Leita í fréttum mbl.is

SNÚRUBLOGG

 

Þegar ég var í Bláa lóninu áðan og sólin skein (já ekki að segja ósatt, hún skein en BARA yfir lónskömminni) þá varð ég fyrir merkilegri reynslu.  Allt í einu áttaði ég mig á að sumarið hef ég ekki upplifað í nokkur ár.  Undanfarin þrjú sumur hef ég lítið minni af því sem gerðist og það litla sem ég man eru myrkar stundir sveipaðar þunglyndi og ofsahræðslu við lífið.  Þar sem ég sat þarna í lóninu  eins og fíbbl (segi sonna) þá varð ég svo glöð yfir að vera á lífi, vera allsgáð og fá tækifæri til að hafa gaman af lífinu aftur.  Ég ætla ekki að gerast væmin en þetta var svona verulegur "eyeopener".   Margir hafa lýst svona gleðiaugnablikum sem þeir upplifa, æ oftar eftir því sem edrúmennskan verður lengri og ég get vitnað um að svona smástund er milljóntrilljón sinnum meira virði en allt brennivín heimsins.

Þessu langaði mig að deila með ykkur dúllurnar mínar.

Allsgáð kona á besta aldri á Stór-Reykjavíkursvæðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frábært, elskan mín! Held mig mestanpart við kaffið og lifi góðu lífi.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 18:34

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Þetta er náttúrulega bara hið besta mál...... til hamingju dúlla :D

Eva Þorsteinsdóttir, 7.6.2007 kl. 18:44

3 identicon

Þú ert svo flott að það háfla væri nóg

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 18:48

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Fallegustu orð sumarsins, og samt hafa svo mörg góð orð fallið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.6.2007 kl. 20:09

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert frábær Jenný mín, segi og skrifa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2007 kl. 20:40

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég elska líka svona sólardaga. Vona að við fáum marga svoleiðis í sumar. Þeir gera konu svo glaða að vera til  

Laufey Ólafsdóttir, 7.6.2007 kl. 20:51

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æðislegt hjá þér Jenný mín ..... þú ert ekki væmin  guð minn það er ég sem er væmin

Kristín Katla Árnadóttir, 7.6.2007 kl. 21:00

8 Smámynd: Unnur R. H.

BARA GÓÐ

Unnur R. H., 7.6.2007 kl. 21:02

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 7.6.2007 kl. 21:39

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég elska snúrubloggin þín. Og ekki bara það heldur fékk ég hugmynd af smásögu í 12 smásagnasafnið mitt sem heitir 12 augnablik. Þetta verða 12 smásögur sem fjalla einmitt um örlagaaugnablik í lífi 12 manneskja. Bið um leyfi hér með að nýta mér upplifelsi þitt.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.6.2007 kl. 21:48

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvar fékkstu svona flotta rauða skó?

Hrönn Sigurðardóttir, 7.6.2007 kl. 22:56

12 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

til hamingju með allar gleðistundirnar

Brynja Hjaltadóttir, 8.6.2007 kl. 00:52

13 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Til hamingju með lífið allsgáða glaða kona á besta aldri

Heiða B. Heiðars, 8.6.2007 kl. 00:54

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk stelpur þið eruð meiriháttar flottar.  Hrönn mín ég keypti þá í Andersen og Laut, skóna.  Hm... þarf að setja myndir af mér í gufunni í lóninu.  Kynþokkinn vellur af mér.  Get svarið það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2007 kl. 01:02

15 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Hamingjuóskir og baráttukveðjur. Það sem mér finnst best eftir að ég lagði brennivínið til hliðar er að vera alltaf fullviss um að vakna ótimbraður. Fyrir utan allt hitt, börnin mín, barnabörnin og annað í lífinu og tilverunni.

Sigurður Sveinsson, 8.6.2007 kl. 05:07

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Sigurður, svo ég minnist nú ekki á hversu öll samskipti verða einfaldari og betri.  Takk fyrir góðar kveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2007 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2987165

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband