Þriðjudagur, 5. júní 2007
SNÚRUBLOGG
Þegar ég byrjaði að blogga í marsbyrjun ákvað ég að blogga bara eins og andinn blæsi mér í brjóst hverju sinni. Stundum um pólitík og femínisma, stundum í fíflagangi og stundum um alvarlega hluti eins og alkahólisma, sjálfri mér til áframhaldandi edrúmennsku og öðrum til fróðleiks. Ég kíkti lauslega yfir færslurnar mínar í morgun og vó ég er bilaður persónuleiki. Ég spila allan tilfinningaskalann eins og hann leggur sig. En þannig er ég bara.
Ég hef frétt utan af mér að sumir sem þekkja mig ( ekki mínir nánustu ættingjar og vinir) hafi látið eftir sér áhyggjur og stundum hálfgerða hneykslun á að ég snúrubloggi. Mín edrúmennska heitir snúra og reglulega blogga ég um minn alkóhólisma og ætla að halda því áfram. Það sem virðist fara fyrir brjóstið á örfáum sálum (sem ég veit um amk) er að ég skuli ekki halda þessu fyrir mig. Að það muni vænlegra til árangurs. Úff, þeir hinir sömu ættu að vita hvað leyndarmál og lygar geta af sér leitt og hafa gert fyrir konu eins og mig. Atvinna mín til töluvert margra ára var líka að fást við afleiðingar hræðilegra leyndarmála. Ég veit að þau bjarga engu. Fyrir mig er það sáluhjálparatriði að skrifa eins og mig langar til hverju sinni. Ef það er um að ég sé "fyrrverandi" fyllibytta í daglegri vinnu við minn alkóhólisma og lífstíl þá hef ég ekkert að fela. Það gerir mér gott og er ákveðin trygging fyrir mig að læðupokast ekki svona "just in case" að mig langaði aftur í fyllerí í þeirri merkingu sem ég legg í það orð. Mér finnst heldur ekki verra ef einhver, jafnvel bara einn væri nóg, gæti fundið stuðning í því sem ég skrifa og jafnvel nýtt sér það. Þannig gerast nú kaupin á Eyrinni. Við getum alltaf nýtt okkur reynslu annarra. Ég er allavega alsgáð upp í topp og hef ekkert annað í hyggju, einn dag í einu ævina út. Mér gæti ekki staðið meira á sama nú orðið hvað fólki finnst um það sem ég er að gera ef ég er sjálf viss um að það sé rétt fyrir mig. Og hananú.
Síjúgæs!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Matur og drykkur, Menning og listir, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:50 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2987258
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Nákvæmlega rétt. Þú vinnur þetta eins og hentar þér sjálfri
Ragnheiður , 5.6.2007 kl. 15:34
Mér finnst alveg frábært hversuopin þú ert og ekki vildi ég að þú hætti því. Eins og þú veist að ef þetta væri annar sjúkdómur myndu allir klappa þér á öxl fyrir bloggið ekki satt ha
kv unns
Unnur R. H., 5.6.2007 kl. 15:37
Það eru bara örfáir sem fara hjá sér fyrir mína hönd. Næstum allir sjá ekkert nema jákvætt við að ég bloggi um minn sjúkdóm. Leyndarmál eru hættuleg. Takk stelpur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2007 kl. 15:46
Sammála þéröll leyndarmál koma upp um síðir
Unnur R. H., 5.6.2007 kl. 15:51
Þú ert bara rosa dugleg, haltu því áfram og vertu ekki að pæla í því hvað einhverjar örfáar hræður úti í bæ eru að hneykslast á hvað þú ert opinská með þín mál.
Bloggið er mjög góð leið til að tjá sig, og síst er gaman að lesa það hjá manneskju sem bælir allt niðrí sér með einstrengislegu blaðri um nákvæmlega ekkert ( hmm.... kannski ég?)
Hvet þig til að halda áfram á sömu braut, og já, þú ert alveg örugglega að hjálpa einhverjum sem les þetta ;)
Eva Þorsteinsdóttir, 5.6.2007 kl. 16:06
Þú ert frábær og dugleg. Bloggin þín eru sérstaklega skemmtileg. Snúrubloggin og koggin úr þvottahúsinu eru góð. Ég er alltaf jákvæðari og glaðari þegar ég er búin að lesa síðuna þína.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 16:28
Mér finnst ALLT sem þú skrifar bæði skemmtilegt og mikilvægt. Pældu í því ef Bill og Bob hefðu þagað. Hvar væru AA samtökin þá??? En BTW: Ertu búin að kíkja í junk möppuna í hotmeilinu?
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 16:36
ég er svo fegin að þú ákvaðst að byrja að blogga
halkatla, 5.6.2007 kl. 17:25
Búin að kíkja Anna mín og sama og áður NADA. Please do it again.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2007 kl. 17:25
Búin
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 17:34
Ég hef sko aldrei lesið eitt einasta orð hér sem þú eða nokkur annar þarf að skammast sín fyrir, og hana nú! Ég efast ekkert um að snúrubloggin hjálpi mörgum og ef ekki væri til fólk sem þyrði að tala um eigin reynslu og tilfinningar þá væri engin von. Fólk sem talar getur bjargað mannslífum og eina skömmin er feluleikurinn, ekki veruleikinn.
Laufey Ólafsdóttir, 5.6.2007 kl. 17:42
Iss Jenný mín það er löngu komið úr tísku að vera að hafa áhyggjur hvað fólki út í bæ finnst um hvernig maður lfir lífinu. Eina sem skiptir máli er að þú sért sátt við þig og þín verk. Punktur. Ég er sátt..og finnst þú frábær bloggari.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.6.2007 kl. 17:48
Mér finnst snúran fara þér óóóóógeðslega vel.
að blogga (eða bara skrifa) tilfinngar sínar hjálpar manni líka oft til að sjá spaugilegu hliðarnar á málunum. bara það hefur nú bjargað geðheilsu manna og hana nú. Vertu þú sjálf... alltaf.. því þannig ertu flottust.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.6.2007 kl. 17:55
Geturðu ekki farið að gera eikkað alvöru krassandi svo um þig verður talað? Ég hef ekki heyrt neitt eða séð skrifað um þig eða þitt blogg! Nema að ef verið getur að þú sért ofurbloggari En annars Jenný mín ef þú ert í einhverjum pælingum með að sleppa þessu eða minnka bloggskrifin, þá ættirðu að kíkja á alla bloggvini þína bæði núverandi og fyrrverandi (ég meina þeim sem þú hreinsar út reglulega) telja þá saman og tékka á gagninu sem þú gerir !
Edda Agnarsdóttir, 5.6.2007 kl. 18:12
Auðvitað bloggar þú um það sem þig langar til. Ef þú værir með sykursýki og værir að blogga um það heldurðu þá að þessir "sumir sem þekkja þig" myndu vera svona hneykslaðir og áhyggjufullir? Það er nefnilega ekki víst. Svo er ég viss um að bloggið þitt hjálpar fólki þarna úti sem er að kljást við svipaðan sjúkdóm og þú og hvetur það til dáða. Þú ert nefnilega svo jákvæð og svo ertu líka húmoristi. Gangi þér vel í lífsbaráttunni. Ég stend með þér.
Sigga (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 18:43
Mér finnst þú blogga svo eðlilega um þetta ... skil ekki ef einhver sér eitthvað athugavert við svona snúrudæmi. Þú ert frekar hvatning til skemmtilegra, virkra alka sem fatta að það er hægt að vera skemmtilegur, óvirkur alki!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.6.2007 kl. 18:47
Hola guapa! Endilega haltu áfram að blogga um allt sem þig langar til - mér finnst þú sýna mikið hugrekki með þessu og ert örugglega mörgum góð fyrirmynd og stuðningur. Sólarkveðja frá Madrid
Ósk Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 20:05
Mér finnst þú hetja það gott að tala um hlutina og ekki vera að fela sig fyrir neinum þú er æðisleg.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.6.2007 kl. 20:13
Jenný mín! Mér finnst þú frábær og það er það sem gildir!!
Og hananú
Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 20:41
Takk fyrir hvatninguna stelpur mínar. Ég er sykursjúk hehe, drakk hana á mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2007 kl. 20:43
hehe. Fannst þetta soldið fyndið.... Aumingja Sigga með IP töluna
Jóna Á. Gísladóttir, 5.6.2007 kl. 22:00
Þetta heitir að "hitta í mark" Jóna mín. Ég næ pontinu hjá Siggu IP
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2007 kl. 22:20
ég um mig frá mér til mín
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.