Leita í fréttum mbl.is

ÞAGNARMÚRINN ROFINN?

 

Ég "missti" af umfjöllun Stöðvar 2 á föstudaginn um Goldfinger og karlinn sem þar fitnar eins og púkinn á fjósbitanum.  Ég var ekki eins heppin þegar ég í kvöld sá myndbrot úr sama viðtali endurtekið.  Mér varð óglatt.  Þar nánast játaði þessi ógeðiskarl á sig bæði mansal og vændi.  Það er auðvitað ekki svo að maður hafi haldið að það væri eitthvað eðlilegt við þessa viðurstyggilegu starfsemi sem þarna fer fram, en karlinn var greinilega í fári, hafði ekki haft tíma til að setja upp frontinn og það varð okkur til ansi mikilla upplýsinga.  Skelfing hlýtur löggan að vera glöð.  Hún veit núna að hverju hún á að leita.  Geiri var ábúðarfullur þegar hann játaði að hans stelpur (eins og hann svo skemmtilega kallar konurnar sem hann blóðmjólkar) hefðu ekki leyfi til að fara neitt í átta klukkutíma eftir vinnu, nema heim að sjálfsögðu.  Er það ekki nokkuð eðlilegt í samningum milli atvinnurekanda og starfsmanns?  Svona samningar munu vera kallaðir mannréttindabrot jafnvel á Kárahnjúkum. Ég er allavega fegin að lögreglan hefur fengið eitthvað til að vinna með. 

Er þagnarmúrinn rofinn? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

EKKERT óeðlilegt við þessa samninga. Ég er á einum mjög svipuðum......

Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 07:02

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ja Jenný hvað skal segja.Minn samningur er að fara milli stofnana og fá hreinlega ekki neitt,nema auðvitað tóman skít og endalaust bull,og ég sem taldi mig svo heppinn að vera Íslendingur.Sé það núna einhvert mesta lygasamfélag heims og stelurðu nógu miklu þá fyrst drögum við fram rauðadregilinn og bjóðum þér allt sem þú vilt.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 5.6.2007 kl. 07:42

3 identicon

Sæl. É sá viðtalið við Geira á Goldfinger og svo fréttina í gær. Mér varð óglatt. Það er ekkert sem réttlætir það sem "samningur" Geira og stelpnanna felur í sér. Afar ógeðfellt mál og starfssemi.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 08:59

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála því og karlinn kom illa fyrir tafsaði og talaði greinilega gegn betri vitund.  Slísí gæji að mínu mati. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2007 kl. 10:08

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mér finnst okkur koma það afar mikið við, hvort hér er stundað mansal eður ei og hvort hér er um misnotkun á stúlkum og drengjum að ræða. Og það er þannig. Hvað ætlum við að vera lengi út úr moldarkofunum hvað þetta snertir? Ef slíkt kæmi fyrir okkar börn þá kæmi það okkur við ekki satt ? Ég sá nú ekki þessar fréttir í heild sinni, (er búin að vera í fríi) Enn mér finnst þetta viðurstyggilegt og afar sorglegt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.6.2007 kl. 11:39

6 Smámynd: Unnur R. H.

mér finnst hann Geiri bara perri og einmitt stunda mansal!!! Bara ljótt mál

Unnur R. H., 5.6.2007 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.