þú, heldur t.d sumir aðrir. Ég skil ekki afhverju þín skoðun fer svona fyrir brjóstið á fólkinu sem er tilbúið til að afsaka þessa mynd.
halkatla, 22.6.2007 kl. 18:18
Jenný, þú berð ekki ábyrgð á síðu stúlkunnar
Í stuttu máli er mér sama um þessa mynd hjá stúlkunnu NEMA hún á ekki að hafa hana í avatar sem birtist þá á öðrum síðum ef hún kommentar þar.
Þetta vildi ég sagt hafa áðan. Hún mætti mín vegna hafa þetta í albúmi.
Ragnheiður , 22.6.2007 kl. 18:42
Hef ýmislegt um þetta allt að segja.. en sleppi því. Eina sem mér finnst skrýtið er að þú skulir vitna í svamp...
Er það ekki sami svampurinn og þú lokaðir á?
Heiða B. Heiðars, 22.6.2007 kl. 22:32
Sæl Jenný - Ef þú ert viðkvæm fyrir slíku ráðlegg ég þér að vera ekki að láta einhvern bloggara "sem gerir vafasamar síður að umtalsefni" senda þig inná slíkar síður. Það er hyggilegra að vera ekkert að leita uppi sorann ef maður vill svo ekkert með hann hafa.
Í þessu tilfelli hafa blogg eins og þitt, sem er mikið lesið, vakið slíka athygli á síðu þessarar stúlku að þú ert óbeint búin að senda fjölda manns inná síðuna hennar, sem ella aldrei hefðu heimsótt hana. Þannig að það má jafnvel spyrja þeirrar spurningar... hvor ykkar hefur sýnt fleirum þessar myndir, þú eða eigandi myndanna?
Mér hugnast kannski ekki slíkar myndbirtingar en ég tel það aukatriði. Ef móðirin unga fær sálrró með þessari myndbirtingu þá vegur það ólíkt meira en álit mitt. - Þau okkar sem eiga að heita í lagi.. hljótum að geta umborið þetta og of "ógleðin" er mikil.. er miklu viturlegra að velta sér af naglanum en að hamast á honum áfram.
Og í þínum anda... enough of that
Þorsteinn Gunnarsson, 23.6.2007 kl. 00:39
Júbb lokaði á hann Heiða! SÓ?? Á ég að vera í einhverjum heiftarinnar reiðarslag af því að viðkomandi pirraði mig um tíma, það er ekki eins og mér sé illa við viðkomandi. Kommon
Og Þorsteinn, það getur verið að ég hafi beint eða óbeint sent fólk inn á þessa síðu, en það er ekki málið hér heldur einfaldlega kalla ég eftir einhverskonar mörkum frá ritstjórn bloggsins. Hvar eru mörkin? Einfalt ekki satt?
Gúddnætmyfrend!
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2007 kl. 01:23
Ég held að mogginn hafi ekki ráð í það að skoða hverja einustu avatar mynd sem hver höfundur hefur, þar að auki er hægt að breyta þeim hvernær sem maður vill.
Ómar Örn Hauksson, 24.6.2007 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.