Leita í fréttum mbl.is

STOLIÐ OG STÍLFÆRT

 1

Ég er að drepast úr sunnudagsleti og ég áttaði mig á því að ég sakna pólitískrar umræðu.  Ég sem ætlaði ekki að minnast á pólitík í allt sumar.  Var í hávaða viðræðum við húsbandið áðan áður en hann fór í vinnuna.  Það þýðir ekki að við værum að rífast því við erum ógeðissammála um stjórnmálin en við tölum okkur í ham.  En nóg um það að sinni. Til að lengja í minni prívat og persónulegu hengingaról, vegna þrifanna á heimilinu sem ég þarf að takast á við, þá fór ég að lesa allskyns blogg.  Á einu þeirra fann ég gamla færslu sem ég stal og stílfærði smá (þe sleppti úr og sollis) og ég skelli henni hér inn ykkur til gamans.  Þetta er sumarlesningin í ár skilst mér.  Gjöriðisvovel:

* Fölskvalaus iðrun - eftir Árna Johnsen

* Stjórnmálaflokkar sem ég á eftir að prófa - eftir Kristin H. Gunnarsson

* Framfarir í mannréttindamálum í Kína

* Hlutir sem ég hef ekki efni á - eftir Björgúlf Thor Björgúlfsson

* Villtu árin - eftir Geir H. Haarde

* Hvernig halda skal formannssæti - Össur Skarphéðinsson

* Félagatal Framsóknarflokksins

* Kúnstin að vera krúttlegur - eftir Gunnar Birgisson (æl)

* Vinsælustu lögfræðingar landsins

* Hvernig á að bjóða útlendinga velkomna - eftir Jón Magnússon

* Úr fréttum inn á þing - eftir Ómar Ragnarsson

* Þingmannsárin - eftir Jón Sigurðsson

* Það sem mér líkar vel í fari framsóknarmanna - eftir Steingrím J. Sigfússon

Hauspokamyndin er af mér audda af því ég stal af blogginu.

SíjúgæsWhistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Eru lögfræðingar vinsæli á Íslandi ?

Halldór Sigurðsson, 10.6.2007 kl. 16:56

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

þetta hljóta að vera styztu bækur ever....

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2007 kl. 17:18

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eru ekki gefnar út örbækur Halldór þar sem þú ert?  Svona á stærð við skiptimiða ha?

Já mér telst svo til Hrönnsla að þær muni vera stuttar enda afþreying á sumrum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2007 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 2986911

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband