Leita í fréttum mbl.is

ÚTI AÐ AKA

1

Ég beinlínis elska Norræna húsið.  Fyrir því eru margar ástæður en nýr forstjóri hússins hyggst gera róttækar breytingar á starfseminni og gera húsið að eftirsóttum alþjóðlegum vettvangi fyrir ráðstefnur, menningarumræður og miðlun af ýmsu tagi.  Flott mál. Ég vil veg þess sem mestan.

Það stendur hins vegar ekkert um það í fréttinni að Norræna verði lokað í amk. heilan mánuð í sumar.  Hún Jenny Una Errriksdóttir fer með pabba sínum um hverja helgi til að skoða og lána sænskar bækur og myndir.  Hún horfir reglulega á Maddicken, Emil i Lunneberga, Pippi Långströmp, Lotta på Bullergatan og fleiri perlur gerðar af bókum Astrid Lindgren.  Eins gott að tíminn líði fljótt svo Jenny geti haldið áfram að drekka í sig sænskar heimsbarnabókmenntir frá hinu landinu sínu.

Ástæðan fyrir myndinni af mér á bílnum sem fylgir færslunni er einfaldlega sú að á bílastæði Norræna hússins hef ég átt minn stærsta ósigur á stuttum ferli mínum sem bílstjóri.  Inga-Lill var hér í heimsókn sem oftar sumarið 1986 og ég hafði látið til leiðast að taka bílpróf.  Ég tók prófið til að fólk hætti að röfla í mér um hvað það væri BINDANDI að kona eins og ég með svo margt á könnunni hefði ekki getu til að keyra sjálf.Fljótlega eftir að ég fékk teinið,  fór ég með minni sænsku vinkonu út í Norræna að drekka kaffi.  Sólin skein, dagurinn var fallegur og hið flennistóra bílastæði við húsið var nánast autt.  Það tók mig bara 20 mínútur að fá bílinn rammskakkan í stæði.  Út fór ég og mikil fagnaðarlæti brutust út.  Á þaki hússins var hópur af mönnum að gera við.  Þeir voru í keng af hlátri.  Þeir höfðu fylgst með mér bisa við að leggja í stæði þar sem engir bílar voru fyrir.  Ég tók þessu sem ósigri, keyrði reyndar einu sinni enn eftir þetta en þá missti ég hjólið undan bílnum á ferð.  Ég tók það sem skilaboð frá almættinu um að láta svona bílatæki eiga sig og.... fékk mér einkabílstjóra.

Ég elska Norræna húsið þrátt fyrir allt.


mbl.is Gerbreytt starfsemi Norræna hússins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það geri ég líka - fer reglulega þangað og fæ mér kaffi

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2007 kl. 11:36

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 Skammastu þín að láta karlmenn hafa svona áhrif á þig.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.6.2007 kl. 12:33

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert ótrúlega fyndin þegar þú tekur þig til

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.6.2007 kl. 12:49

4 identicon

 Af hverju sé ég þig fyrir mér ofan af þakinu???  - Norræna húsið fer ég oft í þegar ég kem suður. Yfirleitt af því að ég er þá að fara í Odda að hitta leiðbeinandann minn í náminu sem er þarna hinnum megin við götuna og mæli mér svo oft mót við vinkonurnar í Norræna húsinu þar á eftir. Mér finnst agalegt ef það á að vera lokað í eitthvað langan tíma  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 13:06

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég er ekki enn komin með bílpróf og held að almenningur ætti að þakka mér fyrir . Man eftir einu sketsi úr bresku þáttunum Smack the pony þar sem kona keyrði fram og aftur að rembast við að leggja í stæði á galtómu bílaplani... varst það kannski þú?

Hún Maya mín er einmitt miður sín af því að Skautahöllin er lokuð í allt sumar. Skrýtið að sumarafleysingar tíðkast ekki á öllum stöðum... slíkar afleysingar væru kærkomnar sums staðar. Gæti kannski gaurinn í stjörnuspá moggans tekið vaktir í skautó og Norræna? 

Laufey Ólafsdóttir, 10.6.2007 kl. 13:10

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk stelpur.  Það hefur verið ég í Smack the pony það er ENGIN önnur kona sem getur leikið þetta eftir, það þori ég að fullyrða.  Það er ekki mjög neytendavænlegt að loka tómstundastöðum eins og skautahöllinni þegar börnin eru í fríi.  Hver hefur gleymt að hugsa?  Halló!

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2007 kl. 13:12

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já ég hef farið þangað  gaman þar.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.6.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 2986911

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.