Leita í fréttum mbl.is

KÆRLEIKSHEIMILIÐ VIÐ LAUGAVEGINN

1

Vegna mikillar umfjöllunar um næturlæti, ölvun, ofsaakstur og fleira skemmtilegt, birti ég ein af mína fyrstu færslum á blogginu í tilefni þess.  Ég veit svo innilega hvernig fólki (eins og henni Önnu, bloggvinkonu www.anno.blog.is líður).

Fyrir ekki svo mörgum árum síðan tókum ég og húsbandið þá ákvörðun að við vildum búa í miðbænum.  Ég vann á Laugaveginum og við þóttumst hafa himni höndum tekið þegar við komust yfir íbúð í sömu götu.  Kva nú myndi ég ganga til vinnu og það gerði ég vissulega í þessi ár sem við héldum út þar.

Við vorum ekki með börn á skólaaldri og fannst æðislegt að geta búið og starfað í hringiðunni.  Stutt að fara í alla skapaða hluti.  Mikið rétt það gekk eftir.  Íbúðin okkar var heljarstór "herrskapslägenhet",  hátt til lofts með gegnheilu parketti á gólfum, rósettum og hvað það heitir allt saman.  Það þurfti hins vegar að gera heilmikið fyrir íbúðina.  Við komum okkur fyrir. Gamlir hippar og bóhemar voru alsæl með hýbýlin.  Svo gaman hjá okkur. Liggaliggalá. Það átti eftir að breytast.  Við fengum að kynnast einu og öðru miður skemmtilegu í húsinu.  T.d.

..að fleiri en við sóttumst eftir að búa á Laugaveginum en áðstæðurnar fyrir því voru ekki alveg þær sömu, og okkar.  Fyrstu árin var djammað stöðugt bæði á efri og neðri hæð hússins.  Lögreglan hefði þurft að hafa lykil.  Til að gera langa sögu stutta lagaðist ástandið á neðri hæð eftir ár eða tvö, stuðboltarnir í efra héldu uppteknum hætti en nú "bara" frá fimmtudögum til sunnudags.

..að pípulagnir og allskonar rör og rennur geta virst vera í lagi inni í íbúð hjá þér en þurfa alls ekki að vera það í öllu húsinu.  Fyrsta Þorláksmessudag í herrskapsíbúðinni var ég að þvo gólf og skutlaði mér eftir eina sígópásu til að ná í gólftuskuna ofan í fötuna og skipta um vatn.  Ómægodd! Það var rottuungi í fötunni.  Ég brjálaðist alla leið. Það var hringt á meindýrabanann (viðkomandi rotta hafði þó þegar verið úrskurðuð látin) og hann hóf tryllta leit að fjölskyldu ógeðismeindýrsins.  Fjöslkylda kvikindisins lýsti með fjarveru sinni.  Gat fannst á bak við þvottavél og alla Þorláksmessunótt var steypt uppí gert og græjað.  Ég svaf nánast ekkert í mánuð á eftir.Sick

..að það getur beinlínis verið lífshættulegt að gleyma að loka útidyrahurðinni svo ég tali nú ekki um hurðinni að íbúðinni.  Lærðum af biturri reynslu að menn með hnífa og önnur morðtæki og tól eiga ótrúlega oft erindi um Laugaveg að nóttu til og vilja komast inn í hlýjuna.. með góðu eða illu.

Eitt og annað gekk á í sjálfu húsinu sem á mælikvarða þess sem á undan er talið var tómur kökubiti (lesist peace of cake).  Stíflaðir vaskar, stífluð sturta (einstaklega gleðilegt skemmtiatriði) vatn úr lofti frá íbúð í efra og fleira sollis smotterí.

Nú en það var voðalega gaman að búa við Laugaveginn um jólin, svakalega jólalegt fannst mér fyrstu tvær helgarnar í desember, fyrsta árið.  Það var stemmari á Laugaveginum fyrir jólin, alveg sérstaklega um helgar.  Lúðrasveitir, kórar, jólasveinar og allskyns atriði sem hafa eflaust hlýjað fólki í jólainnkaupum um hjartaræturnar þegar það átti leið fram hjá.  Átti leið fram hjá skrifa ég. En þegar þú hefur atriðin beint undir glugganum þínum allan liðlangan daginn, föstudag, laugardag og sunnudag og á hverjum degi eftir að nær dregur jólum þá er maður orðin svona létt pirraður (orðinn morðóður brjálæðingur) arg.

Nú veit ég að íslenska þjóðarsálin er í kór.  Ég veit það vegna þess að undir glugganum mínum voru blandaðir kórar um helgar, drukknir og metnaðarfullir söngvarar sungu fullum hálsi.  Á sumrin og í góðum veðrum var tónleikahald líflegt frá mánudegi til sunnudags.  Standby listahátið bara.

Ég varð sambands sérfræðingur.  Fólk; ekki ræða út um málin fyrir utan "verkamannsins kofa" eða þannig! Ég var nauðug  sett inn í ástarmál stórs hluta þeirra Reykvíkinga sem una glaðir úti um nætur.  Brothljóð og skellir voru hluti af proppsinu þarna við Laugaveginn og elsku gangstéttin mín stundi yfir öllum ælulögunum sem höfðu komið sér fyrir beint fyrir utan útidyrnar hjá mér og görguðu á mig í öllum sínum dásamlega margbreytileika fleirihundruðogfimmtíu magainnihalda þegar ég kom út um morgna.

Ég ætla ekki að vera neikvæð (jeræt) en er bara að deila með mér reynslu minni af því að vera miðbæjarrotta (jæks).  Auðvitað voru góðar hliðar á þessari búsetu.  Stutt í allt og maður með í lífinu í orðins örgustu.  En það er sniðugra að eiga heima annarsstaðar og kíkja í miðbæinn í heimsókn. 

Eftir fjögur ár í sælunni játuðum við okkur sigruð og horfðumst í augu við það að við værum ekki bóhemar og hippar lengur heldur kvartgjarnir smáborgarar.  Við fluttum upp fyrir snjólínu í Reykjavík og búum þar við fuglasöng og náttúru.  Við köllum það happyhome. Hinsvegar má segja að heimsóknartíðnin hafi lækkað tölurvert og það þurfi að hafa meira fyrir öllum útréttingum. En svona er lífið alltaf verið að velja og hafna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Elska fuglasöng og nátturu.  Ég fór aðeins lengra en þið, þ.e.a.s.  í Stykkishólm frá Mosfellsbæ.      kveðja

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.6.2007 kl. 19:29

2 Smámynd: Ósk Sigurðardóttir

Oh my god! Skil þig svo vel. Gaman að prófa þetta - er alveg í miðbæ Madridar og er að verða geðveik á fullu fólki fyrir neðan gluggann minn allar nætur og óþolinmóða ökumenn sem hika ekki við að þenja bílflautuna á hvaða tíma sem er. Þetta er gaman í smá tíma, svo er kominn tími fyrir rólegri stað að búa á

Ósk Sigurðardóttir, 17.6.2007 kl. 19:30

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er næstum viss um að ég yrði lögð inn ef ég yrði rottu var - það er alveg nóg ef aumingja mýsla kemur inn í hús!

Edda Agnarsdóttir, 17.6.2007 kl. 19:48

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Jamm, fædd og alin upp í 101 til fimm ára aldurs, þannig að fyrstu orðin mín voru, mamma, pabbi og Víseeeer! (Vísir). Flutti þá í jaðarbyggð Reykjavíkur, sem Kaplaskjólsvegur var á þeim tíma. Á eina hlið voru Jófríðarstaðir, með sauðburði á hverju vori, en margbreytileg hverfi Reykjavíkur, Einimelurinn og Camp Knox. Síðan hafa þessi öfl togast á, hef ýmist búið í 101 (Aðalstræti, Laugarásvegi, Fjólugötu og Nýlendugötu) eða jaðarbyggðunum, Kaplaskjólsvegi eða Álftanesi. Og nærveran við náttúruna hafði betur, enda eiginmaðurinn úr svona jaðarumhverfi, það er úr óbyggðum Kópavogs. Krakkarnir okkar ólust upp við heyskap á Álftanesi og fjöruferðir. Myndi ekki vilja skipta. Stutt í bæinn en hér er bara yndislegt. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.6.2007 kl. 19:55

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vinsamlegast bætið við: ,,á hina hliðina" þar sem við á ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.6.2007 kl. 19:57

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég bý fyrir ofan snjólínu einnig! Myndi ekki skipta fyrir nokkrun hlut, um stað. Hef alltaf búið í efri byggðum Reykjavíkur og ef ég flyt einhvern tímann verður það bara lengra út í sveit.....ekki Reykjavík city fyrir mig takk !

Sunna Dóra Möller, 17.6.2007 kl. 20:29

7 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sumir draumar byrja vel, en breytast svo í martröð.  Ég bjó einu sinni í 101 á mínum djammárum, það var hinn besti kostur, en langaði ekki að ala þar upp börn.

Ester Sveinbjarnardóttir, 17.6.2007 kl. 20:39

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hef aldrei búið í 101 enda dreyfbýlistútta af guðsnáð. Fannst samt gaman að vera í Versló hér um árið.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.6.2007 kl. 20:42

9 identicon

Ég hef góða blöndu af þessu. Er fædd og uppalin dreifbýlistútta en lengst af búið í vesturbænum þó, bæði 101 og 107 hluta vesturbæjarins.

Núna gæti ég ekki hugsað mér að búa úti á landi. Mér hryllir við tilhugsuninni. Ég bý núna í minni eigin íbúð í 101 en verð ekkert vör við fylleríslæti. Það er því munur á því að búa í 101 eða að búa í 101.

Hér bý ég í sveitafíling, heyri varla í bíl, meira í köttum og krökkum að leika sér í görðum og á götunni. Þessi yndislega gata er þó ekki nema í 5 mínútna labbfjarlægð frá Laugaveginum títtnefnda.

Dídí (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 21:09

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj - þetta minnir mig á að ég vil fá Dúu aftur....

Hvar er Dúa D? Sakna þín. Hélt við ætluðum að æfa saman christmas carolls fyrir JÖB í norpara frá 66°N

Hrönn Sigurðardóttir, 17.6.2007 kl. 22:52

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég bý í miðbænum og ELSKA það! Er reyndar heppin með staðsetningu, nógu langt frá til að verða ekki fyrir neinu ónæði og nógu nálægt til að vera innan við mínútu niður á Laugaveg   

Heiða B. Heiðars, 18.6.2007 kl. 00:48

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir frábæra og fyndna færslu

Jóna Á. Gísladóttir, 18.6.2007 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband