Sunnudagur, 3. júní 2007
HVAÐA GUÐ ER MAÐURINN AÐ TALA UM?
Ég hef nokkur prinsipp á mínum bloggfjölmiðli. Ef undan eru skildir Bítles- og Stónsmeðlimir þá blogga ég yfirleitt ekki um "selebs". Mér finnst það svo leiðinlegt og yfirborðskennt, eins og tilveran hjá því sjálfu virðist oft vera. Núna bara verð ég að tjá mig um þessa frétt. Lindsey Lohan, er sum sé komin í meðferð út af alkóhóli og dópi (bæði læknadópi og svo kókaíni). Karlinn vonar auðvitað að dóttirin nái bata og hann segir að Promises meðferðarstöðin í Malibú þar sem Britney Spears fór til að komast að því að hún væri EKKI alki, ynni aðallega eftir tólf spora kerfinu sem væri byggt á boðorðum Guðs. Vó.. hugsaði ég eru tólf sporin byggð á boðorðum Guðs? Aldrei veit maður nokkurn skapaðan hlut.
Það er reyndar ansi oft minnst á Guð í tólf spora kerfi AA-samtakanna en samkvæmt skilningi OKKAR á honum. Þ.e. við horfumst í augu við að það er til máttur okkur æðri en sá máttur er að eigin vali þess sem tileinkar sér þetta stórkostlega kerfi. Mig langaði bara að hnykkja á því vegna þess að þeir sem ekki trúa á hin venjulega Guð geta sett hvað og hvern sem er í það hlutverk. Við þurfum ekki að vera hefðbundinnar trúar til að nýta okkur AA-samtökin. Það er það sem er svo æðislegt og sporin hafa hjálpað mér mikið þessa mánuði sem ég hef verið á snúrunni. Hér koma svo hin tólf reynsluspor.
1. Við viðurkenndum vanmátt okkar gagnvart áfengi og að við gætum ekki lengur stjórnað eigin lífi. 2. Við fórum að trúa að máttur okkur æðri gæti gert okkur andlega heilbrigð að nýju. 3. Við tókum þá ákvörðun að fela líf okkar og vilja umsjá Guðs,samkvæmt skilningi okkar á honum. 4. Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil í lífi okkar. 5. Við játuðum misgjörðir okkar fyrir Guði,sjálfum okkur og annarri manneskju og nákvæmlega hvað í þeim fólst. 6. Við vorum þess albúin að láta Guð fjarlægja alla skapgerðarbrestina. 7. Við báðum Guð í auðmýkt að losa okkur við brestina. 8. Við skráðum misgjörðir okkar gagnvart náunganum og urðum fús til að bæta fyrir þær. 9. Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust svo framarlega sem það særði engan. 10. Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar út afbar viðurkenndum yfirsjónir okkar umsvifalaust. 11. Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu að styrkja vitundarsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum um það eitt að vita vilja hans og hafa mátt til að framkvæma hann. 12. Við urðum fyrir andlegri vakningu er við stigum þessi spor og reyndum því að flytja öðrum alkóhólistum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi. |
Auðvitað óska ég svo stúlkunni Lindsey góðs bata og að hún finni sinn æðri mátt "samkvæmt skilningi sínum á honum".
![]() |
Michael Lohan segir dóttur sína háða ýmsum lyfjum og fíkniefnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:24 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr
Athugasemdir
Já ég hef fylgst með mínum syni vinna úr 12 sporunum. Hann tók það mjög alvarlega, þegar hann loksins fór í alvöru að vinna í sínmum málum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.6.2007 kl. 11:26
Ég kannast svolítið við þetta.
Kristín Katla Árnadóttir, 3.6.2007 kl. 11:38
Sporin virka ef maður nennir að vinna þau og gera þau að sínum lífstíl. Ég gerði það. Svo er þetta með Guð. Það virðist standa í sumum. Það er einmitt SAMKVÆMT SKILNINGI OKKAR Á HONUM. Svo velur hver og einn sinn skilning.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 11:50
Ég vona líka að hún finni sinn æðri mátt.
Eva Þorsteinsdóttir, 3.6.2007 kl. 12:15
Í sporunum tólf eru fín tæki og tól til edrúmennsku sem og almennrar mannræktar. Þau voru upphaflega sex en eru byggð á fjögurra spora kerfi Oxford hreyfingarinnar sem var kristilegt költ, hvar Bill og Bob voru báðir aktívir meðlimir. Saga þeirrar hreyfingar skiptir annars engu máli - aðalatriðið er að fókusera á eigin bata, einn dag í einu. Og sporin hjálpa vitanlega mörgum til þess.
Orri Harðarson, 3.6.2007 kl. 12:23
Þó að faðir hennar segir að þetta byggist að mörgu leyti af boðorðunum tíu getur það einmitt verið "hans skilningur" á 12 sporunum. Þú mátt ekki gleyma því að með því að stunda sporin og lifa í þeim þá verður fólk að kappkosta á hundrað prósent heiðaleika - og ef það klúðrast sem stendur í AA bókinni "Þegar þeim skjátlaðist" þá eiga þeir bara að bæta fyrir brot sitt. Sá sem er virkur í sporunum veit að hann á ekki að stela, drýgja hór, vera gramur út í nágrannan sinn né girnast konu hans, lítur á fólk sem jafningja og virðir því foreldra sína, o.s.frv. - Þannig það er nú ekki svo fáránlegt að segja að þetta tengist boðorðunum. En ef þú lest bibilíuna þá eru undirstöðu atriði 12 sporana mest byggð á bibilíunni - en það er haft að hver og einn geti túlkað sinn æðri mátt svo að sem fleiri taki þessi frábæru spor - en það er hins vegar staðreynd að sporin eru byggð af Biblíunni og grundvöllur þeirra er innblástur sem Bill fékk frá kristinlegum hópum sem vinur hans var í. Svo ég myndi nú ekki alveg missa þig yfir þessu Guða tali þó þú viljir túlka þinn guð á allt annan hátt.
Sigga (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 13:26
Ég sé að það er alltaf hægt að gera betur, þarf að endurnýja kynni mín við þennan boðskap!
Edda Agnarsdóttir, 3.6.2007 kl. 13:45
Hef verið að fylgjast með syni mínum í þessum sporum síðustu mánuði, virkar vel fyrir hann.Takk fyrir að setja þau hér inni, hafði ekki lesið þetta sjálf bara heyrt hans útskýringar á málinu. Virkar vel.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 13:56
Sigga vil endilega koma því á framfæri að ég er ekki að missa mig yfir túlkun mannsins á sporunum en ég veit að margir hafa ekki viljað tileinka sér fræðin einfaldlega vegna þess að "guðstalið" hefur fælt frá. Ég skrifaði þessa færslu til að fá smá umræðu um sporin og ég læt minn skining á guði nægja mér og gef öðrum það fullkomlega frjálst að nota sinn. Bara á meðan það virkar því það er það sem skiptir máli.
Ásdís: Þetta er mannrækt í sínu tærasta formi. Does wonders for your health.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2007 kl. 14:39
Ef við lesum sögu þeirra Bills og Bobs, þá komumst við fljótlega að því, að þeirra æðri máttur var Jesú Kristur. Eðlilega varð þó að setja hugtakið "æðri máttur" inn í sporin, því ekki eru allir alkar kristnir, eða geta tileinkað sér trú á andlegan Guð, sem er skapari alls.
Þó er áhugavert að lesa kaflann "Vér trúleysingjar" í AA-bókinni. Hvet þig til þess að lesa hann aftur Jenný (geri ráð fyrir að þú hafir lesið hann). Þar er þetta Guðshugtak rætt á þessum nótum.
Árni Helgi Gunnlaugsson, 3.6.2007 kl. 15:11
Og hver eru svo þessi Lindsay og Michael Lohan? Ég kannast ekki við þessi nöfn þó að þetta eigi að vera frægt fólk.
Jens Guð, 3.6.2007 kl. 15:57
Ég er dagfastur lesandi AA-bókarinnar Árni Helgi og finn nýtt í henni í hvert skipti. Mín biblía. Læt ekki einu sinni kvennaviðhorfið í henni fara í taugarnar á mér svo umburðarlynd er ég orðin. Hm.. takk allir fyrir góð innlegg. Jens Guð. þú kemur að tómum kofanum hjá mér varðandi þetta fólk en hef séð amk. eina mynd með dömunni Lohan. Man ekki hvað hún heitir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2007 kl. 16:04
Ókey. Þau eru sem sagt kvikmyndaleikarar. Leika sennilega í öðrum myndum en minn smekkur sækir í.
Jens Guð, 3.6.2007 kl. 16:25
Mæli með South Park þættinum sem fjallar um AA og 12 spora kerfið. Skemmtilegur þáttur.
Einar Óli (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.