Laugardagur, 16. júní 2007
AÐ ÞURFA AÐ VELJA EÐA HAFNA
Var að lesa um það í Fréttablaðinu að nær öllum fóstrum með Down´s syndrome væri eytt. Læknir á kvennadeildinni segir foreldra hafa sjálfdæmi í málinu. Eftir skimun á 11-13 viku kemur í ljós hvort alvarleg fötlun á fóstri er til staðar. Mikið rosalega hlýtur þetta að vera erfitt fyrir foreldra. Ekki að ég hafi neina lausn á málinu, þetta er bara svo sorglegt. Ég skil vel að fólk hiki við að fæða svo fatlað barn sem börn með Down´s syndrome eru en samt er það jafnframt svolítið óhuggulegt að vita til þess að þetta sé gert með skipulögðum hætti. Ég veit ekki hvar ég stend, en þetta kemur illa við mig. Það liggur við að ég sakni þeirra daga þar sem ekki var nokkur kostur að sjá fyrir svona hluti en auðvitað meina ég það ekki. Vísindunum hefur farið svo mikið fram og því ber bara að fagna. En af hverju er ég samt með kökkinn í hálsinum?
Úff hvað lífið getur verið erfitt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já nákvæmlega - en samt.......
maður skilur og skilur þó ekki - eða vill ekki skilja........
Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2007 kl. 23:10
sammála Hrönn
Heiða Þórðar, 16.6.2007 kl. 23:16
Tek undir þetta með þér. Las einmitt greinina í dag og hugsaði með mér hvað það hlyti að vera erfitt fyrir foreldra að þurfa að taka svona ákvörðun, get ekki sett mig í sporin.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.6.2007 kl. 23:17
Þegar ég gekk með yngstu stelpuna mína var mér hreinlega sagt í sónarskoðun að hún væri með Down syndrome vegna hnakkaþykktarmælingar sem gerð var í skoðuninni. Eins og gefur að skilja var það mikið sjokk fyrir okkur en samt sem áður var ég búin að gera það upp við mig að ég myndi eiga þetta barn. Ég átti svo að mæta aftur í sónar daginn eftir þar sem farið yrði yfir málin á ný og talað við okkur foreldrana um þessi mál, þegar við svo mættum var annar læknir sem tók á móti okkur og sónarskoðaði mig..... sá fann ekkert óeðlilegt við hnakkaþykktina á barninu.
Dóttir mín er alheilbrigð og er ekki með Down syndrome...... en þetta sýndi mér það að það virðast ekki allir vita sínu viti i læknastéttinni!
Eva Þorsteinsdóttir, 16.6.2007 kl. 23:20
Sammála Eva, það stóð nefnilega í fréttinni líka að það væri aldrei hægt að sjá þetta 100%. Mér finnst líka svo grimmilegt fyrir foreldra að þurfa að taka þessa ákvörðun. Svo er spurningin um hvort engin megi vera öðruvísi lengur. Æi þetta stendur svo ferlega í mér og togar í báðar áttir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2007 kl. 23:30
Ég veit ei hvað skal segja. Ég á yndislegt barnabarn með downs syndrome. Hann er tæpra þriggja ára. Hann brosir svo fallega og er svo falleg sál, en það er sólarhringsvinna fyrir foreldrana að hugsa bara um hann fyrir utan aðeins eldri börnin tvö. Móðirin er svo ung að ekki var einu sinni athugað hvort eitthvað gæti verið að fóstrinu og þetta var mikið sjokk fyrir þau. En í dag elska þau hann heitt þrátt fyrir eða kannski einmitt vegna allrar fyrirhafnarinnar hans vegna.
Svava frá Strandbergi , 16.6.2007 kl. 23:59
Ég hef oft velt þessu fyrir mér. Ef mér hefði verið sagt fyrirfram að barnið mitt yrði einhverft, hefði ég farið í fóstureyðingu? Ég held ég hefði gert það. Ég hef aldrei verið sentimental varðandi fóstureyðingar. Myndi ég vilja í dag að ég hefði farið í fóstureyðingu? Nei, svo sannarlega ekki. Skil ég að fólk velji þá leið. Hvort ég geri. Og að hafa eignast Þann Einhverfa kæmi ekki í veg fyrir að ég færi í fóstureyðingu í dag ef ég fengi vafasamar fréttir eftir sónar. Lífið er skrítið. Ég er forlagatrúar (með smávegis efasemdur þó) og vitandi það að Sá Einhverfi á stóran þátt í að móta mig sem persónu get ég ekki annað en trúað að mér var ætlað að eignast þetta barn. Samt velti ég fyrir mér: what is the point með þessu öllu saman. Hei, what can I say. I'm a libra. They never think straight.
Jóna Á. Gísladóttir, 17.6.2007 kl. 00:23
Þekki eitt lítið með downs syndrome. Það nísti mig svolítið þegar ég hitti mömmuna og óskaði henni til hamingju með barnið, að hún sagði mér að ég væri sú fyrsta til að óska henni til hamingju með þetta barn, sem var ólíkt því sem gerðist þegar hún átti hin börnin. Veit líka um fólk sem segist ekki í vafa um að velja fóstureyðingu í svona tilfellum, og þekkir um hvað er að ræða, þannig að það er sannarlega ekki auðvelt að átta sig á hvað maður gerði sjálfur í þessum sporum.
