Leita í fréttum mbl.is

WHAT COMES AROUND - GOES AROUND

22

Þegar húsbandið var mun yngri en hann er nú og gekk í gegnum "dívutímabilið", eins og það heitir á þessu heimili, var hann gjörsamlega óþolandi í vissum ham.  Hann var með hirð manna á eftir sér, móðgaði fólk hægri-vinstri og lét almennt ófriðlega.  Ég kynntist honum á þessum árum og þrátt fyrir að vera yfir mig  ástfangin að pilti, nennti ég honum ekki lengi (né hann mér) og það liðu 20 ár þar til við sameinuðumst á ný.  Merkilegt hvernig attitjúd getur verið tímabundið, enda húsbandið með ljúfari mönnum og ekkert meira um það að segja.  Stundum talar hann um að það muni bíða heil móttökunefnd eftir sér við hið Gullna hlið og að sú muni ekki taka sér fagnandi heldur VARNA sér inngöngu í sjálft himnaríki.

Því segir hann stundum þessi elska; what comes around - goes around.Devil

Myndin er að sjálfsögðu tekin á "dívunni"Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þetta er myndarpiltur.

Svava frá Strandbergi , 17.6.2007 kl. 15:25

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mig vantar að vita nafnið á pilti. Á ég að vita það?

Jóna Á. Gísladóttir, 17.6.2007 kl. 16:41

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú verður bara að gera eins og Konan hans Jóns míns.  setja sálina í poka og kasta honum inn fyrir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2007 kl. 16:56

4 identicon

Já þú kemur honum inn í himnaríkið í skjóðu

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 17:42

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elskurnar mínar, drengurinn er orðinn háheilagur og fer sjálfsagt á 1. farrými í gegnum hliðið.

Jóna mín:  Hann heitir Einar Vilberg og er tónlistarmaður en ég veit ekki hvort þú ert nógu "gömul" til að muna hann.  Annars er lag með honum (gamalt að vísu í spilaranum mínum).

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987257

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband