Leita í fréttum mbl.is

FUGL Á LEIÐINNI

19

Um næstu helgi ætlar Jenny Una Erriksdóttirrr að gista hjá ömmu og Einarrrrri og það stendur mikið til.  Það á að fara og kaupa páfagauk, bláan, segir Jenny en miklar umræður hafa verið um hvort kaupa skuli fuglinn.  Jenny slær svolítið í og úr með páfagaukinn af því hún er líka hrifin af kanínum.  Amma kaupa kanínu, pínu-pínu-litla, bláa kanínu (fólk tekur kannski eftir að blár er uppáhaldslitur barns þessa dagana) segir hún til að draga úr dramatiskum áhrifum orða sinna á ömmuna.  Nei fugl skal það vera, blár og í gylltu búri sem verður látið hanga neðan úr loftinu.  Við erum búin að skíra í fjarveru fugls en hann mun heita sama nafni og fyrirrennari hans (sem fékk hjartaáfall um árið í miðri aríu) eða Birdy.  Jenny segir auðvitað BIRRRDY.

Hér er nokkrar myndir frá helginni.

12

 Farmor og farfar í herbóinu hennar Jenny og Jenny hugsar og hugsar

53

Einarrr, farfarsfólkið og amman        Pabbinn á trommunum, langflottastur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá flottar myndir, þú mættir hafa þær stærri, svo gamlar konur gætu skoðað þær betur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2007 kl. 20:38

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásthildur mín bara að klikka á mynd og þá stækkar hún.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2007 kl. 21:29

3 identicon

Byrja bloggrúnt dagsins að sjálfsögðu hér  Þessar myndir eru kærkomnar, ég var mikið að velta fyrir mér þessu með djasstónleikana og pabba hennar Jennyar Erriksdótturrr, nú veit ég alveg hver hann er ... og svo er myndin af pörunum tveimur algjört æði

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 21:31

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jabb en Anna ég flippaði úr hlátri þegar ég fór að kíkja nánar á myndina af Erik.  Hann sést ekki, gítarinn er fyrir andlitinu.  hahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2007 kl. 21:43

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jenný er mjög hugsi, það er óhætt að segja

Ég mæli með páfagauk. Ekki síst bláum. Ekki eins viss með bláa kanínu.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.6.2007 kl. 23:10

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna mín ég er ekki hugsi er bara alltaf eins og fáviti á myndum.  Örlög!!

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2007 kl. 23:49

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Fíbblið þitt... ég er að tala um fallega barnið

Jóna Á. Gísladóttir, 19.6.2007 kl. 00:08

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Æi hvað þetta eru kjut myndir! Hitti eina litla frænku í gær sem tilkynnti mér að mamma hennar og pabbi ætluðu að kaupa páfagauk handa henni! Ég sagði henni þá frá hvítum sem ég þekkti einu sinni og hét Mjallhvít og spurði hana hvort hún ætlaði að fá sér hvítan með sama nafni? Nei ég ætla að fá bláan og hann á að heita Sæta. Þau vita alveg hvað þau vilja þessi kríli.

Edda Agnarsdóttir, 19.6.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986841

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.