Leita í fréttum mbl.is

UM AÐ GERA AÐ BÆTA VIÐ SENDIRÁÐUM

Alveg geggjaðir hattar og húfur sem páfinn á.  Váááá!  Burtséð frá hattatísku Vatíkansins þá hefur  Stefán L. Stefánsson, sendiherra, afhent Benedikt XVI páfa í Róm trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart páfagarði.

Af hverju ekki að byggja eða kaupa sendiráð í Vatíkaninu?  Við verðum að hafa sendiráð í öllum löndum heims, en eins og allir vita þá er utanríkisþjónustan með atvinnu veislubolta í flottum húsum, víðsvegar um heim (já,já, ég veit að þeir eru í mikilli vinnu og allt það).  Á sama tíma og eldri borgarar og margir öryrkjar lepja dauðann úr skel vegna þess að það er svo DÝRT að láta þá lifa mannsæmandi lífi, þá reisum við sendiráð víðsvegar um veröld alla og það eru ekki neinar smá hallir, takk fyrir.  Mér finnst þetta fín pólitík.  Þrátt fyrir að lifa á upplýsingaöld þar sem öll samskipti eru auðveld og hægt er að komast á örskotsaugnabliki milli landa, hrúgum þá endilega niður sendiráðum sem víðast svo við getum búið til fleiri diplómata.  Það eru þó nokkrir hugsjónamenn og konur úr öllum flokkum sem eru til í að FÓRNA sér fyrir málstaðinn.  Ó þú hái himnafaðir,  ég er svo þakklát fyrir það. 

Amen 


mbl.is Afhenti páfa trúnaðarbréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Loka - Loka - Loka!!! Hvað höfum við að gera með sendiráð í Japan? Hvað eru margir íslendingar þar? Örugglega ekki nógu margir til að réttlæta þennan kostnað, fyrir nú utan að það er ábyggilega skandinaviskt sendiráð þar innan seilingar, ef síminn þinn virkar ekki, netið er dottið út osfrv.

Ó og já flott húfa! Minnir mig á eitthvað ég veit ekki alveg hvað....... eitthvað sem tengist myrkri, stressi..... jafnvel desember.........

Hrönn Sigurðardóttir, 11.6.2007 kl. 22:26

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já og einhverjum Sveini.

Höfum sendiráð í hverri ÁLFU.  Eitt í Skandinavíu, eitt fyrir Evrópu, Eitt í Amó (fyrir suður-norður), eitt í Asíu og eitt í Ástralíu og svo eitt á Grænlandi, STÓRT!

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2007 kl. 22:39

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Er ekki hægt að spara með því að láta íslendinga búsetta í öðrum löndum reka sendiráðin heimanfrá sér? Þá borgar bara ríkið húsaleigu viðkomandi og almúgalaun fyrir að svara í símann. Svo er hægt sé að senda fína pakkið við hátíðleg tilefni bara uppá lúkkið. Gæti jafnvel verið gaur í fullu djobbi við að ferðast um og mæta í veislur... nokkurs konar alheimsfulltrúi Íslands. Þá þurfum við bara einn á sendiherralaunum og svo 500 (eða svo) á almúgakaupi fyrir hitt. Snilld

Flott húfa! Það mætti samt gefa þessum eldriborgara eitthvað annað en húfu... eins og t.d. ellilífeyri og gott frí

Laufey Ólafsdóttir, 11.6.2007 kl. 22:51

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...og Jenný ég skal lofa að fara að blogga

Laufey Ólafsdóttir, 11.6.2007 kl. 22:51

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ok gott Laufey mín. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2007 kl. 22:52

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég veit sko ekki hvað er að ykkur, stelpur! Auðvitað verðum við að hafa sendiráð alls staðar til að aðrar þjóðir líti ekki niður á okkur. Ég veit ekki með ykkur ... en ég hlæ illgirnislega að ...hverjir eru það aftur ... Norðmenn? Svíar? sem leigja bara nokkur hallærisleg skrifstofuherbergi í einhverju húsi í Japan, svo dæmi sé tekið. Hahahhaha,á meðan við eigum eitt dýrasta og flottasta húsið í Japan undir sendiráð Íslands. Smáþjóð hvað! Múahahahahahah

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.6.2007 kl. 00:45

7 Smámynd: Ósk Sigurðardóttir

Ég get alveg bilast þegar ég les um þessi sendiráðsmál. Hvað er eiginlega að Íslendingum - er stjórnin að deyja úr mikilmennskubrjálæði? Við vorum um 300.000 síðast þegar ég vissi. Það er algjörlega óþarfi að byggja hús út um allan heim og kostar allt of mikið. Leggja þarf áherslu á aðra mikilvægari hluti innanlands

Ósk Sigurðardóttir, 12.6.2007 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.