Leita í fréttum mbl.is

HÁLFGERÐ SNÚRA

snura

Eins og ég hef áður bloggað um þá grípur mig stundum einhver bölvuð játningaþörf sem erfitt er að láta eins og sé ekki til.  Suma daga nota ég til að skoða brestina mína (þeir eru örfáir og ég snögg að því náttúrulega), sem er ekki auðvelt verk en bráðnauðsynlegt til viðhaldi góðs edrúlífs og almennrar geðheilsu.  Í dag fór ég, að gefnu tilefni sem ekki verður látið uppi hér, að velta fyrir mér einum af mínum örfáu löstum (Blush).  Ég hef næstum allt mitt líf gert mér mannamun.  Ekki lengur, að ég tel, a.m.k. ekki á hinum hæpnu forsendum sem ég gaf mér áður fyrr þegar ég mat hverjir væru þess virði að þekkja og hverjir ekki.  Ég veit að það hljómar ekki fallega að maður meti fólk á þennan hátt en það gera allir, meira eða minna, þó það nú væri.  Ég er ekki svo andlega þroskuð að ég þori að gefa það upp á mínum persónulega bloggmiðli hvað ég notaði sem mælistiku á fólk, svo hryllilega yfirborðskennt var það og enn má ég gæta mín stórlega.  "Old habits are hard to break".

Hvað um það ég er að reyna að verða skömminni skárri manneskja en ég löngum var.  En vó hvað ég hef fengið að gjalda (réttilega) fyrir mína afspyrnu hallærislegu fordóma gagnvart fólki.  Það er svo mátulegt á mig en svo asskoti blóðugt að hafa misst af kynnum við fólk sem hefði verið vert að þekkja betur,  og hafa á stundum setið uppi með fólk sem ég átti ekkert erindi við.  Það getur verið fjári dýr skammtímalausn í mannlegum samskiptum að láta fordómana ráða.  Ég hef verið svo heppin að hafa slumpast á einhverskonar pólitíska rétthugsun í lífinu og það hefur skilað mér eitthvað áfram.  Innsæið sem ég hef svo oft hreykt mér af hefur hins vegar sjaldnast fengið að heyrast.  Hefði svo verið væri ég ekki að baxa við þennan "krúttlega" brest orðin háöldruð (!) kona.

Nóg um það.  Ég pjóna ekki (fannst það svo anti-femmó eitthvað), baka ekki (lýg því, er farin að baka), horfi ekki á hryllingsmyndir, er á móti fánalögunum, streðast við að skrifa Guð með stórum staf, setja tvö stafabil á eftir punkt (1.2.3. boðorð læknaritarans), sendi helst ekki gsm því ég þoli ekki skeytamál og kýs alltaf til vinstri vegna þess að hægri menn eru verri menn (íronía plís)  Þetta eru mínir minnstu fordómar.  Mínir verstu þola ekki dagsljósið.

Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.

Ef við bara lifðum öll samkvæmt blessaðri æðruleysisbæninni, hversu hamingjusamari værum við ekki.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.6.2007 kl. 23:55

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég leitast við að gera það Jóna mín og það gerir þú örgla líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2007 kl. 23:57

3 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Skoh ... fröken Jenfo *dregur djúpt andann* ... hev a littl feiþ in jor freends plís. Stúlka góð, ég hef snúið aftur. Í mýflugumynd en mun óðum stækka. Var það ekki Sæmundur Fróði sem fann púka í flugumynd? Nei heyrðu eða hvernig var ðetta ... gosh, veitiggi.

Það eitt er hins vegar alveg satt; old habits ARE hard to break.

Its gúd tú bí bakk beibí görl  og takk fyrir allt elskið!

Klara Nótt Egilson, 11.6.2007 kl. 00:05

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ó mæ! Svona færslu ætla ég aldrei að skrifa!! Mælistikan mín á lesti og svakalega slæma lesti er eitthvað svo brengluð... yrði ábyggilega útskúfuð

Heiða B. Heiðars, 11.6.2007 kl. 02:02

5 identicon

Eins og Jóna segir Kjark til að breyta því sem ég get breitt og vit til að greina þar á milli. Þú ert svo sannarlega ekki ein um að hafa "bresti". Fæstir vilja viðurkenna þá og halda í þá dauða haldi. Þú ert frábær

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 08:26

6 identicon

Þegar þú talar um fordóma gagnvart fólki dettur mér í hug saga um samskipti mín og mömmu. Tek fram að mamma sem var mín besta vinkona, manneskja með mikinn húmor og stóra sál, dó 61 árs gömul úr kransæðastíflu fyrir rúmum 20 árum, en ég veit að hún með sinn húmor fyrirgefur mér það þó ég segi þessa sögu. Mamma kenndi mér sem sagt mottó þegar ég var stelpa. Hún sagði: - Mundu það Anna mín að það er alltaf eitthvað gott í öllu fólki - sem sagt nokkuð sem átti að minna mig á að vera ekki með fordóma gagnvart fólki. Nema hvað, mömmu óraði ekki fyrir hvernig ég myndi nota þetta sama mottó á hana á uppreisnarárunum sem ég tók frekar seint út, svona ca. 17 ára. Það var þegar ég fór í MR og náði í skottið á hippadæminu öllu. Þar með var ég í miklum samskiptum við mýgrút af fólki, sem var bæði afar frjálslegt í klæðaburði, í mussum og afrópelsum og með mjög svo frjálsar lífsskoðanir svo ekki sé meira sagt. Þegar mamma fór að gera athugasemdir við þetta „lið“ sem ég umgekkst og fannst það nú bara alls ekki hafa góð áhrif á mig minnti ég hana náttúrulega á mottóið góða!

En takk fyrir góðan pistil - eins og þeir eru reyndar allir

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.