Leita í fréttum mbl.is

ÁTTA MÁNAÐA SNÚRA

1

Mikið rosalega líður tíminn fljótt.  Það er svo stutt síðan að ég bloggaði um sjö mánaða snúruafmælið.  Þið verðið að umbera mínar afmælisfærslur, kæru bloggvinir og aðrir gestir, þar sem þetta er liður í edrúmennskunni.  Ég og edrúmennskan erum eitt, fúnkerum bara saman.  Alla vega er ég í vondum málum ef snúrubloggin hætta að birtast.  Ef svo verður, sendið á mig mann með alvæpni andans. 

Annars er þessi mánuður búin að vera mér erfiður.  Ekki vegna löngunar í brennivín og læknadóp, alls ekki, en allskonar hliðarvinklar hafa verið í mínu annars reglubundna lífi, eins og heimsóknir frá útlöndum,  með öllu því skemmtilega sem tilheyrir, en töluvert út fyrir rammann og svefntíminn hefur td fokkast upp.  En það verður að taka lífið eins og það er.  Ég get ekki hætt að lifa eðlilegu lífi en það er töluvert erfitt að láta berast með straumnum um leið og maður reynir að halda höfðinu köldu og taka ábyrgð á sínum sjúkdómi.

Annars er ég brött á þessum áttundamánaðar afmælisdegi.  Hlakka til daganna framundan og ég er að fara til London í ágúst.  Eins gott að undirbúa sig fyrir það.  Maysan mín here I come.

Nú fer ég í þvottahúsið og tek út dýralífið.  Skýrsla varðandi dýrahald í neðra verður birt seinna í dag.  Húsdýragarðurinn hva!!!

Sjáumst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk elskurnar en Baldvin við erum á sama báti í smóknum, tíu mínútur á milli sígarettna er eiginlega of mikið hjá mér. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2007 kl. 13:08

2 Smámynd: halkatla

Glæsilegt

halkatla, 20.6.2007 kl. 13:10

3 Smámynd: Hugarfluga

Sannarlega eitthvað til að vera stolt af! Frábært hjá þér!

Hugarfluga, 20.6.2007 kl. 13:59

4 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju mín kæra, þú fékkst vonandi knúsið í gegnum húsbandið í morgun ?

Ragnheiður , 20.6.2007 kl. 14:03

5 identicon

Svona léttur blús eins og þú lýsir er bara hreinsun til að að rýma fyrir gleðinni og hvað er hún annað en besta víman - smjúts á þig í tilefni dagsins

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 14:12

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju Jenný mín   þú er mjög dugleg þú mátt vera stolt knús til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.6.2007 kl. 14:36

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með afmælið. Sonur minn var að halda upp á 5.mán í síðustu viku, geðveikt stoltur. Þetta með sígó þá var sjálfhætt hjá mér fyrir 16 árum vegna heilsunnar. Ég á vinkonu sem lenti inn á slysó vegna aðsvifs ofl. hjúkkan var að taka skýrslu af henni og doksi sat við borðið. Hjúkkan spurði hvað hún reykti mikið og hún svaraði um hæl "ja ekki nóg" hvað meinarðu sagði þá hjúkkan, mín svaraði að bragði "vegna þess að þegar ég drep í þá langar mig bara í aðra" hjúkkan gekk út og doksi hló í laumi.  Reykingafólk er oft miklu skemmtilegra verð að segja það, ég held að eymi enn eftir af reykingamanninum í mér. knús dúlla mín

Ásdís Sigurðardóttir, 20.6.2007 kl. 15:03

8 Smámynd: Ester Júlía

Innilega til lukku!!!  Knús á þig!!!

Ester Júlía, 20.6.2007 kl. 15:19

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ok, ákveð hér með að eftir árs snúruafmælið þ. 20. október nk. þá drep ég í.  Einhverjir með? Hvar er Eva?  Takk fyrir fallegar kveðjur.  Ég er að verða óþolandi með mánaðar afmæli eins og litlu börnin en ég tel bara á hálfs árs eftir fyrsta árið.  Alla vega opinberlega elskurnar mínar

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2007 kl. 15:35

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eftir ´því sem fleiri hætta að reykja Ásdís mín þess fleiri bætast í skemmtilega liðið réttu megin við borðið.  Reykingamenn eru svo svakalega félagsfærir af því þeir þurfa alltaf félagsskap í ósómann.  Til hamingju með strákinn þinn elskan!

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2007 kl. 15:38

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Átta mánuðir, til lukku og lifðu ekki í krukku, manstu?

Edda Agnarsdóttir, 20.6.2007 kl. 17:12

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Vinkona mín var að koma úr afvötnun rétt fyrir síðustu helgi, hún dansar og syngur og þræðir alla mögulega fundarstaði í rvk þangað til hún fær þroskann til að vera á sínum heimavelli. Ég er rosalega stolt af henni.

Edda Agnarsdóttir, 20.6.2007 kl. 17:15

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jenný mín. til hamingju með daginn. Þú nálgast fæðingu, þ.e. eftir einn mánuð. Blessuð vertu ekki að stressa þig á að hætta að reykja. Nóg er nú samt.

Jóna Á. Gísladóttir, 20.6.2007 kl. 23:44

14 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Til hamingju með 8 mánuðina... Man eftir því að hafa verið inná Vogi... og hlustað á einhvern AA mannin segjast vera búinn að vera edrú í rúm 3 ár. Þarna var maður búinn að vera edrú í ca. 14 daga og fannst það bara töluvert afrek... og það þyrmdi yfir mann. Hann var búinn að vera edrú í yfir 1000 daga. Sá ekki fyrir mér að slíkri elífð næði ég nokkurn tíma í edrúmennsku. Síðan eru liðin rúm 16 ár. Trúðu mér tíminn vinnur með þér í snúrudæminu

Þorsteinn Gunnarsson, 21.6.2007 kl. 02:56

15 identicon

Til hamingju með 8 mánuðina Gott er að lesa snúrubloggin þín. Gangi þér vel.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband