Leita í fréttum mbl.is

MINNI KARLA AÐ EILÍFU GEYMT..

 

1
..á bloggsíðunni minni.  Ég var að ráfa um visi.is hvar ég rakst á frétt um að herskip væri á leiðinni til landsins með fullt af sjóliðum.  Nema hvað, Íslenskir karlmenn eru fljótir að bregðast við sorgarfréttum og sýna sitt rétta andlit hvað varðar skoðanir á kynsystrum sínum.  Þeir eru heldur ekki að súta það þótt sjá megi á skrifum þeirra flestra hversu gífurlega minnimáttarkennd þeir hafa og þeir eru svo heimóttalegir að það er næstum því grátbroslegt.
Ég birti hér athugasemdir við fréttina á vísi, skrifendunum flestum til æru og upplyftingar (vona að ég verði ekki ákærð fyrir ritstuld, þeir eru svo grimmir þarna á 365). Svo er málnotkunin svo blæbrigðarík, orðaforðinn hreint aðdáunarverður.  Orðið "naríur" kemur fyrir amk 10 sinnum, gróflega reiknað.  En sem betur fer eru þarna menn sem reyna að slá á óþveran.  Við litlar undirtektir.  Ekki vera nýbúin að borða áður en þið lesið. 
13. júní 2007 kl. 14:15
lutz@visir.is
Ástand
Ætli ástandið verði eins og þegar Ítalski dallurinn lagði að bryggju hér um árið. Allar kerlingar bæjarins frá 14-50 með naríurnar á hælunum í hússundum og ofaná öskutunnum um allan miðbæinn. Nú er vændi leyfilegt þannig að ég bara vona að þær hafi vit á að rukka fyrir í þetta sinn.
13. júní 2007 kl. 14:21
luvya
Fjör, fjör, fjör hjá kvenþjóðinni .....
Það verður aldeilis fjör hjá kvenþjóðinni núna, þær hafa örugglega ekki fyrir því að fara í naríurnar í þetta sinn svo það tefji þær nú ekki, kræst ! Það er draumur að vera með dáta og ........ fram á nótt :D ;D
13. júní 2007 kl. 14:22
dxman@visir.is
Dátar
he he he, vá ok, verða þær 14 - 60 ára brjálaðar núna he he enda höguðu þessar stelpur sér eins og fífl þegar Ítölsku dátarnir komu, enda gerði fólk mikið grín af þeim, já eins og sagt er, stelpur ekki vera ókeypis, það er ekki svoleiðis erlendis :)
13. júní 2007 kl. 14:25
svanbergsson@visir.is
(Enginn titill)
Nú verða uppgrip hjá dósasöfnurunum um helgina. Notaðar naríur seljast víst dýrum dómi í Japan og ef þetta verður eins og menn lýsa hér verða naríur úti um allt og hægt að selja Japönskum túristum þær á uppsprengdu verði :-)
13. júní 2007 kl. 14:44
bz@visir.is
(No heading)
Heit helgi framundan hjá stelpunum. Það er eithvað svo sexi við þessa einkennisbúninga og svo eru þeir bara farnir eftir nokkra daga - engir eftirmálar (eða hvað?).
13. júní 2007 kl. 14:46
Netfluga
tilkynningaskylda?
Er þetta tilkynnt með fyrirvara, þannig að foreldrar sem kæra sig ekki um að eignast "Erlendsson/-dóttur" "Hermannsson/-dóttur" geti farið með dæturnar útúr bænum um helgina?

Annars gott fyrir lausgyrtar konur að fá svona early notice um að helgin verði fjörug.

Kommon strákar, ef maður væri single og heilu breiðþoturnar af gröðum sænskum flugfreyjum myndu mæta í bæinn, myndi maður ekki amk setja á sig rakspíra og smá bindi?

Þetta lítur öðruvísi út þegar maður setur skóinn á hinn fótinn.
13. júní 2007 kl. 14:48
ll
Tollverðir og strætóbílstjórar í flottum málum
Mér skilst að tollverðir og strætóbílstjórar hafi fengið vel á broddinn hér um árið út á uniformið. Stelpurnar höfðu bara eitt markmið og það var að komast yfir kall í uniformi.
13. júní 2007 kl. 15:36
himinn
íslenskir karlmenn
Það er sorglegt hvernig þið talið um
konurnar ,,í kirng um ykkur :)
um systur dætur og mæður ykkar ,,þið
ættuð að skammast ykkar og líta í eginbarm..
13. júní 2007 kl. 16:19
hjörtur guðbrandsson
til hvers....
til hvers þurfum við þessi skip hingað eða þessi vörn.... það er ekkert að gerast hér á íslandi!
13. júní 2007 kl. 16:36
a3@visir.is
Óvelkomnar heimsóknir
Eigum ekkert að vera að bendla okkur við hermang og slíkri vitleysu.
Annars finnst mér merkilegt hvernig þeir stilla upp þessar svokölluðu "vináttu" heimsóknum, alltaf er það um helgi.
Enda kannski tilgangurinn að mannskapurinn fái útrás fyrir vissar hvatar.
Íslenskt kvennfólk er með afbrigðum lausgirt og kann ekki að skammast sín.
13. júní 2007 kl. 17:09
sokkurinn@visir.is
Þannig að...
Mér er spurn. Eru engir kvenmenn um borð í þessum döllum? Mér finnst ekkert að því þó að einhver íslenskur piltur fengi sér láréttan mambó með svona sjóliðastelpu. Það væri nú fútt í því.

Jafnréttið sjáiði til.

Pant þessar spænsku!
13. júní 2007 kl. 17:13
siggiulfars@visir.is
Jafnrétti lykilatriði
...er ekki málið að karlahópur femínistafélagsins og jafnvel samkeppnisstofnun geri ráðstafanir í þessu máli. Það er augljóst að þetta hefur veruleg áhrif á framboð karla þessa helgina og því mikilvægt að feministafélagið og jafnréttisstofa krefji NATO um að fljúga hingað einnig nokkrum flugförmum af konum þannig að jafnrétti sé náð.

Kannski það verði amerísk-spænsk-þýsk vika á fæðingardeildinni eftir 9 mánuði og fagni þannig afmæli ítölsku vikunnar sem var haldin þar um árið.

Annars eru þetta alltaf skemmtilegar heimsóknir og strákarnir munu klárlega setja svip sinn á bæjarlífið um helgina.
13. júní 2007 kl. 22:51
pakkin.sr@visir.is
Dátar.
Ég get nú bara ekki annað en sagt mitt um þetta, íslesnskar stelpur og konur sem missa alltaf vitið þegar eitthvað með erlent ríkisfang sést. Það er jú frægt orðið hvursu kvenþjóðin er lauslát hér, um allan heim. Hafið nú smá virðingu, ef ekki skammist ykkar konur.
15. júní 2007 kl. 13:03
chatty@visir.is
Afbrýðisamir íslenskir karlmenn
hehe það skín nú alveg í gegn í commentunum hér að ofan frá íslenskum "karlmönnum" hversu óöruggir þeir eru með sig blessaðir. Að skíta út kvenþjóðina og setja hana undir einn hatt eru dæmigerð rök hjá karlmanni sem að er óöruggur og finnur til afbrýðisemi gagnvart hóp karlmanna af erlendu bergi.

Ef að til landsins væri að koma stór hópur kvenna á besta aldri þá væri þessar raddir allt öðruvísi og myndu karlarnir keppast við á setja hér inn fyndnar athugasemdir og ráðleggingar um hvernig best væri að negla nokkrar sætar úr áhöfninni.

Lausgirtar hvað? hey það þarf tvo til.
15. júní 2007 kl. 14:47
bia
Sammála - afprýðisamir karlmenn
Þið ættuð nú að taka því rólega í að segja að íslenskar konur eru lauslátar..! Það er nú ekki eins og karlmenn á Íslandi séu eitthvað betri..! já, er sammála því að þetta sé óöryggi..eruði eitthvað hræddir um að verða útundan um helgina?! ef konur á Íslandi sækjast meira í erlenda karla segir það nú bara mikið um íslenska karla, er það ekki?

Ættuð þá bara að taka ykkur á kallar! ekki sitja á rassinum og segja að íslenskar konur séu
lausgirtar, "með naríurnar á hælunum"!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Jahá..... júníformið er semsagt nóg til að brækur falli niður!

Eva Þorsteinsdóttir, 15.6.2007 kl. 17:56

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er bara argasta samsafn af sóða hugsana kommentum, en ég er sátt við að þú birtir þetta, endalaust hvað þeir geta dritað á okkur stúlkurnar og setja allar undir sama hatt, þeir eru auðvitað bara "folar" og guðs útvaldir. Þú sást fréttina um þennan sem var bitinn í eyrað, skildi það hafa verið í ástarbríma eða afbrýði, hestar býta merarnar stundum í eyrun

Ásdís Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 18:06

3 identicon

Smart

Díta (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 18:36

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hvað segirðu, klukkan hvað koma þeir? DJÓK! Finnast reyndar einkennisbúningar svakalegt törnoff.

Soralýður landsins þarf að taka hugann upp úr ræsinu. Það ætti að banna sumum að vera nálægt nettengdum tölvum!

Laufey Ólafsdóttir, 15.6.2007 kl. 18:36

5 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Þessar athugasemdir þarna í blogginu þínu segja nú bara mest um þá sem skrifa þær..Svakalega eru þessir strákar með lítið egó...og ef útí það er farið..sennilega lítil tippi líka

Brynja Hjaltadóttir, 15.6.2007 kl. 18:41

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já er skip í höfninni?

Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 18:42

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sumir bara geta ekki tekið smá áreiti.  Þetta er ótrúleg lesning.  En að byrja að væla svona fyrirfram, þær ætla örugglega að velja ítala fram yfir mig Búhúhúhú

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2007 kl. 20:02

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi kommon! Það er nú samt alveg skelfilegt að horfa upp á þetta. Ég skammast mín fyrir að vera íslenskur kvenmaður niðrí bæ núna amk og ég gleymi því seint hvernig þetta var þegar ítalirnir voru hérna

Ef þið trúið mér ekki fáið ykkur göngutúr niður Laugarveginn 

Heiða B. Heiðars, 15.6.2007 kl. 21:54

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heiða þetta er ekki spurning um hvort konurnar hegði sér vel eða illa heldur um það sem karlarnir í athugasemdakerfinu hafa að segja um íslenskt kvenfólk.  Ég skammast mín ekki fyrir að vera íslensku kvenmaður, svo langt því frá en leiðilegt ef stelpurnar flippa.  Hm I wonder why?

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2007 kl. 22:28

10 Smámynd: Ester Júlía

  Ítalskir sjóliðar..vó.. hvernig er hægt að missa af þeim herlegheitum ógrátandi.  Svo miklar dúllur , litlir , mjóir og  dökkir í matrósarfötum .....nei takk, sama og þegið.

Ester Júlía, 15.6.2007 kl. 22:49

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jæja.  Við erum þá allar eins.  Copy paste,  copy paste.........

Anna Einarsdóttir, 15.6.2007 kl. 23:48

12 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég skammast mín ekki fyrir að vera íslenskur kvenmaður og hef bara aldrei komið nálægt dátum og held að við höfum flestar þá sögu að segja. Nú ef ekki þá bara gott hjá ykkur sem kroppuðuð í kaskeytin. Vantar ekki bara fleiri sæta stráka á þetta sker? Er það ekki málið?

Brynja Hjaltadóttir, 15.6.2007 kl. 23:56

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það vantar herramenn á skerið. Það er málið held ég.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.6.2007 kl. 09:38

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það vanar almennilega og kurteisa karlmenn hlýtur að vera.  Vandamálið er íslenskra karla.  Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2007 kl. 10:21

15 Smámynd: Ósk Sigurðardóttir

Æji greyin... þeir eru svo svakalega afbrigðisamir að þeir eru alveg að deyja. Hefur greinilega gengið illa í kvennamálum hjá þessum strákum, svo mikið að nú nota þeir tækifærið til að gera lítið út öllum konum til að hefna sín á Stínu og Siggu sem litu ekki við þeim ;)

Ósk Sigurðardóttir, 16.6.2007 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband