Leita í fréttum mbl.is

ENN EIN BLEIK FÆRSLA..

1

..og ekki svo gleðileg í þetta skipti.  Ef fram fer sem horfir verð ég handtekin af litalögreglunni en ég er komin með dómdagshöfuðverk af öllum þessum hressilega bleika lit, enda ég þekkt fyrir að vera í svörtu.  Konur bjóða körlum hærri laun en konum og karlar bjóða kynbræðrum sínum ennþá hærri laun.  Konur reikna með að konur sætti sig við lægri laun en karlar.  Munurinn er frá 13-19%.  Þetta er niðurstaða rannsóknar á óútskýrðum launamuni kynjanna sem kynnt var í dag.

Ég er ekki hissa á að karlar bjóði körlum mikið hærri laun en konum.  Það veit ég bæði af eigin raun og vegna fjölda rannsókna um málefnið.  Það er hins vegar sárara en tárum taki að konur skuli mismuna kynsystrum sínum svona.  Það eru sorgarfréttir á þessum annars yndislega degi.

Við áfram í bleiku stelpur og bítum á jaxlinn!


mbl.is Bæði kynin reikna með því að konur sætti sig við lægri laun en karlar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, þetta eru sorglegt að vita ... var sjálf á "eiginkonulaunum" í svo mörg ár þótt ég væri eina fyrirvinna heimilisins. Ekkert þýddi að biðja um launahækkun, ég þurfti að skipta um starf og síðar fara í skóla til að fá það sem ég átti skilið. Það er samt svo erfitt að vita ekki hvort karlar í sambærilegum störfum séu meira metnir launalega séð, þess vegna vil ég að launaleynd verðiaflétt! Þetta misrétti grasserar svo víða vegna hennar. 

Knús frá Skaganum!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.6.2007 kl. 14:30

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sammála síðasta ræðumanni. Burt með launaleynd þar sem misrétti grasserar!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 19.6.2007 kl. 14:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2007 kl. 15:39

4 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Þetta er svínslegur litur :)

Eva Þorsteinsdóttir, 19.6.2007 kl. 15:44

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svín ertu sjálf og ull á þig addna í tilefni dagsins. Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2007 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2987255

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.