Ég man hvað ég velti því mikið fyrir mér þegar ég var að ræða við Huldu Jensdóttur um fóstureyðingar - við vorum þar á öndverðri skoðun en gátum rætt málið - hvort það að vera á móti fóstureyðingum merkti það að vera á móti NEMA barn væri á einhvern hátt fatlað. Hulda held ég að hafi sagt mér í þessu sambandi að hún liti á allt líf sem heilagt, og er þá sjálfri sér samkvæm alla vega og það virði ég þótt ég sjái málið ekki eins og hún, að það að eyða fóstri sé að eyða lífi barns.
Sú eldsnjalla kona, Málmfríður Sigurðardóttir spurði eitt sinn stóryrtan mann sem var bæði mikill andstæðingur fóstureyðinga og grunaður um að vera kynþáttahatari hvort honum þætti réttlætanlegt að eyða fóstri ef dóttir hans yrði ófrísk eftir svartan mann. Það varð fátt um svör (!).
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.6.2007 kl. 00:42
Sko, ég veit af móður sem átti fimm börn og fór svo í tékk, og ók hún reyndist vera ófrísk og hjúkrunarkonan sagði strax; og þú ætlar að láta eyða þessu er það ekki ?
Nei sagði konan, og hjúkkan starði á hana eins og eitthvað viðundur. Og ég sagði blessuð konan, var eins og eitthvað viðrini að vilja halda barninu mínu, þó það væri númer sex.
Þess vegna setti ég strax punkt við athugasemdina um að mæðrunum væri í sjálfsvald sett. Þeim er það einfaldlega ekki. Segi og skrifa. Þær fá allskonar ráðleggingar frá fólki sem hefur tekið eið um að vernda allt líf. Þær fá sögur um erfiðleika og hvað sé í vændum. Þegar fyrrverandi tengdadóttir mín varð ófrísk sem var fíkill, var mikið lagt að mér að reyna að fá hana í fóstureyðingu. Ég tók það ekki í mál, og sagðist myndu taka ábyrgð á barninu. Fagfólk kom með allsonar hræðslusögur um hvaö svona barn gæti verið, og það voru ekki alltaf fallegar útlistanir. En ég bara hélt mínu striki. Og þetta barn fær 10 í flestum einkunum og er algjörlega frábær karakter, þegar ég huga um það að það var reynt að fá mig til að vinna að því að eyða þessum einstakling, þá fæ ég hroll. Hvað er ég hefði verið veikgeðja og látið hræða mig til að taka málið að mér. Og verða til þess að heimurinn missti af þessum frábæra einstakling. Nei og aftur nei. þetta á engann rétt á sér. Það er mín blákalda skoðun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2007 kl. 00:53
Ég er greinilega ekki ein um að vera á báðum áttum. Þetta er vandasamt mál og hreint ótrúlega flókið. Ég hef alla vega fengið nóg að hugsa um eftir allar þessar góðu athugasemdir. Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2007 kl. 00:58
Ásthildur mín, það eiga ekki allir svona góða að. Hvað með konu í sömu sporum og tengdadóttur þína en enga fjölskyldu á bak við sig eða barnið. Hvers konar líf biði barns þessarar konu. Hver veit hvers konar vítahring slíkt gæti leitt af sér. Fóstureyðingar eru viðkvæmt mál með margar hliðar. Ekki svart eða hvítt, já eða nei.
Jóna Á. Gísladóttir, 17.6.2007 kl. 00:59
Frábær pistill og frábærar athugasemdir! Svona ákvörðun hlýtur alltaf að vera erfið. Fólk á að virða hana hvernig sem hún verður! Þekki unga konu sem stendur frammi fyrir þessu akkúrat núna og ég mun standa með henni hvað sem hún gerir!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.6.2007 kl. 01:09
Það er ekki hægt að setja sig í þessi spor. Ekki veit ég hvað ég mundi gera ef ég fengi fréttir af því að barn mitt gengi ekki heilt til skógar. Ég þekki eina unga sem varð ófrísk 17 ára. Takmörkuð hamingja með það þó hún væri í föstu sambandi. Stúlkan fer svo að fá verki í kviðinn og endar á sjúkrahúsi. Í ljós kom að fóstrið var búið að hreiðra um sig í eggjaleiðara og litlar líkur á því að meðgangan blessaðist. Stúlkunni var ráðlögð fóstureyðing sem hún þáði. Núna mörgum áru seinna er sektarkenndin enn að gera vart við sig.Eins og stúlkan orðaði það Guði er ekkert um megn kannski hefði hann lagað þetta og kannski hefði hún misst eggjaleiðarann og átt í erfiðleikum með að verða ófrísk aftur. Ekki veit ég svarið og hef Guði sé lof ekki þurft að standa frami fyrir svona ákvörðun.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 08:22
Ég fór eitt sinn í uppskurð úti í Bandaríkjunum vegna gruns um fóstur í eggjaleiðara. Ég var skorin upp, upp á lif og dauða eins og sagt var. Það hafði blætt mikið lengi og við skoðun kom í ljós að kviðarholið var fullt af blóði.
Ég var með mjög sára verki líka. Var þó ekki alveg viss um hvort ég væri ófrísk en gat allt eins verið það.
Læknarnir töldu víst að svo væri og þetta væri fóstur sem hefði hreiðrað um sig í öðrum eggjaleiðaranum og svo sprengt hann þegar það stækkaði.
Þetta reyndist svo sem betur fer, vera stór blaðra á öðrum eggjastokk sem hafði sprungið.
En ef þetta hefði verið fóstur utan legs var það dauðadæmt hvort sem var, þannig að fóstureyðing í svona tilfellum er eina úrræðið til þess að bjarga lífi móður en fóstrunum verður ekki bjargað. Svo þessi stúlka sem þú talar um getur huggað sig við það að hún gerði það eina rétta í stöðunni.
Svava frá Strandbergi , 17.6.2007 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.