Leita í fréttum mbl.is

AF ÞVOTTHÚSFERÐ OG DÝRALÍFINU ÞAR

23

Nú fór í verra.  Í fyrsta lagi þá gleymdi ég að setja inn rapport um þvottahúsferðina sem var fremur ævintýraleg.  Í öðru lagi þá endaði ferðin með ósköpum og í annað sinn lokaðist ég inni í þvottahúsinu eftir æðisgenginn flótta frá ókunnugum dýrum sem hafa tekið sér bólfestu í kjallaranum.  Ég hef konuna sem er á móti því að ég koggi, grunaða um að vera dýrasmyglari og henni er ekki par við að ég sé að þvælast um á hennar veiðilendum.  Hún var eitthvað að snuddast niðir þegar ég kom og sendi mér ekki blíðlegt augnaráð get ég sagt ykkur.  Hún steytti svo hnefann framan í mig og rauk út með töluverðum pilsaþyt.

Nú, ég skutlaði í vél og kíkti í dýrahornið þar sem ég sá eftirfarandi óbjóð.  4 Anímur rauðbrúnar og viðbjóðslega kræklóttar, engin beltisdýr og 1 hellisljón.  Litur óræður.  Þarna var silfurskotturáðstefna í fullum gangi og það sindraði á þær í sólskininu.  Ég var u.þ.b. að snúa mér við og fara þegar stór tarantúlla, græn á lit, með fjögur börn í eftirdagi, kom stökkvandi í átt að mér.  Það var þá sem ég læsti mig inni í þvottavélinni einn ganginn enn.  Húsbandið kom eftir 2 klukkutíma og hleypti mér út, en hann var orðinn svangur og mundi þá eftir að húsþjónninn var á brott.  Mikið skelfing var yndislegt að sjá hann þessa elsku, þrátt fyrir að hann væri smá pírí út í mig fyrir aumingjaskapinn.

OMG ég er hálfviti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þú ert

Jóna Á. Gísladóttir, 21.6.2007 kl. 01:04

2 identicon

Sé á myndinni að þú ert með píanófingur  ónýttur talent þar  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 01:27

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já þetta er svo erfitt Anna mín, ég er svo talenteruð að það er til vandræða.  Hvað á ég að gera með alla mína hæfileika og hvað var Guð að pæla þegar hann setti alla helstu tanenta manneskjunnar í mig auma og skar svo herfilega við nögl gagnvar sumum.  Oh svo pirrandi

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.6.2007 kl. 01:57

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 æ Grey Jenný...skil um hvað þú ert að tala. Erfitt að vera múltítalentuð kona.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.6.2007 kl. 08:25

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já ég sem afburða manneskja á stundum erfitt Katrín mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.6.2007 kl. 08:57

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert best.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.6.2007 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2987258

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband