Leita í fréttum mbl.is

SKRAUTLEGUR LAUGARDAGUR

Við Inga-Lill hentum okkur í Kringluna til að versla eitt og annað en fyrst og fremst var ég að kaupa inn til örheimilisins.  Myndina hér að ofan tók ég af innkaupakörfunni í Hagkaup (Devil), en þetta er nottla skammarlegt lítilræði sem ég druslaði ofan í körfuna, bara einhverju hent smálegu og góðu í framhjáhlaupi í vagninn til að eiga eitthvað að narta í.  Nú ég klippti mig, eða lét klippa mig og er nú einum forljótum fimmtán sentímetrum fátækari.  Iss, tómur tertubiti að klippa hárið enda það eina sem ég hef getað safnað um ævina.

Við komum heim úr Kringluförinni heilum farmi af djönki ríkari og viðkomandi haugur af óþarfa  kostaði nottla hvítuna úr augum mínum, handlegg og fót.  Þetta var samt einangrað fyrirbæri (sko kaupæðið).  

Við gerðumst síðan últra hællærisleg, ég, Inga-Lill og húsbandið og keyrðum austur fyrir fjall.  Plebbalegasta laugardagsferðalag sem hægt er að hugsa sér en það rigndi allan tímann.  Við stoppuðum í Hveragerði og eini sjáanlegi staðurinn til að drekka kaffi á var...haldið ykkur... EDEN.  Þar fór í verra.  Blómin öll í órækt, mig langaði ekki einu sinni að stela afleggjara, allt í tréverki úr PLASTI og mér leið eins og ég væri komin í KÁNTRÍBÆ.  Mikið rosalega er Eden leim staður.   Við neyddum ofan í okkur kaffibolla og borðuðum samlokurnar og pönnukökurnar sem við höfðum með í nesti (róleg skáldagyðjan tók yfir) og vorum snögg að því.  Upp í bíl stukkum við eins og lömb á vori og bruummmmm við fórum aftur heim, hvar við hentumst í "respektive" sófa og tjilluðum þar til ég settist hér við tölvuna um miðja nótt til að gefa ykkur rapport, elskurnar mínar.

Síjúinalittúlvæl! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Iss, þetta er ekki neitt í körfunni hjá þér manneskja, þú ættir bara að sjá mínar tvær þegar ég geri..... helgarinnkaupin ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 3.6.2007 kl. 02:15

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rofl Eva mín ég sagði líka að þetta væri örheimili sem ég ræki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2007 kl. 02:18

3 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

kvitt

Brynja Hjaltadóttir, 3.6.2007 kl. 02:20

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Myndarleg karfa hjá þér, þarf að muna að taka myndir af minni næst

Ester Sveinbjarnardóttir, 3.6.2007 kl. 02:23

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur mínar, karfan er falleg enda "gúgglaði" ég hana.  Mín karfa vildi ekki vera með á mynd.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2007 kl. 02:47

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skemmtilega plebbaleg ferð, ég kalla ykkur hetjur fyrir að þora að drekka kaffið þarna. Hef reyndar ekki lagt í það í mörg ár, hefur kannski skánað. ALgengt á kaffihúsum á Íslandi að leggja allt í terturnar og meðlætið og bjóða svo Bónus-kaffi með. Flott innkaupakarfa by the way!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.6.2007 kl. 02:48

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

EDEN já. Margar æskuminningarnar sem tengjast þeim stað. Fer bara í Eden nú orðið þegar Breska frúin (tengdó) kemur í heimsókn til landsins. Hún vill skoða blómin þessi elska.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.6.2007 kl. 08:44

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jenný..... HVERAGERÐI!!!!! Þið áttuð að þora alla leið. Koma hingað. Ég get garanterað að þig hefði langað í afleggjara hérna megin við ána

Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 09:36

9 identicon

Eden var orðið þreytt á síðustu öld.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 09:45

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fruuusss veriði ekki að gefa í skyn að ég sé FEIT!

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2007 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2986738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband