Leita í fréttum mbl.is

DRÍFA SIG Á PUTTANUM BARA

1´

Ég hef aldrei áttað mig á munaást margra samlanda minna sem gengur út á mottóið "einn bíll á mann að minnsta kosti".´ Ég hef notað strætó töluvert hin síðari ár, fyrst af illri nauðsyn og svo vegna þess að mér fór að þykja það þægilegur og einfaldur ferðamöguleiki.  Ég eins og fleiri nenni ekki að taka strætó þegar það er orðið að miklu þrekvirki að komast frá a-b á svona nokkurn veginn ásættanlegum tíma.  Í hvert skipti sem strætó breytir einhverju hjá sér, sem er ansi oft,  þá er það ekki til að auka þjónustu eins og hjá flestum fyrirtækjum, heldur til að draga úr henni.  Furðulegt alveg hreint.  Það er svo mikið tap sí og svo segja þeir sem við stjórnvölinn sitja.  Halló, hvað með allt sem sparast við að hafa almenningssamgöngur þægilegar og ódýrar?  Svo ekki sé minnst á  umhverfisvænan hagnað af minni bílanotkun. Það er hægri bragur á nýjasta sparnaðartiltæki Strætó og það kemur að sjálfsögðu ekki á óvart.  Ég efast um að það sé lágmarks vitneskja um það hjá borginni að það er til fólk á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem á ekki bíla og þarf að leggja traust sinn á strætisvagna.   Nú er daglegt líf starfsfólk hjúkrunarheimilisins á Vífilsstöðum og ættingja sjúklinga þar komið í talsvert uppnám eftir að ákveðið var að hætta við strætóferðir þangað.  Amk ein starfskona hefur boðað uppsögn sína þar sem það er ómögulegt fyrir hana að komast í vinnuna. 

"Til að gefa mynd af því ástandi sem blasir nú við ættingjum sjúklinga nefnir Ingibjörg Tómasdóttir, forstöðumaður Vífilsstaða, aðstæður nokkurra roskinna kvenna sem eiga eiginmenn á Vífilsstöðum. "Þær eru ekki á bíl og þurfa að komast með strætó. Þær hafa jafnvel valið mökum sínum pláss hér í trausti þess að strætósamgöngur yrðu fyrir hendi," bendir hún á. Segir hún þetta bagalegt því nú verði að keyra aðstandendurna í heimsóknir."

Sniðugt.  Brillljant sparnaður þarna á ferðinni.  Auðvitað á ekki að vera að púkka upp á gamalt fólk, aðstandendur þess  og það fólk sem vinnur á skítalaunum við að hugsa um það.

Ég er á því að almenningssamgöngur eigi ekki að vera mældar í krónur og aurum, ekki frekar en t.d. heilsugæsla og fleiri sjálfsögð mannréttindi.  Ókeypis í strætó hlýtur að vera markmiðið, fjölgun leiða og tíðari ferðir.  Þannig má "spara" helling af peningum.  Sjáið þið til.  Ég vil vinstri menn aftur í borgina, en það eru svo sem ekki miklar fréttir þegar ég á í hlut.


mbl.is Geta ekki lengur heimsótt aldraða aðstandendur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Ég var mikið í strætó hér áður fyrr.  Átti ekki bíl og fór allra minna ferða á reiðhjóli eða í strætó (lengri ferðir) . Það var allt í lagi þá að ferðast með strætó, fór á 20 mín. fresti og bílstjórarnir venjulega notalegir eldri menn.  Ég hef heyrt að það séu mikið af pólverjum í vinnu hjá strætó vegna þess að það fáist ekki íslendingar í þetta starf.  Ætli þeir séu að fá sömu laun og íslendingar?  Eða er þeim troðið um tær til að halda kostnaðinum í lágmarki?  "hvísl" :  Talandi um strætó og pólverja þá heyrði ég dagsanna sögu um daginn sem tengist strætó, pólverjum og ÁTVR.  En það er nú önnur skelfilegri saga sem ég ætla ekki að fara með hér.   

Ester Júlía, 13.6.2007 kl. 08:11

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á að drepa mann úr forvitni eða var maðurinn fullur undir stýri?

Pabbi minn var strætóbílstjóri alla sína starfsæfi og var flottastur.  Við vorum allar systurnar alveg rosalega stoltar af honum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2007 kl. 08:18

3 Smámynd: Ester Júlía

Pabbi þinn hefur verið einn af þessum notarlegu yndislegu mönnum .   Varðandi söguna,  ímyndaðu þér tvo menn í einkennisklæðum strætó.  Þeir stökkva inn í ónefnt "ríki" , koma út með poka ,  ná sér í tvo stóra bjóra úr pokanum og sturta þeim í sig, hendast svo inn í stóran gulan Volvo og annar sest undir stýri og þeysist af stað.  Ég varð orðlaus!

Ester Júlía, 13.6.2007 kl. 08:41

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Á árum mínum sem skvísa, þegar ég bjó í Reykjavík, ferðaðist ég með fjarkanum. Bílstjórinn, voða sætur strákur, var MINN bílstjóri, (hvað annað) dokaði alltaf eftir mér þegar hann sá að ég hentist út úr dyrunum alltaf á síðustu stundu, brosti svo fallega til mín þegar hann bauð mér góðan dag og mér leið eins og ég væri prinsessa....

þós ver þe deis mæ frend

Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2007 kl. 08:49

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Pabbi var flottur töffari og góður við börn og keyrði nokkrar kynslóðir barna á eittunni (Njálsgata-Gunnarssbraut-Sólvellir).  Hann er mikill snyrtipinni og var alltaf svo fínn.  Þá þótti flott að keyra strætó.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2007 kl. 08:53

6 Smámynd: Ester Júlía

Ég ferðaðist mjög mikið með eittunni þegar ég var krakki.  Þetta var eiginlega aðalstrætóinn minn. Var svo mikið hjá ömmu og afa á Karlagötu :)  Hlýt að hafa ferðast með pabba þínum

Ester Júlía, 13.6.2007 kl. 09:01

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

minn strætó var tvisturinn Grandi-Vogar. Ferðaðist síðast með strætó á reglulegum basis 2000. Er ein af þessum seku sem menga andrúmsloftið, ein í bílnum.

Þá þetta er til skammar með þessar samgöngur og hræðilegt að heyra með aumingja gamla fólkið. (er alveg á því að vinstri stjórn er það sem blívur í borginni)

Jóna Á. Gísladóttir, 13.6.2007 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2986699

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.