Leita í fréttum mbl.is

ÉG GLEYMDI HÉRNA LÍTILRÆÐI!

1

Úpps ég er orðin svo gleymin.  Hef þess vegna þessa rauðu slaufu á vísifingri hægri handar til að minna mig á allt það sem ég þarf að deila með ykkur bloggvinir og aðrir gestir.  Þegar líf manns er svo fullt af spennandi viðburðum og það eru ekki einu sinni AUGLÝSINGAHLÉ á milli atriða og hver spennandi atburðurinn rekur annan í hinu villta lífi mínu, þá hef ég gripið til þessa ráðs.  Ég get því miður ekki ráðlagt ykkur hvernig þið eigið að gera líf ykkar auðugri að viðburðum en þið lufsurnar ykkar getið allavega lesið um mitt "hektiska" líf ykkur til upplyftingar.  Eftir að ég varð snúra hefur líf Indíana Djóns orðið eins og hjá fóbiskum perra með torgfóbíu sem fer aldrei út fyrir hússins dyr.  Ójá.

Í gær gleymdi ég að segja ykkur frá æsispennandi atburði sem gerðist í Hagkaup í Kringlunni.  Eftir að fólk hafði nær snúið sig úr hálsliðnum vegna mergjaðrar og sérstæðar fegurðar minnar og limaburðar (þar sem ég sveif um með körfuna úr Hagkaup sem svo vildi ekki vera með á mynd) fór ég allt í einu að sjá tvöfalt.  Ég var í sykurlosti.  Staðurinn var nottla vel valinn, allt löðrandi í akútvörum fyrir sykursjúka og ég drógst nær dauða en lífi að næsta sælgætisrekka og reif í mig súkkulaði.  Meira segja þarna olli fegurð mín og kynþokki ofsaundrun í sælgætisdeildinni.  Það gláptu bókstaflega ALLIR á mig.  Úff eins og fólk hafi aldrei séð konu fá sér nammi á meðan hún verslar.  Auðvitað veit ég að það var lásý afsökun til að fá að horfa á mig sem lengst.

Þessu vildi ég deila með ykkur dúllurassarnir mínir og ég gleymdi því í gærkvöldi af því að líf mitt er svo óheyrilega villt.

Kræst hvað ég á gott að vera ég.  I love my selv!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mikið varstu heppin að vera staðsett nákvæmlega við sælgætisrekkann! Sé fyrir mér fólkið að horfa á þessa ægifegurð ráðast á nammið ... hahahhaha!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.6.2007 kl. 16:37

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Grísinn þinn ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 3.6.2007 kl. 17:15

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.6.2007 kl. 17:21

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég náði ekki að segja meira ég datt niður af stólnum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.6.2007 kl. 17:21

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sætar konur þurfa sætindi.

Svava frá Strandbergi , 3.6.2007 kl. 17:37

6 Smámynd: Halla Rut

Sæt - sætari - sætust.....

Halla Rut , 3.6.2007 kl. 19:41

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Lykilatriði sem kemur fram í lok pistilsins, love myself, algjört must ef vel á að ganga, stundum hefur maður nú aðeins skrikað á ástarbrautinni en sjálfselska er uppspretta alls kyns ástar á öðrum og öðrum

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 20:07

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Jú þarna sæta, flott hjá þér að fá þér smá nammi.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.6.2007 kl. 22:08

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 Passa blóðsykurinn kona. Leiðinlegt að skríða svona á gólfinu í stórmörkuðunum og hanga á rekkunum, á litinn eins og undanrenna.

Jóna Á. Gísladóttir, 4.6.2007 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 2986739

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.