Leita í fréttum mbl.is

"BISSÍ MORNING"

Ég vaknaði fyrir allar aldir í morgun, eins og lög gera ráð fyrir.  Ég er að taka mig á í kvöld- og næturdrollinu, enda ekki gott fyrir óvirka alka að vera með óreglu á svefni, máltíðum og öðru svona yfirleitt.  Ég skellti inn þessari mynd (sem er ekki af mér, en ég veit að þið haldið að ég sé svo dugleg með myndavélinaPinchenda myndi ég aldrei halda á vínglasi þótt ég hefði hendur fleiri en tvær) til að sýna fram á hversu fjölhæf ég er. 

Ég byrjaði á að blogga.  Allt í forgangsröð hér að sjálfsögðu.

Fór glataðan blogghring.  Allir sofandi eða eitthvað.

Borðaði sykursýkisvænan morgunmat sem innihélt eitt stykki úr grænmetisríkinu, eitt úr ávaxta og annað úr landbúnaði.

Sprautaði mig með insúlíni, þvílíkt kikk, ég flattist á vegg.

Hringdi og talaði við Söruna, Jenny mín er enn lasin og kemur í pössun á eftir.

Tók eldhúsið með stormi.

Reykti sígó á milli allra þessara atriða. Bíðið, það gera 1, 2, 3 hætti að telja, þetta var ekki ég.

Hlammaði mér hér niður til að blogga og reykja enn eina síuna.  Fer svo að ryksjúga.

Heimta að allir mínir bloggvinir hunskist til að blogga, ekki seinna en fyrir næstu sígópásu hjá mér sem verður eftir 7 og 1/2 mínútu nákvæmlega.

Hehe.. lofjútúpísis.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

OK, búin! Ávöxtur næturhangsins míns í gær NB fann ekki fjarstýringuna. Er farin að vinna! smjúts*

Laufey Ólafsdóttir, 13.6.2007 kl. 09:29

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er aldeigs kraftur í þér svona í morgunsárið.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.6.2007 kl. 10:07

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

er ég ekki stikkfrí? Lastu ekki mitt blogg í morgun?

Það er gott að fletjast á vegg öðru hverju

Svakalega ertu aktív manneskja.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.6.2007 kl. 10:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Núna er ég búin að þrífa ALLA ÍBÚÐINA og reykja "nokkrar" síur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2007 kl. 10:33

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þori ekki annað en að hlýða en bloggleti mín að undanförnu stafar af miklum önnum.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.6.2007 kl. 10:52

6 identicon

Fyrst þú ert búin að þrífa hjá þér, ertu ekki til í að koma heim til mín - þú mátt reykja úti á verönd ;-)))

Guðrún Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 23:08

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég kem gjarnan til þín Guðrún mín ef þú ert sú rétta Guðrún.  Who are you?

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband